Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Freyr gaf KSÍ tveggja sólar­hringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr stígur inn í fót­bolta­sjúkt sam­félag: „Hefur á­hrif á allan bæinn hvernig gengur“

Ólafur Örn Bjarna­son, fyrr­verandi leik­maður norska úr­vals­deildar­félagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanders­syni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norður­landanna þar sem að fylgst er gaum­gæfi­lega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tíma­bil hjá Brann.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þjálfarinn sem að lokum tekur á­kvörðunina um það hver okkar spilar“

Ís­lenski lands­lið­mark­vörðurinn Fann­ey Inga Birkis­dóttir segir það vilja mark­varða ís­lenska lands­liðsins að það sé mikil sam­keppni um stöðuna í markrammanum. Sam­keppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir ís­lenska lands­liðið er runnið upp og mark­verðir liðsins hafa verið að gera mjög vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Út­göngu­bann í borginni í nótt

Íslendingur sem býr í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni en erfiðlega gengur að ná stjórn á gróðureldum sem þar geisa. Tíu hafa látist hið minnsta í eldunum og mörg þúsund hús brunnið, Útgöngubann verður í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér ástandið og látið greipar sópa.

Erlent
Fréttamynd

Aron Can og fjöl­skylda í draum­kenndu fríi

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin er staddur í fríi í Phúket, Taílandi, ásamt kærustu sinni, Ernu Maríu Björnsdóttur flugfreyju hjá Icelandair, og syni þeirra, Theó Can. Erna María hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í ferðlagið síðastliðna daga.

Lífið
Fréttamynd

Hópur manna réðst á Ís­lending í Liverpool

Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans.

Innlent
Fréttamynd

Atli Steinn genginn í það heilaga

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen. 

Lífið
Fréttamynd

Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg.

Innlent
Fréttamynd

„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene

Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst.

Lífið
Fréttamynd

Kol­féll fyrir Amsterdam og hollenskum strák

„Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land,“ segir heilsu- og vinnusálfræðingurinn Hildur Guðmundsdóttir sem er búsett ásamt hollenskum kærasta sínum í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti.

Lífið
Fréttamynd

Heiður að vera keypt á met­fé frá Val: „Stórt og gott skref“

Landsliðsmarkvörðurinn­­­ í fót­bolta, Fann­ey Inga Birkis­dóttir, horfir fram á spennandi tíma í at­vinnu­mennsku. Hún heldur nú á gamal­kunnar slóðir í Svíþjóð eftir að hafa verið keypt til BK Häcken á met­fé frá Val en lítur ekki á það sem auka pressu á sjálfa sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lenskur skurð­læknir hlúir að fólki í Magdeburg

Hinn þýsk-íslenski Henning Busk sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Magdeburg sem hjarta- og brjóstholsskurðlæknir segir í samtali við Vísi að fjölmargir særðir liggi inni á sjúkrahúsinu eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnar­mennirnir gátu ekki horft í augun á Frey

Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar

Fótbolti
Fréttamynd

Lofaði konunni að flytja ekki til Ís­lands

Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið.

Handbolti
Fréttamynd

Af­þakkaði boð Sam­herja og fékk 35 milljóna reikning

Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Féll í mynd­list en fann sig sem mynd­listar­maður

„Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín.

Menning
Fréttamynd

Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál

Á óvart kemur hvað viðhorfspistlar, lesendabréf, skoðanapistlar eða hvaða orð sem við gefum þessu fyrirbæri halda sínu og vel það. Ef við skoðum hvaða pistlar voru þeir mest lesnir á árinu má sjá hvað það var sem fólki lá helst á hjarta og þar kemur á daginn að forsetakandídatarnir voru mönnum ofarlega í huga. 

Lífið
Fréttamynd

Á­hugi á Arnóri innan sem og utan Eng­lands

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Halla á lista For­bes yfir áhrifa­mestu konur heims

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur.

Innlent