Erlent

Fréttamynd

Applerisinn féll á Wall Street

Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Bank of America dregst saman

Hagnaður bandaríska bankans Bank of America nam 268 milljónum dala, jafnvirði rúmum 17,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,26 milljörðum dala á sama tíma í hitteðfyrra. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óvænt vaxtalækkun í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt í dag um heila 75 punkta. Ekki vart gert ráð fyrir viðlíka aðgerðum til að sporna gegn frekara falli á fjármálamörkuðum fyrr en á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans í næstu viku. Vextir vestanhafs fara við þetta úr 4,25 í 3,5 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fall við upphaf viðskiptadags í Japan

Hlutabréf tóku dýfu við upphaf viðskiptadagsins í kauphöllinni í Tókýó í Japan í morgun, um eittleytið að íslenskum tíma í nótt, en fjárfestar í Asíu óttast mjög áhrif af hugsanlegum samdrætti í Bandaríkjunum. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um rúm 4,5 prósent við upphaf dags en jafnaði sig nokkuð eftir því sem á leið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum

Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hillary aftur á sigurbraut

Hillary Clinton virðist vera komin aftur á sigurbrautina eftir að hafa lent í þriðja sæti í forkosningum demókrata í Iowa í byrjun mánaðarins. Hún sigraði í New Hampshire í þar síðustu viku og svo aftur í Nevada í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tennur dregnar úr Al Kæda -en ekki nógu margar

Bandaríska herstjórnin í Írak hefur gert upp baráttuna við Al Kæda á síðasta ári. Bandaríkjamenn líta á hryðjuverkasamtökin sem mestu ógn við frið í Írak. Hér á eftir eru helstu punktar úr bandarísku skýrslunni.

Erlent
Fréttamynd

Við munum beita kjarnorkuvopnum

Yfirmaður rússneska herráðsins segir að Rússar geri fyrirbyggjandi árás með kjarnorkuvopnum, ef veruleg ógn steðji að föðurlandinu.

Erlent
Fréttamynd

Rændi hann Madeleine?

Foreldrar Madeleine McCann hafa sent frá sér teikningu af manni sem gæti verið viðriðnn hvarf telpunnar.

Erlent
Fréttamynd

Landstjórn Færeyja hélt velli

Þjóðveldisflokkurinn sigraði í þingkosningunum í Færeyjum í gær en flokkurinn fékk rúmlega 23 prósent fylgi og átta þingsæti.

Erlent
Fréttamynd

Úps

Kanadiska utanríkisráðuneytið ætlar að breyta handbók fyrir diplomata sína, þar sem Bandaríkin og Ísrael eru talin meðal ríkja þar sem hætta sé á að fangar séu pyntaðir.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðar friðargöngur

Stjórnarandstaðan í Kenya hefur boðað nýjar mótmælaaðgerðir í næstu viku. Nýlokið er þriggja daga mótmælafundum þar sem 23 létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Egyptar sárlega móðgaðir

Egyptar hafa aflýst fundi með hátt settum embættismönnum Evrópusambandsins, eftir að Evrópuþingið gagnrýndi mannréttindamál í landinu. Egypska utanríkisráðuneytið tilkynnti um þetta í

Erlent
Fréttamynd

Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn

Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þrátt fyrir hækkun á asískum mörkuðum. Útlitið var hins vegar ekki bjart framanaf í Japan en Nikkei-vísitalan féll um tæp þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins og virtust asískir markaðir almennt á niðurleið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tap Merrill Lynch meira en spáð var

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði tapi upp á 9,83 milljarða dala, jafnvirði 642 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 2,35 milljarða dala hagnað árið á undan. Langmestu munar um 15 milljarða dala afskriftir á skuldabréfavöndlum og verðbréfum sem tengjast bandarískum undirmálslánum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri yfir Carnegie

Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góð jól hjá HMV

Breska bóka- og tónlistarverslunin HMV átti góð jól, að sögn stjórnenda hennar en salan jókst um 9,4 prósent á milli ára í desember. Þetta er nokkuð annað hljóð en hjá öðrum verslunum í Bretlandi en í heildina talið dróst velta saman á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ég má láta hengja hann -nei ég

Það er svo mikill losarabragur og ósætti í ríkisstjórn Íraks að þar er jafnvel ekki hægt að hengja menn sem búið er að dæma til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Milljarða sekt fyrir skipstapa

Franski olíurisinn Total SA var í dag dæmdur til þess að greiða háa sekt og enn hærri bætur vegna olíuflutningaskipsins Eriku sem brotnaði og tvennt og sökk árið 1999.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga eykst í Bandaríkjunum

Verðbólga jókst talvert í Bandaríkjunum í fyrra samanborið við 2006. Hún mældist 4,1 prósent en var 2,5 prósent í hitteðfyrra og hefur ekki hækkað jafn snarlega á milli ára síðan árið 1990. Mestu munar um verðhækkanir á matvöru og raforku.

Viðskipti erlent