Erlent "Í guðanna bænum Patrick" Hann er líklega heimskasti eða óheppnasti þjófur á Írlandi, nema hvorttveggja sé. Í eitt skiptið flutti lögreglan hann á sjúkrahús eftir að hann rændi veðbanka, og hljóp fyrir vörubíl, á flóttanum. Erlent 28.11.2006 16:31 Abbas gefst upp á stjórnarmyndun með Hamas Forseti Palestínu hefur tilkynnt konungi Jórdaníu að viðræðurnar við Hamas, um þjóðstjórn, hafi farið út um þúfur og hann munu nú leita annarra leiða til að mynda ríkisstjórn. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum palestinskum embættismanni. Erlent 28.11.2006 16:03 Evrópa laug um fangaflutninga og leynifangelsi Evrópuríki lugu og reyndu að hindra rannsókn á leynifangelsum CIA fyrir meinta hryðjuverkamenn, að því er segir í frumskýrslu rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um málið. Bæði ríkisstjórnir og nafngreindir, hátt settir embættismenn, fá harða gagnrýni í skýrslunni. Erlent 28.11.2006 15:56 Hvítglóandi af reiði yfir brottför útvarpsstjóra Útvarpsstjóri BBC, Michael Grade, hefur flutt sig yfir til hinnar einkareknu sjónvarpsstöðvar ITV, sem er sagt mikið áfall fyrir BBC og fjöður í hatt keppinautarins. Erlent 28.11.2006 15:15 NATO-ríki vilja ekki láta hermenn sína berjast Nokkur evrópsk aðildarríki NATO hafa verið gagnrýnd fyrir að halda hermönnum sínum fjarri öllum bardögum í Afganistan. Breskir, kanadiskir og hollenskir hermenn hafa borið hitann og þungann af bardögum undanfarin misseri. Erlent 28.11.2006 14:48 Gæsluvarðhald enn framlengt í Danmörku Gæsluvarðhald yfir fimm múslimum, sem voru handteknir í Danmörku í september síðastliðnum, hefur verið framlengt til nítjánda desember. Mennirnir eru sakaðir um að hafa safnað að sér sprengiefni til þess að vinna hryðjuverk í Danmörku. Erlent 28.11.2006 14:08 Franskir hermenn berjast í Mið-Afríku Lýðveldinu Franskar hersveitir hafa aðstoðað stjórnarher Mið-Afríku Lýðveldisins við að endurheimta borgina Birao úr höndum skæruliða sem hertóku hana um síðustu mánaðamót. Stjórnarherinn er þegar búinn að ná flugvelli borgarinnar á sitt vald. Erlent 28.11.2006 13:55 Segjast til í viðræður Norður-Kóreumenn segjast nú reiðubúnir til viðræðna um kjarnorkumál sökum þess að staða þeirra hefur vænkast verulega með tilraunasprengingum þeirra. Erlent 28.11.2006 13:47 Páfi kominn til Tyrklands Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Tyrklands hófst í morgun en búist er við háværum mótmælum vegna hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem Benedikt heimsækir ríki sem er að mestu byggt múslimum frá því að hann tók við páfadómi. Erlent 28.11.2006 12:14 Ekki hærri skatta, hikk Tékkland hefur neitað að fallast á áætlun Evrópusambandsins um að hækka skatta á uppáhaldsdrykk landsmanna, bjórnum. Til þess að leggja áherslu á málstaðinn mættu fulltrúar Tékklands með tvo bjórkúta á fundinn þar sem þeir tilkynntu að þeir myndu beita neitunarvaldi. Erlent 28.11.2006 11:25 Í gæsluvarðhaldi vegna morðs á njósnara Ítalinn Mario Scaramella, sem hitti rússneska njósnarann Alexander Litvinenko, daginn sem hann veiktist af geislaeitrun, er kominn til Lundúna og er undir vernd bresku lögreglunnar. Hann mun undirgangast rannsóknir til þess að kanna hvort hann hafi einnig orðið fyrir eitrun. Erlent 28.11.2006 11:10 Hvetur reiða þjóðina til þess að taka vel á móti páfa Forsætisráðherra Tyrklands hefur hvatt þjóðina til þess að taka vel á móti Benedikt páfa sem kemur í opinbera heimsókn til landsins í dag. Margir Tyrkir eru páfa reiðir fyrir ummæli sem þeir túlka á þann veg að hann telji islam vera órökrétt og ofbeldisfulla trú. Erlent 28.11.2006 10:37 Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma. Viðskipti erlent 28.11.2006 10:37 Styður lögreglustjórann þrátt fyrir ólgu Borgarstjórinn í New York lýsti í gær yfir stuðningi við lögreglustjóra borgarinnar. Háværar kröfur hafa verið uppi um að lögreglustjórinn láti af embætti, eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana, fyrir utan næturklúbb í borginni um helgina. Erlent 28.11.2006 09:39 NATO má ekki missa móðinn Framkvæmdastjóri NATO segir að bandalaginu muni takast ætlunarverk sitt í Afganistan, og hvetur aðildarþjóðirnar til þess að missa ekki móðinn, þrátt fyrir aukin umsvif Talibana undanfarin misseri. Erlent 28.11.2006 10:17 Bush á leið á NATO-fund George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Tallin höfuðborgar Eistlands í gær. Bush stoppar þar stutt því í dag heldur hann á tveggja daga fund Atlantshafsbandalagsins, sem haldin verður í Riga í Lettlandi. Erlent 28.11.2006 09:47 Ford í fjárhagskröggum Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.11.2006 09:45 Al-Kæda reynir að sundra Írökum Bandaríkjaforseti segir að átök sjía og súnní múslima í Írak, séu ekki borgarastríð, heldur liður í áætlunum al-Kæda um að nota ofbeldi til þess að egna fólk til átaka. Erlent 28.11.2006 09:43 Auðvelda vegabréfaáritun til BNA George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera íbúum Mið-Evrópu auðveldara að ferðast til Bandaríkjanna. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin hefur sífellt verið að setja nýjar reglur um vegabréf, sem svo hefur verið frestað, þannig að fólk á orðið erfitt með að átta sig á hvort vegabréf þess dugi til að komast inn í landið. Erlent 28.11.2006 09:27 Guiliani vinsæll Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgargarstjóri New York borgar og repúblikani, er vinsælasti stjórnmálamaðurinn meðal Bandaríkjamanna. Giuliani vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001. Erlent 28.11.2006 08:44 Vill hjálpa fátækum og draga úr áhrifum Bandaríkjanna Rafael Correa, 43 ára vinstrisinnaður hagfræðingur, sigraði með glæsibrag í forsetakosningunum í Ekvador á sunnudaginn. Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn í gær hafði Correa fengið tvisvar sinnum fleiri atkvæði en andstæðingur hans, auðjöfurinn Alvaro Noboa. Erlent 27.11.2006 21:56 Sakaður um miðlun vændis og ofbeldi Harri Jaskari, framkvæmdastjóri Hægriflokksins í Finnlandi, getur átt margra ára fangelsisdóm yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um að hafa miðlað vændi, haft í hótunum og beitt konur ofbeldi meðan hann var framkvæmdastjóri flokksins, að sögn finnlandssænska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Erlent 27.11.2006 21:56 Síminn var fullur af klámi Kristinu Birkeland frá Björgvin í Noregi brá heldur betur í brún þegar hún komst að því að nýi farsíminn hennar var stútfullur af klámmyndum. Erlent 27.11.2006 21:56 Hætta á þrem borgarastríðum Abdullah II Jórdaníukonungur sagði um helgina hættu á því að borgarastyrjaldir brjótist út í þremur ríkjum Mið-Austurlanda á næsta ári, og nefnir þar Írak, Líbanon og Palestínu. Erlent 27.11.2006 21:56 Töldu sig hafa ekið yfir dýr Danska lögreglan hefur haft afskipti af minnst tólf bílstjórum, sem um síðustu helgi óku yfir lík manns sem látist hafði í bílslysi á þjóðveginum skammt fyrir utan Sønderborg á Jótlandi. Frá þessu var greint í danska blaðinu Politiken. Erlent 27.11.2006 21:56 Hundruð mótmæltu lögregluofbeldi Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum varð manni að bana og særði tvo í skothríð á laugardag. Hundruð manna komu saman á sunnudaginn til þess að mótmæla þessum verknaði lögreglunnar og kröfðust sumir þess að lögreglustjóri borgarinnar segði af sér. Erlent 27.11.2006 21:56 Fimm myrtir í veiðiferð Fimm ungir veiðimenn, sem allir voru í sömu fjölskyldu, fundust myrtir í miðhluta Grikklands á laugardag. Mennirnir, sem voru á aldrinum 17 til 33 ára, voru saman í veiðiferð þegar harmleikurinn varð. Tveir þeirra voru bræður en hinir þrír voru frændur bræðranna. Erlent 27.11.2006 21:56 Ehud Olmert hvetur til friðar Forsætisráðherra Ísraels lýsti því yfir í gær að Palestínumenn gætu myndað sjálfstætt ríki, komi þeir að samningaborðinu með Ísrael. Palestínumenn segja að um innantóm loforð sé að ræða. Erlent 27.11.2006 21:56 90 handteknir vegna mótmæla Lögreglan í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar handtók 90 mótmælendur á unglingsaldri við samkomuhús trúfélagsins Faderhuset á sunnudag. Vildu ungmennin mótmæla fyrirhuguðum flutningi æskulýðsstarfs trúfélagsins í byggingu sem nú hýsir Ungdomshuset, samkomustað ungs fólks á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Erlent 27.11.2006 21:56 Öll rafmagnstæki sprungu Íbúar þorpsins Tsarev Brod í Búlgaríu lentu í þeirri óþægilegu lífsreynslu um daginn að öll rafmagnstæki þeirra sprungu. Örbylgjuofnar, brauðristar, útvörp og sjónvörp sprungu öll í einu og skelkaðir íbúar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Erlent 27.11.2006 23:35 « ‹ 213 214 215 216 217 218 219 220 221 … 334 ›
"Í guðanna bænum Patrick" Hann er líklega heimskasti eða óheppnasti þjófur á Írlandi, nema hvorttveggja sé. Í eitt skiptið flutti lögreglan hann á sjúkrahús eftir að hann rændi veðbanka, og hljóp fyrir vörubíl, á flóttanum. Erlent 28.11.2006 16:31
Abbas gefst upp á stjórnarmyndun með Hamas Forseti Palestínu hefur tilkynnt konungi Jórdaníu að viðræðurnar við Hamas, um þjóðstjórn, hafi farið út um þúfur og hann munu nú leita annarra leiða til að mynda ríkisstjórn. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum palestinskum embættismanni. Erlent 28.11.2006 16:03
Evrópa laug um fangaflutninga og leynifangelsi Evrópuríki lugu og reyndu að hindra rannsókn á leynifangelsum CIA fyrir meinta hryðjuverkamenn, að því er segir í frumskýrslu rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um málið. Bæði ríkisstjórnir og nafngreindir, hátt settir embættismenn, fá harða gagnrýni í skýrslunni. Erlent 28.11.2006 15:56
Hvítglóandi af reiði yfir brottför útvarpsstjóra Útvarpsstjóri BBC, Michael Grade, hefur flutt sig yfir til hinnar einkareknu sjónvarpsstöðvar ITV, sem er sagt mikið áfall fyrir BBC og fjöður í hatt keppinautarins. Erlent 28.11.2006 15:15
NATO-ríki vilja ekki láta hermenn sína berjast Nokkur evrópsk aðildarríki NATO hafa verið gagnrýnd fyrir að halda hermönnum sínum fjarri öllum bardögum í Afganistan. Breskir, kanadiskir og hollenskir hermenn hafa borið hitann og þungann af bardögum undanfarin misseri. Erlent 28.11.2006 14:48
Gæsluvarðhald enn framlengt í Danmörku Gæsluvarðhald yfir fimm múslimum, sem voru handteknir í Danmörku í september síðastliðnum, hefur verið framlengt til nítjánda desember. Mennirnir eru sakaðir um að hafa safnað að sér sprengiefni til þess að vinna hryðjuverk í Danmörku. Erlent 28.11.2006 14:08
Franskir hermenn berjast í Mið-Afríku Lýðveldinu Franskar hersveitir hafa aðstoðað stjórnarher Mið-Afríku Lýðveldisins við að endurheimta borgina Birao úr höndum skæruliða sem hertóku hana um síðustu mánaðamót. Stjórnarherinn er þegar búinn að ná flugvelli borgarinnar á sitt vald. Erlent 28.11.2006 13:55
Segjast til í viðræður Norður-Kóreumenn segjast nú reiðubúnir til viðræðna um kjarnorkumál sökum þess að staða þeirra hefur vænkast verulega með tilraunasprengingum þeirra. Erlent 28.11.2006 13:47
Páfi kominn til Tyrklands Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Tyrklands hófst í morgun en búist er við háværum mótmælum vegna hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem Benedikt heimsækir ríki sem er að mestu byggt múslimum frá því að hann tók við páfadómi. Erlent 28.11.2006 12:14
Ekki hærri skatta, hikk Tékkland hefur neitað að fallast á áætlun Evrópusambandsins um að hækka skatta á uppáhaldsdrykk landsmanna, bjórnum. Til þess að leggja áherslu á málstaðinn mættu fulltrúar Tékklands með tvo bjórkúta á fundinn þar sem þeir tilkynntu að þeir myndu beita neitunarvaldi. Erlent 28.11.2006 11:25
Í gæsluvarðhaldi vegna morðs á njósnara Ítalinn Mario Scaramella, sem hitti rússneska njósnarann Alexander Litvinenko, daginn sem hann veiktist af geislaeitrun, er kominn til Lundúna og er undir vernd bresku lögreglunnar. Hann mun undirgangast rannsóknir til þess að kanna hvort hann hafi einnig orðið fyrir eitrun. Erlent 28.11.2006 11:10
Hvetur reiða þjóðina til þess að taka vel á móti páfa Forsætisráðherra Tyrklands hefur hvatt þjóðina til þess að taka vel á móti Benedikt páfa sem kemur í opinbera heimsókn til landsins í dag. Margir Tyrkir eru páfa reiðir fyrir ummæli sem þeir túlka á þann veg að hann telji islam vera órökrétt og ofbeldisfulla trú. Erlent 28.11.2006 10:37
Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma. Viðskipti erlent 28.11.2006 10:37
Styður lögreglustjórann þrátt fyrir ólgu Borgarstjórinn í New York lýsti í gær yfir stuðningi við lögreglustjóra borgarinnar. Háværar kröfur hafa verið uppi um að lögreglustjórinn láti af embætti, eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana, fyrir utan næturklúbb í borginni um helgina. Erlent 28.11.2006 09:39
NATO má ekki missa móðinn Framkvæmdastjóri NATO segir að bandalaginu muni takast ætlunarverk sitt í Afganistan, og hvetur aðildarþjóðirnar til þess að missa ekki móðinn, þrátt fyrir aukin umsvif Talibana undanfarin misseri. Erlent 28.11.2006 10:17
Bush á leið á NATO-fund George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Tallin höfuðborgar Eistlands í gær. Bush stoppar þar stutt því í dag heldur hann á tveggja daga fund Atlantshafsbandalagsins, sem haldin verður í Riga í Lettlandi. Erlent 28.11.2006 09:47
Ford í fjárhagskröggum Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.11.2006 09:45
Al-Kæda reynir að sundra Írökum Bandaríkjaforseti segir að átök sjía og súnní múslima í Írak, séu ekki borgarastríð, heldur liður í áætlunum al-Kæda um að nota ofbeldi til þess að egna fólk til átaka. Erlent 28.11.2006 09:43
Auðvelda vegabréfaáritun til BNA George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera íbúum Mið-Evrópu auðveldara að ferðast til Bandaríkjanna. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin hefur sífellt verið að setja nýjar reglur um vegabréf, sem svo hefur verið frestað, þannig að fólk á orðið erfitt með að átta sig á hvort vegabréf þess dugi til að komast inn í landið. Erlent 28.11.2006 09:27
Guiliani vinsæll Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgargarstjóri New York borgar og repúblikani, er vinsælasti stjórnmálamaðurinn meðal Bandaríkjamanna. Giuliani vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001. Erlent 28.11.2006 08:44
Vill hjálpa fátækum og draga úr áhrifum Bandaríkjanna Rafael Correa, 43 ára vinstrisinnaður hagfræðingur, sigraði með glæsibrag í forsetakosningunum í Ekvador á sunnudaginn. Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn í gær hafði Correa fengið tvisvar sinnum fleiri atkvæði en andstæðingur hans, auðjöfurinn Alvaro Noboa. Erlent 27.11.2006 21:56
Sakaður um miðlun vændis og ofbeldi Harri Jaskari, framkvæmdastjóri Hægriflokksins í Finnlandi, getur átt margra ára fangelsisdóm yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um að hafa miðlað vændi, haft í hótunum og beitt konur ofbeldi meðan hann var framkvæmdastjóri flokksins, að sögn finnlandssænska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Erlent 27.11.2006 21:56
Síminn var fullur af klámi Kristinu Birkeland frá Björgvin í Noregi brá heldur betur í brún þegar hún komst að því að nýi farsíminn hennar var stútfullur af klámmyndum. Erlent 27.11.2006 21:56
Hætta á þrem borgarastríðum Abdullah II Jórdaníukonungur sagði um helgina hættu á því að borgarastyrjaldir brjótist út í þremur ríkjum Mið-Austurlanda á næsta ári, og nefnir þar Írak, Líbanon og Palestínu. Erlent 27.11.2006 21:56
Töldu sig hafa ekið yfir dýr Danska lögreglan hefur haft afskipti af minnst tólf bílstjórum, sem um síðustu helgi óku yfir lík manns sem látist hafði í bílslysi á þjóðveginum skammt fyrir utan Sønderborg á Jótlandi. Frá þessu var greint í danska blaðinu Politiken. Erlent 27.11.2006 21:56
Hundruð mótmæltu lögregluofbeldi Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum varð manni að bana og særði tvo í skothríð á laugardag. Hundruð manna komu saman á sunnudaginn til þess að mótmæla þessum verknaði lögreglunnar og kröfðust sumir þess að lögreglustjóri borgarinnar segði af sér. Erlent 27.11.2006 21:56
Fimm myrtir í veiðiferð Fimm ungir veiðimenn, sem allir voru í sömu fjölskyldu, fundust myrtir í miðhluta Grikklands á laugardag. Mennirnir, sem voru á aldrinum 17 til 33 ára, voru saman í veiðiferð þegar harmleikurinn varð. Tveir þeirra voru bræður en hinir þrír voru frændur bræðranna. Erlent 27.11.2006 21:56
Ehud Olmert hvetur til friðar Forsætisráðherra Ísraels lýsti því yfir í gær að Palestínumenn gætu myndað sjálfstætt ríki, komi þeir að samningaborðinu með Ísrael. Palestínumenn segja að um innantóm loforð sé að ræða. Erlent 27.11.2006 21:56
90 handteknir vegna mótmæla Lögreglan í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar handtók 90 mótmælendur á unglingsaldri við samkomuhús trúfélagsins Faderhuset á sunnudag. Vildu ungmennin mótmæla fyrirhuguðum flutningi æskulýðsstarfs trúfélagsins í byggingu sem nú hýsir Ungdomshuset, samkomustað ungs fólks á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Erlent 27.11.2006 21:56
Öll rafmagnstæki sprungu Íbúar þorpsins Tsarev Brod í Búlgaríu lentu í þeirri óþægilegu lífsreynslu um daginn að öll rafmagnstæki þeirra sprungu. Örbylgjuofnar, brauðristar, útvörp og sjónvörp sprungu öll í einu og skelkaðir íbúar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Erlent 27.11.2006 23:35