Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Fyrir­huguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð lista­verk til sýnis

Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í ljósi óvissutíma, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formanninn sem segir blikur á lofti, en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar komi frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð verði til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum.

Innlent
Fréttamynd

Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar til­raunir og stærðfræði-Helgurnar

Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Við ræðum við formann Afstöðu og heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaógn, setu­stofa á Esjunni og milljarðar í húfi

Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítilega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Við ræðum við lögreglu um hryðjuverkaógn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­garðar við borgina, mót­mælt við lands­leik og nýr sumarsmellur

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Gosvá á höfuð­borgar­svæðinu, dauða­stríð og áhorfendabann

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Blóð­bað, þing­menn ganga á dyr og ógnin við Reykja­vík

Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Tollar Trumps, njósnir og Ung­frú Ís­land

Bandaríkjaforseti hyggst leggja tíu prósenta innflutningstolla á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri.

Innlent
Fréttamynd

Engin virkni í sprungunni og um­fangs­mikil lögregluaðgerð

Engin virkni hefur verið í gossprungunni á Reykjanesskaga síðan síðdegis í gær, þó að kvika flæði enn inn í kvikuganginn sem er sá lengsti frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga 2021. Við verðum í beinni frá Reykjanesskaga í kvöldfréttunum og ræðum við sérfræðing um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu hundrað dagar ríkis­stjórnarinnar og gervigreindaræði

Fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun og er stefnt að því að hagræða um ríflega hundrað milljarða á næstu árum. Við fáum viðbrögð frá Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttunum.

Innlent
Fréttamynd

Grænlandsheimsókn vara­for­seta og þrumu­veður

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Spenna á Græn­landi og íslenskumiði í glugga leigu­bíla

Danir mótmæltu ásælni Bandaríkjanna í Grænland fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag, og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins segir um skrítna tíma að ræða fyrir grænlensku þjóðina, og að þögn annarra ríkja um framgöngu Bandaríkjanna komi á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Mann­skæður jarð­skjálfti og vasaþjófar í dular­gervi

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um gríðarstóran og mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar í dag, og hafði áhrif langt út fyrir landamæri landsins, meðal annars með þeim afleiðingum að háhýsi hrundi í Taílandi og tuga er saknað.

Innlent
Fréttamynd

Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa

Fyrrverandi formaður Sameykis sem þáði sjötíu milljóna króna starfslokagreiðslu frá félaginu telur ekkert óeðlilegt við hana. Forseti ASÍ segir greiðsluna hins vegar seint falla undir heilbrigða skynsemi. Fjallað verður um umdeildar starfslokagreiðslu stéttafélagsins um í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Við­kvæmt mál, loka­kafli og ökklabönd á eltihrella

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Nýr mennta­mála­ráð­herra og flugvélaflaksbýtti

Guðmundur Ingi Kristinsson tók við sem mennta- og barnamálaráðherra síðdegis í dag af Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Guðmundur Ingi segist reiðubúinn til að takast á við verkefnin í ráðuneytinu þó hann vildi að aðstæðurnar væru öðruvísi. Við förum yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikar­leikir í körfunni

Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Dóm­greindar­leysi ráð­herra og hneykslis­mál flokksins

Siðfræðingur segir ekkert annað hafa verið í stöðunni fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra en að segja af sér. Mál hennar sýni ákveðið dómgreindarleysi og best hefði verið ef hún hefði ekki tekið embætti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta

Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu varðandi fyrirkomulag Heinemann, sem tekur við rekstri fríhafnarinnar, gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort tilefni sé til að bregðast við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Umsáturseinelti, átta­villtur ferða­maður og rektors­kjör

Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hræði­leg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóð­hestur

Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­vofandi eld­gos og íslandsmeistarmót í Ól­sen ól­sen

Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent