Erlent ISS kaupir þýskt þjónustufyrirtæki Danska þjónustufyrirtækið ISS hefur keypt þýska fyrirtækið Debeos af þýsku bílaframleiðendunum DaimlerChrysler. Kaupverð er ekki gefið upp en danska dagblaðið Börsen segir þetta með stærstu fyrirtækjakaupum ISS, sem hyggur á frekari útrás í Þýskalandi í kjölfarið. Viðskipti erlent 15.11.2006 11:14 Fullyrðir að ráðist verði á Íran Sendiherra Ísraels, í Bandaríkjunum, segir að George Bush, forseti, muni ekki hika við að beita hervaldi ef ekkert annað dugi til þess að fá Írana ofan af því að smíða kjarnorkusprengjur. Erlent 15.11.2006 11:28 Atvinnuleysi ekki hærra í sjö ár Atvinnulausum fjölgaði um 0,1 prósent í Bretlandi á þriðja fjórðungi ársins og jafngildir það 5,6 prósenta atvinnuleysi. Það er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ar, samkvæmt hagstofu Bretlands. Viðskipti erlent 15.11.2006 10:14 Japanski hvalveiðiflotinn lætur úr höfn Sex japönsk hvalveiðiskip lögðu úr höfn, í dag, ásamt 8000 tonna verksmiðjuskipi. Flotinn stefnir á Norður íshafið þar sem veiða á 860 hvali. Þar af eru 850 hrefnur og 10 langreyðar. Fjögur skip hvalfriðunnarsinna elta japönsku skipin. Erlent 15.11.2006 10:21 Jacques Chirac íhugar framboð í þriðja skipti Eiginkona Jacques Chiracs, forseta Frakklands, segir að hann sé enn að íhuga hvort hann eigi að bjóða sig fram í þriðja skipti í kosningunum sem haldnar verða í apríl á næsta ári. Bernadette Chirac, segir í blaðaviðtali að hann muni taka ákvörðun sína í byrjun næsta árs. Erlent 15.11.2006 10:10 Elta engar tískubylgjur í fjárfestingum Eignastýringarfyrirtækið Vanguard er það annað stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum með yfir 950 milljarða dollara í stýringu. Forstjóri bankans, John J. Brennan, var staddur hér á landi. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32 Toyota stefnir á stærri hlutdeild Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem er næststærsti bílaframleiðandi í heimi, ætlar að spýta í lófana á næstu árum. Markmiðið er að reisa meðal annars verksmiðjur í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Kína og ná fimmtán prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á næstu fjórum árum. Viðskipti erlent 14.11.2006 17:33 Þýska kauphöllin hætt að horfa til Euronext Stjórn þýsku kauphallarinnar í Frankfurt, Deutsche Börse, hefur fallið frá frekari yfirtökutilraunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum bauð 10 milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 692 milljarða íslenskra króna í Euronext í maí og er stefnt að sameiningu kauphallanna. Þýska kauphöll hefur þrátt fyrir það horft til þess að hafa betur í kapphlaupinu um markaðinn. Viðskipti erlent 15.11.2006 09:25 Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Viðskipti erlent 14.11.2006 17:32 PS3 næstum uppseld í Japan Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Leikjavísir 14.11.2006 17:32 Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið Íraksnefndin hefur síðustu daga átt fundi með George W. Bush Bandríkjaforseta, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri ráðamönnum. Bush segist hlakka til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“ frá Íraksnefndinni. Erlent 14.11.2006 21:46 Vill byrja á Ísrael og Palestínu „Stór hluti af lausninni á Íraksvandanum liggur ekki innan landamæra Íraks heldur utan þeirra,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu um utanríkismál sem hann flutti á mánudagskvöld. Erlent 14.11.2006 21:46 Fimmtíu á valdi mannræningja Byssumenn, sem voru klæddir eins og lögreglumenn, rændu um fimmtíu starfsmönnum og gestum af einni skrifstofu menntamálaráðuneytis Íraks í Bagdad í gær. Erlent 14.11.2006 21:46 Á yfir höfði sér fimm ára dóm Germar Rudolf, rúmlega fertugur Þjóðverji, hefur verið framseldur frá Bandaríkjunum til Þýskalands þar sem hann hefur verið dreginn fyrir dóm, ákærður fyrir að afneita helförinni. Erlent 14.11.2006 21:46 Tuttugu ára dómur vegna morðs Rudolp Holton var á mánudag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Tampa á Flórída fyrir að kyrkja eiginkonu sína. Erlent 14.11.2006 21:46 Samkynhneigðir mega giftast Suður-Afríka er fyrsta ríkið í Afríku sem lögleiðir borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Þær Bathini Damuza og Lindiwe Radebe, sem hafa verið trúlofaðar í eitt ár, ætla sér að verða fyrsta samkynhneigða parið sem nýtir sér þessa heimild. Erlent 14.11.2006 21:46 Afsögn enn eins ráðherrans Yaacoub Sarraf, umhverfisráðherra í ríkisstjórn Líbanons, sagði sig úr stjórninni á mánudaginn. Sarraf er kristinnar trúar en á laugardaginn sögðu fimm sjía-múslímar sig úr stjórninni vegna þess að þeir vilja að mynduð verði ný þjóðstjórn þar sem sjíar fengju meira vægi. Erlent 14.11.2006 21:46 Ekki hægt að útiloka fyrirbyggjandi árásir Bandaríkin eða aðrar þjóðir verða að íhuga möguleikann á fyrirbyggjandi árás ef Íran eða Norður-Kórea halda áfram að sækjast eftir kjarnorkuvopnum. Þessu skýrði háttsettur embættismaður innan bandarísku stjórnarinnar frá í kvöld. Erlent 14.11.2006 23:35 Neyðarástand í ríkinu Tsjad í Afríku Ríkisstjórnin í Tsjad ákvað í dag að banna óskráð skotvopn í landinu til þess að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi milli þjóðarbrota í landinu. Lýsti hún yfir neyðarástandi á miðnætti á mánudaginn vegna árása uppreisnarmanna á þorp í austurhluta landsins. Talið er líklegt að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á staðinn ef ástandið heldur áfram að versna. Erlent 14.11.2006 23:03 Búið að frelsa flesta gísla í Írak Búið að frelsa flesta gísla sem var rænt í mannráni í Bagdad í dag. Gíslarnir voru frelsaðir í aðgerðum víðsvegar um Bagdad, í kringum miðnætti að staðartíma, samkvæmt tilkynningu frá talsmanni írösku stjórnarinnar. Erlent 14.11.2006 22:43 Íslendingur dregst inn í hneykslismál í Las Vegas Vestur-Íslendingurinn Sig Rogich, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1992 og 1993, hefur dregist inn í hneykslismál sem skekur stjórnmálalíf í Las Vegas. Nýkjörinn ríkisstjóri Nevada er sakaður um að hafa ráðist á gengilbeinu fyrir utan veitingastað í borginni og síðan hafi hann og Rogich reynt að hylma yfir málið. Erlent 14.11.2006 20:22 Bolur til loftgítarspils Ástralskur vísindamaður hefur búið til þarfaþing fyrir þá sem hafa gaman af því að leika á loftgítar. Um er að ræða bol sem þarf að smeygja sér í áður en framkallaðir eru fagrir tónar. Erlent 14.11.2006 18:26 Tilbúinn til viðræðna gegn breyttri stefnu Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagðist í dag tilbúinn til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran ef bandarísk stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart Íran. Hann sagði Bandaríkjamenn fara gegn Írönum með yfirgangi. Skýringar á stefnu Íransstjórnar væri að vænta. Erlent 14.11.2006 18:20 Öryggi á frönskum flugvöllum ábótavant Stéttarfélag flugvallarstarfsmanna í París sýndi í dag sviðsettar myndir af manni smygla leirklumpi um borð í flugvél. Myndin á að sýna fram á hversu einfalt sé fyrir hryðjuverkamenn að koma plastsprengiefnum um borð í flugvélar. Myndin var tekin um nótt á Charles de Gaulle flugvellinum. Erlent 14.11.2006 19:10 Heimilislausum fjölgar í Lundúnum Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári. Erlent 14.11.2006 18:18 Annar frambjóðenda hafnar kosningatölum í Kongó Jean-Pierre Bemba, forsetaframbjóðandi í Kongó, hefur hafnað úrslitum úr lokaumferð forsetakosninganna þar í landi sem gefa í skyn að Joseph Kabila, núverandi forseti landsins hafi unnið hana. Öruggt er talið að spenna í höfuðborg Kongó, Kinshasa, eigi eftir að aukast í kjölfarið en 4 létust í byssubardögum á milli stuðningsmanna forseta frambjóðendanna á laugardaginn var. Erlent 14.11.2006 18:55 5 lögreglumenn handteknir vegna mannrána Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Erlent 14.11.2006 18:11 Skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar staðfestir að Íranir séu að auðga úran Sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hafa uppgötvað plútóníum sem er ekki hægt að gera grein fyrir og leifar af auðguðu úrani. Úranleifarnar sem fundust voru af hárri gráðu en þó ekki nógu hárri til þess að hægt hafi verið að nota það í kjarnorkusprengjur. Erlent 14.11.2006 18:03 Fimm háttsettir lögreglumenn handteknir vegna mannránanna í Írak Fimm háttsettir lögreglumenn hafa verið handteknir í tengslum við mannránið sem var framið í Írak í dag. Rúmlega 100 karlmönnum var þá rænt við rannsóknardeild íraska menntamálaráðuneytisins en ekki er vitað hver nákvæmur fjöldi þeirra er. Þremur hefur verið sleppt nú þegar og samkvæmt nýjustu fréttum gæti tólf hafa verið sleppt í viðbót. Erlent 14.11.2006 17:48 S-Afríka leyfir hjónabönd samkynhneigðra Erlent 14.11.2006 16:48 « ‹ 226 227 228 229 230 231 232 233 234 … 334 ›
ISS kaupir þýskt þjónustufyrirtæki Danska þjónustufyrirtækið ISS hefur keypt þýska fyrirtækið Debeos af þýsku bílaframleiðendunum DaimlerChrysler. Kaupverð er ekki gefið upp en danska dagblaðið Börsen segir þetta með stærstu fyrirtækjakaupum ISS, sem hyggur á frekari útrás í Þýskalandi í kjölfarið. Viðskipti erlent 15.11.2006 11:14
Fullyrðir að ráðist verði á Íran Sendiherra Ísraels, í Bandaríkjunum, segir að George Bush, forseti, muni ekki hika við að beita hervaldi ef ekkert annað dugi til þess að fá Írana ofan af því að smíða kjarnorkusprengjur. Erlent 15.11.2006 11:28
Atvinnuleysi ekki hærra í sjö ár Atvinnulausum fjölgaði um 0,1 prósent í Bretlandi á þriðja fjórðungi ársins og jafngildir það 5,6 prósenta atvinnuleysi. Það er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ar, samkvæmt hagstofu Bretlands. Viðskipti erlent 15.11.2006 10:14
Japanski hvalveiðiflotinn lætur úr höfn Sex japönsk hvalveiðiskip lögðu úr höfn, í dag, ásamt 8000 tonna verksmiðjuskipi. Flotinn stefnir á Norður íshafið þar sem veiða á 860 hvali. Þar af eru 850 hrefnur og 10 langreyðar. Fjögur skip hvalfriðunnarsinna elta japönsku skipin. Erlent 15.11.2006 10:21
Jacques Chirac íhugar framboð í þriðja skipti Eiginkona Jacques Chiracs, forseta Frakklands, segir að hann sé enn að íhuga hvort hann eigi að bjóða sig fram í þriðja skipti í kosningunum sem haldnar verða í apríl á næsta ári. Bernadette Chirac, segir í blaðaviðtali að hann muni taka ákvörðun sína í byrjun næsta árs. Erlent 15.11.2006 10:10
Elta engar tískubylgjur í fjárfestingum Eignastýringarfyrirtækið Vanguard er það annað stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum með yfir 950 milljarða dollara í stýringu. Forstjóri bankans, John J. Brennan, var staddur hér á landi. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32
Toyota stefnir á stærri hlutdeild Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem er næststærsti bílaframleiðandi í heimi, ætlar að spýta í lófana á næstu árum. Markmiðið er að reisa meðal annars verksmiðjur í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Kína og ná fimmtán prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á næstu fjórum árum. Viðskipti erlent 14.11.2006 17:33
Þýska kauphöllin hætt að horfa til Euronext Stjórn þýsku kauphallarinnar í Frankfurt, Deutsche Börse, hefur fallið frá frekari yfirtökutilraunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum bauð 10 milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 692 milljarða íslenskra króna í Euronext í maí og er stefnt að sameiningu kauphallanna. Þýska kauphöll hefur þrátt fyrir það horft til þess að hafa betur í kapphlaupinu um markaðinn. Viðskipti erlent 15.11.2006 09:25
Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Viðskipti erlent 14.11.2006 17:32
PS3 næstum uppseld í Japan Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Leikjavísir 14.11.2006 17:32
Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið Íraksnefndin hefur síðustu daga átt fundi með George W. Bush Bandríkjaforseta, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri ráðamönnum. Bush segist hlakka til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“ frá Íraksnefndinni. Erlent 14.11.2006 21:46
Vill byrja á Ísrael og Palestínu „Stór hluti af lausninni á Íraksvandanum liggur ekki innan landamæra Íraks heldur utan þeirra,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu um utanríkismál sem hann flutti á mánudagskvöld. Erlent 14.11.2006 21:46
Fimmtíu á valdi mannræningja Byssumenn, sem voru klæddir eins og lögreglumenn, rændu um fimmtíu starfsmönnum og gestum af einni skrifstofu menntamálaráðuneytis Íraks í Bagdad í gær. Erlent 14.11.2006 21:46
Á yfir höfði sér fimm ára dóm Germar Rudolf, rúmlega fertugur Þjóðverji, hefur verið framseldur frá Bandaríkjunum til Þýskalands þar sem hann hefur verið dreginn fyrir dóm, ákærður fyrir að afneita helförinni. Erlent 14.11.2006 21:46
Tuttugu ára dómur vegna morðs Rudolp Holton var á mánudag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Tampa á Flórída fyrir að kyrkja eiginkonu sína. Erlent 14.11.2006 21:46
Samkynhneigðir mega giftast Suður-Afríka er fyrsta ríkið í Afríku sem lögleiðir borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Þær Bathini Damuza og Lindiwe Radebe, sem hafa verið trúlofaðar í eitt ár, ætla sér að verða fyrsta samkynhneigða parið sem nýtir sér þessa heimild. Erlent 14.11.2006 21:46
Afsögn enn eins ráðherrans Yaacoub Sarraf, umhverfisráðherra í ríkisstjórn Líbanons, sagði sig úr stjórninni á mánudaginn. Sarraf er kristinnar trúar en á laugardaginn sögðu fimm sjía-múslímar sig úr stjórninni vegna þess að þeir vilja að mynduð verði ný þjóðstjórn þar sem sjíar fengju meira vægi. Erlent 14.11.2006 21:46
Ekki hægt að útiloka fyrirbyggjandi árásir Bandaríkin eða aðrar þjóðir verða að íhuga möguleikann á fyrirbyggjandi árás ef Íran eða Norður-Kórea halda áfram að sækjast eftir kjarnorkuvopnum. Þessu skýrði háttsettur embættismaður innan bandarísku stjórnarinnar frá í kvöld. Erlent 14.11.2006 23:35
Neyðarástand í ríkinu Tsjad í Afríku Ríkisstjórnin í Tsjad ákvað í dag að banna óskráð skotvopn í landinu til þess að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi milli þjóðarbrota í landinu. Lýsti hún yfir neyðarástandi á miðnætti á mánudaginn vegna árása uppreisnarmanna á þorp í austurhluta landsins. Talið er líklegt að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á staðinn ef ástandið heldur áfram að versna. Erlent 14.11.2006 23:03
Búið að frelsa flesta gísla í Írak Búið að frelsa flesta gísla sem var rænt í mannráni í Bagdad í dag. Gíslarnir voru frelsaðir í aðgerðum víðsvegar um Bagdad, í kringum miðnætti að staðartíma, samkvæmt tilkynningu frá talsmanni írösku stjórnarinnar. Erlent 14.11.2006 22:43
Íslendingur dregst inn í hneykslismál í Las Vegas Vestur-Íslendingurinn Sig Rogich, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1992 og 1993, hefur dregist inn í hneykslismál sem skekur stjórnmálalíf í Las Vegas. Nýkjörinn ríkisstjóri Nevada er sakaður um að hafa ráðist á gengilbeinu fyrir utan veitingastað í borginni og síðan hafi hann og Rogich reynt að hylma yfir málið. Erlent 14.11.2006 20:22
Bolur til loftgítarspils Ástralskur vísindamaður hefur búið til þarfaþing fyrir þá sem hafa gaman af því að leika á loftgítar. Um er að ræða bol sem þarf að smeygja sér í áður en framkallaðir eru fagrir tónar. Erlent 14.11.2006 18:26
Tilbúinn til viðræðna gegn breyttri stefnu Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagðist í dag tilbúinn til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran ef bandarísk stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart Íran. Hann sagði Bandaríkjamenn fara gegn Írönum með yfirgangi. Skýringar á stefnu Íransstjórnar væri að vænta. Erlent 14.11.2006 18:20
Öryggi á frönskum flugvöllum ábótavant Stéttarfélag flugvallarstarfsmanna í París sýndi í dag sviðsettar myndir af manni smygla leirklumpi um borð í flugvél. Myndin á að sýna fram á hversu einfalt sé fyrir hryðjuverkamenn að koma plastsprengiefnum um borð í flugvélar. Myndin var tekin um nótt á Charles de Gaulle flugvellinum. Erlent 14.11.2006 19:10
Heimilislausum fjölgar í Lundúnum Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári. Erlent 14.11.2006 18:18
Annar frambjóðenda hafnar kosningatölum í Kongó Jean-Pierre Bemba, forsetaframbjóðandi í Kongó, hefur hafnað úrslitum úr lokaumferð forsetakosninganna þar í landi sem gefa í skyn að Joseph Kabila, núverandi forseti landsins hafi unnið hana. Öruggt er talið að spenna í höfuðborg Kongó, Kinshasa, eigi eftir að aukast í kjölfarið en 4 létust í byssubardögum á milli stuðningsmanna forseta frambjóðendanna á laugardaginn var. Erlent 14.11.2006 18:55
5 lögreglumenn handteknir vegna mannrána Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Erlent 14.11.2006 18:11
Skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar staðfestir að Íranir séu að auðga úran Sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hafa uppgötvað plútóníum sem er ekki hægt að gera grein fyrir og leifar af auðguðu úrani. Úranleifarnar sem fundust voru af hárri gráðu en þó ekki nógu hárri til þess að hægt hafi verið að nota það í kjarnorkusprengjur. Erlent 14.11.2006 18:03
Fimm háttsettir lögreglumenn handteknir vegna mannránanna í Írak Fimm háttsettir lögreglumenn hafa verið handteknir í tengslum við mannránið sem var framið í Írak í dag. Rúmlega 100 karlmönnum var þá rænt við rannsóknardeild íraska menntamálaráðuneytisins en ekki er vitað hver nákvæmur fjöldi þeirra er. Þremur hefur verið sleppt nú þegar og samkvæmt nýjustu fréttum gæti tólf hafa verið sleppt í viðbót. Erlent 14.11.2006 17:48