Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Líður eins og stjörnu í Sarajevó

Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Lífið
Fréttamynd

Stór­veldið Y­an­kees valdi Ís­lending í ný­liða­valinu

Kristófer Jonathan Bow varð fyrsti Íslendingurinn til að vera valinn í nýliðavali MLB-deildarinnar. Nýliðaval MLB-deildarinnar í hafnabolta lauk síðasta þriðjudag þar sem Kristófer Jonathan Bow er kastari og var valinn númer 430 í fjórtándu umferð af stórveldinu New York Yankees.

Sport
Fréttamynd

Ís­lendingar að kafna í met­hita í Dan­mörku

Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar.

Erlent
Fréttamynd

Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi

Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans.

Erlent
Fréttamynd

Daníel neitar að hafa myrt bekkjar­systur sína

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar.

Erlent
Fréttamynd

Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York

„Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er allt að springa á sama tíma“

Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga.

Erlent
Fréttamynd

Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar.

Lífið
Fréttamynd

Að ættleiða sitt eigið barn

Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum.

Skoðun
Fréttamynd

Stelpurnar okkar mættar til Manchester

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti síðdegis í dag í Manchester en þaðan heldur liðið til Crewe þar sem liðið mun dvelja og æfa á milli leikja á Evrópumótinu sem hefst í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“

Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni.

Erlent
Fréttamynd

„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“

Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins.

Erlent