Íslendingar erlendis Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. Fótbolti 19.2.2025 15:03 Ræddi við Arnór en ekki um peninga Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið. Fótbolti 19.2.2025 10:30 Inga Lind hlaut blessun á Balí Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum. Lífið 18.2.2025 15:01 Elín Hall í Vogue Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue. Tíska og hönnun 18.2.2025 14:00 Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu. Innlent 18.2.2025 07:01 Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu „Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna fyrir svona íkonískt fyrirtæki eins og Agent Provocateur,“ segir fyrirsætan Helen Óttarsdóttir sem sat nýverið fyrir hjá nærfatarisanum. Tíska og hönnun 17.2.2025 11:02 Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. Handbolti 14.2.2025 07:31 Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri. Tíska og hönnun 13.2.2025 07:03 Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið „Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“ segir Lilja Birgisdóttir, ein af stofnendum ilm-og listverslunarinnar Fischersunds. Hún er viðmælandi í nýrri hlaðvarpsseríu í stjórn Haralds „Halla“ Þorleifssonar, Labbtúr. Menning 12.2.2025 20:03 Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál. Handbolti 11.2.2025 08:03 Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM. Sport 10.2.2025 11:45 Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. Lífið 9.2.2025 07:36 Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell. Lífið 8.2.2025 07:02 „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. Enski boltinn 7.2.2025 15:09 Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ „Þetta risa gluggi til þess að sýna mig og sanna,“ segir handboltamaðurinn Dagur Gautason er óvænt orðinn leikmaður franska stórliðsins Montpellier eftir að hafa slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með liði Arendal. Handbolti 7.2.2025 07:31 Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans. Innlent 6.2.2025 21:09 Enginn Íslendingur í haldi ICE Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Innlent 6.2.2025 10:23 Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Markaðsfræðingurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir er full innblæstri eftir tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Þar tók hún meðal annars þátt í sýningu 66 norður og tók púlsinn á stefnu og straumum tískunnar. Tíska og hönnun 5.2.2025 20:03 Franska stórliðið staðfestir komu Dags Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórliðið Montpellier til loka yfirstandandi tímabils. Þetta staðfesti franska félagið núna í morgun. Handbolti 5.2.2025 10:35 Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn. Erlent 4.2.2025 16:11 Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Lífið 3.2.2025 14:32 Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Forseti þýska handknattleikssambandsins hefur tekið allan vafa varðandi framtíð Alfreðs Gíslasonar í starfi landsliðsþjálfara þýska karlalandsliðsins. Alfreð er þeirra maður. Handbolti 3.2.2025 13:32 Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær aðalverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem besta norræna mynd ársins. Bíó og sjónvarp 2.2.2025 11:09 Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Hákon Arnar Haraldsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með franska liðinu Lille í bestu deild Evrópu. Hákon er orðaður við mörg stórlið í álfunni en lætur sjálfur sögusagnirnar ekki hafa áhrif á sig og einblínir fremur á það að gera betur, stefna hærra. Fótbolti 31.1.2025 09:32 Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt „Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira. Lífið 30.1.2025 07:03 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. Lífið 23.1.2025 16:45 Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Jonathan Hartmann, aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann, hrósar Íslendingnum í hástert. Freyr veiti honum mikinn innblástur og er að hans mati einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna. Fótbolti 17.1.2025 17:31 Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Adam Sandler leikari heimsótti í gær sirkussýninguna Atomic en María Birta Bjarnadóttir Fox er ein leikara. Í sýningunni er dans, leikur, sirkusatriði og kabarett. Atomic er sýnt í Las Vegas þar sem María Birta hefur verið búsett síðustu ár ásamt eiginmanni sínum, Ella Egilssyni, og börnum þeirra. Í sýningunni hefur hún leikið nunnu og glímukappa. Lífið 16.1.2025 22:25 Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Jón Daði Böðvarson hefur gengið til liðs við Burton Albion FC í ensku C-deildinni. Frá þessu greinir félagið nú í kvöld. Fótbolti 16.1.2025 19:29 Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Lífið 16.1.2025 17:25 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 70 ›
Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. Fótbolti 19.2.2025 15:03
Ræddi við Arnór en ekki um peninga Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið. Fótbolti 19.2.2025 10:30
Inga Lind hlaut blessun á Balí Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum. Lífið 18.2.2025 15:01
Elín Hall í Vogue Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue. Tíska og hönnun 18.2.2025 14:00
Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu. Innlent 18.2.2025 07:01
Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu „Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna fyrir svona íkonískt fyrirtæki eins og Agent Provocateur,“ segir fyrirsætan Helen Óttarsdóttir sem sat nýverið fyrir hjá nærfatarisanum. Tíska og hönnun 17.2.2025 11:02
Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. Handbolti 14.2.2025 07:31
Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri. Tíska og hönnun 13.2.2025 07:03
Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið „Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“ segir Lilja Birgisdóttir, ein af stofnendum ilm-og listverslunarinnar Fischersunds. Hún er viðmælandi í nýrri hlaðvarpsseríu í stjórn Haralds „Halla“ Þorleifssonar, Labbtúr. Menning 12.2.2025 20:03
Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál. Handbolti 11.2.2025 08:03
Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM. Sport 10.2.2025 11:45
Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. Lífið 9.2.2025 07:36
Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell. Lífið 8.2.2025 07:02
„Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. Enski boltinn 7.2.2025 15:09
Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ „Þetta risa gluggi til þess að sýna mig og sanna,“ segir handboltamaðurinn Dagur Gautason er óvænt orðinn leikmaður franska stórliðsins Montpellier eftir að hafa slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með liði Arendal. Handbolti 7.2.2025 07:31
Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans. Innlent 6.2.2025 21:09
Enginn Íslendingur í haldi ICE Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Innlent 6.2.2025 10:23
Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Markaðsfræðingurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir er full innblæstri eftir tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Þar tók hún meðal annars þátt í sýningu 66 norður og tók púlsinn á stefnu og straumum tískunnar. Tíska og hönnun 5.2.2025 20:03
Franska stórliðið staðfestir komu Dags Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórliðið Montpellier til loka yfirstandandi tímabils. Þetta staðfesti franska félagið núna í morgun. Handbolti 5.2.2025 10:35
Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn. Erlent 4.2.2025 16:11
Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Lífið 3.2.2025 14:32
Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Forseti þýska handknattleikssambandsins hefur tekið allan vafa varðandi framtíð Alfreðs Gíslasonar í starfi landsliðsþjálfara þýska karlalandsliðsins. Alfreð er þeirra maður. Handbolti 3.2.2025 13:32
Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær aðalverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem besta norræna mynd ársins. Bíó og sjónvarp 2.2.2025 11:09
Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Hákon Arnar Haraldsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með franska liðinu Lille í bestu deild Evrópu. Hákon er orðaður við mörg stórlið í álfunni en lætur sjálfur sögusagnirnar ekki hafa áhrif á sig og einblínir fremur á það að gera betur, stefna hærra. Fótbolti 31.1.2025 09:32
Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt „Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira. Lífið 30.1.2025 07:03
Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. Lífið 23.1.2025 16:45
Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Jonathan Hartmann, aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann, hrósar Íslendingnum í hástert. Freyr veiti honum mikinn innblástur og er að hans mati einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna. Fótbolti 17.1.2025 17:31
Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Adam Sandler leikari heimsótti í gær sirkussýninguna Atomic en María Birta Bjarnadóttir Fox er ein leikara. Í sýningunni er dans, leikur, sirkusatriði og kabarett. Atomic er sýnt í Las Vegas þar sem María Birta hefur verið búsett síðustu ár ásamt eiginmanni sínum, Ella Egilssyni, og börnum þeirra. Í sýningunni hefur hún leikið nunnu og glímukappa. Lífið 16.1.2025 22:25
Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Jón Daði Böðvarson hefur gengið til liðs við Burton Albion FC í ensku C-deildinni. Frá þessu greinir félagið nú í kvöld. Fótbolti 16.1.2025 19:29
Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Lífið 16.1.2025 17:25