Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. Innlent 26.9.2023 22:04 Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 18:40 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð. Innlent 26.9.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál. Innlent 25.9.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum ræðum við við Ingunni Björnsdóttur sem var stungin sextán sinnum af nemanda sínum í ofsafenginni hnífaárás í Noregi fyrir mánuði síðan. Hún segir skjót viðbrögð hafa bjargað lífi sínu og ber engan kala til árásarmannsins. Innlent 24.9.2023 18:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Við fylgjum eftir fréttum okkar um rafbyssur í kvöldfréttum. Innlent 23.9.2023 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni. Innlent 22.9.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála. Innlent 21.9.2023 18:40 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Greiðslubyrði fasteignalána mun hækka gífurlega næstu mánuði. Seðlabankastjóri telur tíma óverðtryggðra lána liðinn lækki vextir ekki. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við bankastjóra Landsbankans hvetur fólk til að endursemja um lánakjör áður en í óefni fer. Innlent 20.9.2023 17:59 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi og fjöldi þeirra sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og kemur Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í myndver til að ræða frumvarp um áfengisverslun. Innlent 19.9.2023 17:58 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á fjórða tug húsa á Seyðisfirði hafa verið rýmd vegna úrkomuspár og hættustig almannavarna hefur tekið gildi. Við verðum í beinni frá björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fulltrúa almannavarna. Innlent 18.9.2023 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.9.2023 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir íslensks manns sem hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu, tæpri viku eftir að hann átti að koma aftur heim, segir fjölskylduna vera miður sín, en haldi í vonina. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.9.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miltisbrandur, olía og almennur úrgangur er meðal þess sem leynst getur í jörðinni undir okkur og eflaust meira til. Umhverfisstofnun kortleggur nú mengaðan jarðveg og leitar til almennings eftir aðstoð. Innlent 15.9.2023 17:42 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra MAST um málið í beinni. Innlent 14.9.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. Innlent 13.9.2023 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingveturinn hófst í dag þegar Alþingi var sett og fjármálaráðherra kynnti fjárlög næsta árs. Fjárlögin einkennast af aðhaldi sem á að vinna gegn verðbólgu og búa í haginn fyrir vaxtalækkun. Innlent 12.9.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varasaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. Innlent 11.9.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. Innlent 10.9.2023 18:23 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttast er að tala látinna eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Marokkó hækki svo um munar næstu daga. Yfir þúsund eru látnir og minnst tólf hundruð slasaðir. Íslendingur í Marrakesh segist hafa verið hræddur um að hótel hans hryndi þegar skjálftinn reið yfir. Innlent 9.9.2023 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. Innlent 8.9.2023 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjón með ADHD sem voru bæði handtekin sama kvöld segjast niðurlægð af vinnubrögðum lögreglu í máli þeirra og líkja aðgerðunum við valdníðslu. Barn hjónanna var skilið eftir heima í Hveragerði á meðan þeim var haldið á lögreglustöðinni á Selfossi. Innlent 7.9.2023 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir íslenskrar lögreglu hneykslanlegar. Lögregla hafi sýnt af sér ofbeldisfyllri hegðun en önnur konan hafi þurft að þola af hendi íranskra lögreglumanna. Við ræðum við mótmælendurna tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 og sýnum þegar hvalveiðiskipin, Hvalur 8 og 9, héldu út til veiða rétt fyrir fréttir. Innlent 6.9.2023 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum. Innlent 5.9.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts. Innlent 3.9.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Rætt verður við forstjóra eftirlitsins í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 2.9.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðar mega hefjast aftur á miðnætti með þröngum skilyrðum. Matvælaráðherra segist ekki vera í embættinu til að láta sína villtustu drauma rætast og að spurningin um framtíð þeirra sé ennþá gild. Mótmælendur komu saman við hvalveiðiskipin við höfnina í dag og framleiðslufyrirtækið True North hefur farið fram á lögbann við veiðunum. Innlent 31.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óskarsverðlaunaleikkonan Hillary Swank er meðal leikara og framleiðenda í Hollywood sem ætla að sniðganga Ísland sem mögulegan tökustað banni íslensk stjórnvöld ekki hvalveiðar til frambúðar. Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað verði af sniðgöngunni. Innlent 30.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri-Ásum við Skaftá segir vatnavöxtinn hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun. Innlent 29.8.2023 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfshópur matvælaráðherra telur mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum en óvíst hvort þær úrbætur sem gripið hefur verið til dugi til þess. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að matvælaráherra framlengi ekki hvalveiðibann. Fjallað verður um nýja skýrslu um hvalveiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við nefndarmann í fagráði dýra í beinni útsendingu. Innlent 28.8.2023 17:44 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 64 ›
Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. Innlent 26.9.2023 22:04
Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð. Innlent 26.9.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál. Innlent 25.9.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum ræðum við við Ingunni Björnsdóttur sem var stungin sextán sinnum af nemanda sínum í ofsafenginni hnífaárás í Noregi fyrir mánuði síðan. Hún segir skjót viðbrögð hafa bjargað lífi sínu og ber engan kala til árásarmannsins. Innlent 24.9.2023 18:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Við fylgjum eftir fréttum okkar um rafbyssur í kvöldfréttum. Innlent 23.9.2023 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni. Innlent 22.9.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála. Innlent 21.9.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Greiðslubyrði fasteignalána mun hækka gífurlega næstu mánuði. Seðlabankastjóri telur tíma óverðtryggðra lána liðinn lækki vextir ekki. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við bankastjóra Landsbankans hvetur fólk til að endursemja um lánakjör áður en í óefni fer. Innlent 20.9.2023 17:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi og fjöldi þeirra sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og kemur Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í myndver til að ræða frumvarp um áfengisverslun. Innlent 19.9.2023 17:58
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á fjórða tug húsa á Seyðisfirði hafa verið rýmd vegna úrkomuspár og hættustig almannavarna hefur tekið gildi. Við verðum í beinni frá björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fulltrúa almannavarna. Innlent 18.9.2023 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.9.2023 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir íslensks manns sem hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu, tæpri viku eftir að hann átti að koma aftur heim, segir fjölskylduna vera miður sín, en haldi í vonina. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.9.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miltisbrandur, olía og almennur úrgangur er meðal þess sem leynst getur í jörðinni undir okkur og eflaust meira til. Umhverfisstofnun kortleggur nú mengaðan jarðveg og leitar til almennings eftir aðstoð. Innlent 15.9.2023 17:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra MAST um málið í beinni. Innlent 14.9.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. Innlent 13.9.2023 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingveturinn hófst í dag þegar Alþingi var sett og fjármálaráðherra kynnti fjárlög næsta árs. Fjárlögin einkennast af aðhaldi sem á að vinna gegn verðbólgu og búa í haginn fyrir vaxtalækkun. Innlent 12.9.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varasaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. Innlent 11.9.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. Innlent 10.9.2023 18:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttast er að tala látinna eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Marokkó hækki svo um munar næstu daga. Yfir þúsund eru látnir og minnst tólf hundruð slasaðir. Íslendingur í Marrakesh segist hafa verið hræddur um að hótel hans hryndi þegar skjálftinn reið yfir. Innlent 9.9.2023 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. Innlent 8.9.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjón með ADHD sem voru bæði handtekin sama kvöld segjast niðurlægð af vinnubrögðum lögreglu í máli þeirra og líkja aðgerðunum við valdníðslu. Barn hjónanna var skilið eftir heima í Hveragerði á meðan þeim var haldið á lögreglustöðinni á Selfossi. Innlent 7.9.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir íslenskrar lögreglu hneykslanlegar. Lögregla hafi sýnt af sér ofbeldisfyllri hegðun en önnur konan hafi þurft að þola af hendi íranskra lögreglumanna. Við ræðum við mótmælendurna tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 og sýnum þegar hvalveiðiskipin, Hvalur 8 og 9, héldu út til veiða rétt fyrir fréttir. Innlent 6.9.2023 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum. Innlent 5.9.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts. Innlent 3.9.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Rætt verður við forstjóra eftirlitsins í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 2.9.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðar mega hefjast aftur á miðnætti með þröngum skilyrðum. Matvælaráðherra segist ekki vera í embættinu til að láta sína villtustu drauma rætast og að spurningin um framtíð þeirra sé ennþá gild. Mótmælendur komu saman við hvalveiðiskipin við höfnina í dag og framleiðslufyrirtækið True North hefur farið fram á lögbann við veiðunum. Innlent 31.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óskarsverðlaunaleikkonan Hillary Swank er meðal leikara og framleiðenda í Hollywood sem ætla að sniðganga Ísland sem mögulegan tökustað banni íslensk stjórnvöld ekki hvalveiðar til frambúðar. Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað verði af sniðgöngunni. Innlent 30.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri-Ásum við Skaftá segir vatnavöxtinn hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun. Innlent 29.8.2023 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfshópur matvælaráðherra telur mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum en óvíst hvort þær úrbætur sem gripið hefur verið til dugi til þess. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að matvælaráherra framlengi ekki hvalveiðibann. Fjallað verður um nýja skýrslu um hvalveiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við nefndarmann í fagráði dýra í beinni útsendingu. Innlent 28.8.2023 17:44