Erlent

Fréttamynd

Arfleifð Arafats skapar svigrúm

Forystumenn East-West Institute telja að Bandaríkin þurfi og muni treysta á bandamenn sína í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna. Þá segja þeir að arfleifð Arafats komi í veg fyrir að valdabarátta leiði til átaka í Palestínu muni skapa eftirmanni hans svigrúm til athafna.</font /></b />

Erlent
Fréttamynd

4 drepnir á græna svæðinu

Fjórir starfsmenn bresks öryggisfyrirtækis í Baghdad voru drepnir í árás skæruliða á hið svokallaða græna svæði í gærkvöldi. Þá eru 15 slasaðir eftir árásina. Það færist í vöxt að gerðar séu árásir á græna svæðið, þar sem sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands hafa aðsetur, sem og bráðabirgðastjórn Íraka.

Erlent
Fréttamynd

Snákatemjarar hóta stjórnvöldum

Indverskir snákatemjarar hóta að sleppa baneitruðum snákum í þinghúsi indverska fylkisins Orissa ef yfirvöld þar halda fast í bann við snákasýningum á gangstéttum.

Erlent
Fréttamynd

Semja um friðsamlega lausn

Mennirnir sem takast enn á um völdin í Úkraínu, tæpri viku eftir seinni umferð forsetakosninganna, samþykktu í gær að semja um friðsamlega lausn deilunnar sem hefur valdið uppnámi í Úkraínu. Viktor Janukovitsj forsætisráðherra og Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hittust í gærkvöldi á fundi með Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Stakk átta nemendur til bana

Maður stakk átta nemendur til bana í heimavist framhaldsskóla í Ruzhou-borg í Henan-héraði í miðhluta Kína. Maðurinn fór inn í heimavist pilta um miðnætti í fyrrinótt og réðist á nokkra piltanna með hníf. Fjórir særðust til viðbótar þeim sem létust, þeirra á meðal tveir lífshættulega.

Erlent
Fréttamynd

11 látnir eftir jarðskjálfta

Að minnsta kosti 11 létust og 65 eru slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti skók Indónesíu í morgun. Byggingar hrundu til grunna og eldur kviknaði í skjálftanum, sem mældist 6,4 á richter.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að fresta kosningum

Íraska kosningastjórnin tekur afstöðu til þess í dag hvort fresta eigi kosningum í landinu. Til stendur að halda kosningar fyrir 30 janúar næst komandi en tíu stjórnmálaflokkar hvöttu í gær til þess að kosningunum yrði frestað um hálft ár.

Erlent
Fréttamynd

40 á sjúkrahús eftir rútuslys

A.m.k 40 manns voru fluttir á sjúkrahús í Bretlandi í dag eftir að rúta lenti í árekstri á þjóðveginum milli Southampton og Oxford. Að minnsta kosti fjórir farþegar rútunnar meiddust á hrygg og bílstjórar beggja ökutækja slösuðust einnig.

Erlent
Fréttamynd

Nærri orðið stórslys

Litlu munaði að stórslys yrði á Gardermoen-flugvelli í Osló á mánudaginn, þegar aðeins munaði nokkrum sekúndum að tvær farþegaþotur SAS-flugfélagsins rækjust saman. Talið er að snarræði flugmanna hafi komið í veg fyrir slysið.

Erlent
Fréttamynd

Skiptinemum fækkar vestanhafs

Erlendum skiptinemum í Bandaríkjunum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Þeir voru nær 28 þúsund síðasta vetur, meira en helmingi færri en þeir voru veturinn 1993 til 1994 þegar þeir voru 62 þúsund talsins.

Erlent
Fréttamynd

Enn boðað til neyðarfundar

Þingið í Úkraínu hefur boðað til neyðarfundar til að fjalla um ástandið í landinu vegna forsetakosninganna. Forseti Póllands og yfirmaður utanríkismála Evrópusambandsins eru komnir til Kænugarðs til að reyna að miðla málum.

Erlent
Fréttamynd

Vinstriflokkurinn tapar enn

Vinstriflokkurinn sænski heldur áfram að tapa fylgi og mælist nú með lægsta fylgi sitt í áratug í skoðanakönnun sem Dagens Nyheter birti. Flokkurinn mælist með 6,5 prósenta fylgi.

Erlent
Fréttamynd

90 handteknir

90 manns hafa verið handteknir á Spáni vegna dreifingar á barnaklámi á netinu. Á meðal hinna handteknu voru kennarar, hermenn, verkfræðingar og háskólanemendur. Þetta er viðamesta rassía sem spænska lögreglan hefur gert í máli sem þessu. Alls var leitað á 87 heimilum, meira en hundrað tölvur gerðar upptækar og þúsundir geisladiska yfirfarnir.

Erlent
Fréttamynd

Internet explorer meingallað

Tölvunotendur eiga að hætta að nota Internet explorer vafrann samkvæmt tölvusérfræðingum á Norðurlöndunum. Danska fyrirtækið Cert, sem sérhæfir sig í tölvuöryggismálum, segir mikla ágalla á Internet explorer, sem gefi óprúttnum aðilum möguleika á að leika tölunotendur grátt.

Erlent
Fréttamynd

Háttsettir CIA-menn segja upp

Tveir háttsettir starfsmenn CIA-leyniþjónustunnar hafa sagt upp störfum vegna óánægju með yfirstjórn CIA. Ekki verður upplýst hverjir starfsmennirnir tveir eru þar sem þeir hafa unnið að leynilegum verkefnum en að sögn háttsettra manna innan leyniþjónustunnar er um lykilmenn að ræða sem stjórnað hafa aðgerðum í Evrópu og Mið-Austurlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Baráttudagur gegn ofbeldi á konum

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum. Af því tilefni vakti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, athygli á því að ofbeldi gegn konum viðgengst um heim allan, í öllum þjóðfélögum og menningarheimum.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumaður skotinn til bana

Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana á Gasa-ströndinni í morgun. Hermenn voru þar í leit að neðanjarðargöngum sem notuð eru til vopnasmygls. Ekki er ljóst á þessari stundu  hvort að maðurinn tengdist smygli eða hryðjuverkastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

80 uppreisnarmenn handsamaðir

Hundruð breskra hermanna réðust á bækisstöðvar meintra stuðningsmanna Saddams Hússeins nærri Bagdad í Írak í morgun en hersveitir hafa undanfarna daga reynt að knésetja uppreisnarmenn suður af höfuðborginni. Áttatíu Írakar voru handsamaðir og hald lagt á tæki sem talin eru vera til sprengjugerðar.

Erlent
Fréttamynd

Ekki lengur hræddir við að ferðast

Bandaríkjamenn eru ekki lengur hræddir við að ferðast innanlands eins og þeir voru fyrst eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Þakkagjörðarhátíðarhelgin nálgast nú óðfluga og þegar í gær voru langar raðir á flugvöllum og járnbrautarstöðvum þó að aðalferðadagurinn sé venju samkvæmt í dag, fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Íranar vilja undanþágur

Íranar vilja halda áfram að nota skilvindur, sem nota má til að auðga úran, þrátt fyrir samning við ESB um að hætta öllum tilraunum og þróun kjarnavopna. Íranar halda þvi fram að skilvindurnar séu ekki hluti af samningnum og þær eigi að nota í tilraunaskyni en ekki til að auðga úran.

Erlent
Fréttamynd

Mikill baráttuhugur í almenningi

Urður Gunnarsdóttir, talsmaður ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem starfar við kosningaeftirlit í Úkraínu, segir mikinn baráttuhug í almenningi í landinu. Hún segir ástandið í Kænugarði ótrúlega gott miðað við ólguna í landinu. 

Erlent
Fréttamynd

Sprengjudrunur í Bagdad

Sprengjudrunur heyrast víða í Bagdadborg nú um stundir en engar fréttir hafa borist af særðum eða látnum. Öflug sprenging kvað við í miðborginni fyrir stuttu og fréttamaður Reuters í borginni segist sjá reyk stíga upp til himins norðan við Græna svæðið svokallaða þar sem meðal annars er aðsetur hernámsliðsins og bráðabirgðastjórnar Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensa næsti heimsfaraldur

Næsti heimsfaraldur verður að líkindum af völdum fuglaflensu að mati sérfræðinga Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Einn stofn fuglaflensu, H5N1, hefur reynst mannfólki banvænn og telja sérfræðingarnir að hann sé til þess fallinn að dreifast um heimsbyggðina og sýkjast á bilinu 25-30% jarðarbúa.

Erlent
Fréttamynd

Óskaði Janúkóvits til hamingju

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, óskaði í morgun Viktor Janúkóvits til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum sem fram fóru í Úkraínu á sunnudag. Háttsettur fulltrúi rússneskra stjórnvalda hafði það eftir Pútín að sigur Janúkóvits skapaði kjöraðstæður fyrir samskipti ríkjanna tveggja.

Erlent
Fréttamynd

Bannar birtingu kosningaúrslitanna

Hæstiréttur Úkraínu hefur bannað birtingu úrslita forsetakosninganna og skoðar kæru leiðtoga stjórnarandstöðunnar um kosningasvik. Urður Gunnarsdóttir, talsmaður ÖSE, segir mikinn baráttuvilja í almenningi í Úkraínu. 

Erlent
Fréttamynd

Tilraunastofa til efnavopnagerðar

Tilraunastofa til efnavopnagerðar hefur fundist í Fallujah-borg í Írak að sögn utanríkisráðherra landsins, Kassims Daouds. Hernámsliðið náði borginni á sitt vald, eða svo gott sem, á dögunum með því að ráðast gegn skæruliðum sem höfðu borgina í herkví og í kjölfarið uppgötvaðist þessi tilraunastofa.

Erlent
Fréttamynd

Boðað til allsherjarverkfalls

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í Úkraínu til að mótmæla endanlegum úrslitum í forsetakosningum þar en yfirkjörstjórn sendi þau frá sér í gær. Slagsmál brutust út meðal þingmanna eftir að úrslitin voru kunngerð.

Erlent
Fréttamynd

Górillan Lísa yngir upp

Górillan Lísa, sem býr í dýragarði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, hefur verið harmi slegin síðan hún missti maka sinn, Max, í maí í vor. En hún getur nú tekið gleði sína á ný. Górilluhjónabandsmiðlari hefur nefnilega fundið henni annan lífsförunaut, Makakó, sem verður fluttur frá Þýskalandi til Suður-Afríku á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Algjör óvissa ríkir í Úkraínu

Hæstiréttur Úkraínu fjallar á mánudaginn um áfrýjun Viktors Júsjenko forsetaframbjóðanda. Allt að 200 þúsund manns mótmæla á götum Kænugarðs. </font />

Erlent
Fréttamynd

Taílendingar hóta sniðgöngu

Forsætisráðherra Taílands segist munu ganga út af fundi Suðaustur Asíu ríkja í Laos í næstu viku vekji einhver máls á skærum í suðurhluta Taílands þar sem yfir 500 manns hafa fallið á þessu ári.

Erlent