Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segjum við frá því að fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Flokksráðsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG fóru fram í dag. Innlent 26.8.2023 18:21 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri sem fjármálaráðherra kynnti í dag, en meðal þeirra eru uppsagnir hjá hinu opinbera. Við heyrum frá ráðherra og leitum viðbragða í beinni útsendingu. Innlent 25.8.2023 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því ástandi sem hefur skapast á bráðamóttöku Landspítalans eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. Hjúkrunarfræðingur segir heimsóknum á bráðamóttöku vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð hafa fjölgað mikið frá því úrræðinu var lokað fyrir hálfu ári. Einn einstaklingur hafi á þeim tíma leitað hundrað sinnum á bráðamóttökuna. Innlent 24.8.2023 18:12 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig. Um er að ræða 14. hækkunina í röð, en stýrivextir eru um það bil tólf sinnum hærri í dag en þeir voru fyrir tveimur árum. Innlent 23.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Milljarða tap er á hvalveiðum og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið eru lítil sem engin samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðuneytisins. Ráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald veiðanna fyrir mánaðamót. Innlent 22.8.2023 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Innlent 21.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um brunann í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði sem fólk bjó í. Við verðum í beinni frá vettvangi með slökkviliðinu, og greinum frá nýjustu tíðindum þaðan. Innlent 20.8.2023 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við talskonu Stígamóta, sem segir að þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands séu verulega útsettir fyrir ofbeldi og að hér á Íslandi leynist fjöldi manna sem vilja níðast á konunum. Innlent 19.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Innlent 18.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir niðurstöðurnar ekki koma að óvart enda hafi ferðaþjónustan farið hratt af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðaþjónustunni um málið, tökum borgarbúa tali og ræðum við framkvæmdastjóra Landverndar. Innlent 17.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu hatursglæpir voru tilkynntir til Samtakanna '78 í kringum Hinsegin daga og þar á meðal er ein líkamsárás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik og möguleg tengsl þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Innlent 15.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. Innlent 14.8.2023 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með hreyfihömlun sem beðið hefur í tæp fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Innlent 13.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ný skýrsla sem Heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær varpar ljósi á þá hópa sem eiga engan stað í geðheilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að öllum sé fundinn viðeigandi staður í kerfinu. Innlent 12.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarleg geðshræring greip um sig þegar fimm flóttakonum var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag, og á götuna. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður ræddi við þær og dómsmálaráðherra sem segir lítið hægt að gera ef fólk sýni ekki samstarfsvilja. Innlent 11.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúi á Havaí líkir ástandinu á eyjunni Maui við hamfarasvæði eftir mannskæða gróðurelda. Lík fólks, sem reyndi að forða sér frá bálinu, skoli á land og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Þrjátíu og sex hið minnsta eru látnir. Innlent 10.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Ítalir eru ekki einir um að beita sér svona og hefur hvalrekaskattur komið til umræðu hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kemur og ræðir möguleika á hvalrekaskatti hér á landi í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 8.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina. Innlent 7.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni eiga sér stað á Reykjanesskaga í bili. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 5.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás fékk 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstöðumann Áss sem segir þjónustusamninga við sveitarfélögin eina af ástæðunum fyrir bágum kjörum fólksins. Innlent 4.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Þroskahjálpar segir úrræðaleysið í geðheilbrigðismálum of mikið og að yfirvöld verði að bregðast við í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um konu sem veldur sér sjálfskaða með því að klóra sér í andlitinu. Forstöðukona geðsviðs Landspítala segir engum vísað frá, heldur sé reynt að finna fólki réttan stað og úrræði. Innlent 3.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn. Innlent 2.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraunið frá eldgosinu á Reykjanesi renni yfir lagnir og hitamæla sem búið er að leggja í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gígnum. Aldrei hefur slík tilraun verið gerð áður. Fjallað verður um tilraunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 1.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir séu til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Innlent 31.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins. Innlent 28.7.2023 17:44 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Elísabet Inga fréttamaður okkar fór á hina umdeildu jörð Lambeyrar og kynnti sér málið. Við sýnum ótrúlegar myndir af deilum erfingja jarðarinnar og ættingja ráðherra. Innlent 27.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu. Innlent 26.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skógareldar hafa breiðst út til margra ríkja við Miðjarðarhaf. Tugir hafa farist og slasast. Tveir flugmenn vatnsflugvélar fórust við slökkvistörf í Grikklandi þegar flugvél þeirra hrapaði í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.7.2023 18:01 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 63 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segjum við frá því að fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Flokksráðsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG fóru fram í dag. Innlent 26.8.2023 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri sem fjármálaráðherra kynnti í dag, en meðal þeirra eru uppsagnir hjá hinu opinbera. Við heyrum frá ráðherra og leitum viðbragða í beinni útsendingu. Innlent 25.8.2023 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því ástandi sem hefur skapast á bráðamóttöku Landspítalans eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. Hjúkrunarfræðingur segir heimsóknum á bráðamóttöku vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð hafa fjölgað mikið frá því úrræðinu var lokað fyrir hálfu ári. Einn einstaklingur hafi á þeim tíma leitað hundrað sinnum á bráðamóttökuna. Innlent 24.8.2023 18:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig. Um er að ræða 14. hækkunina í röð, en stýrivextir eru um það bil tólf sinnum hærri í dag en þeir voru fyrir tveimur árum. Innlent 23.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Milljarða tap er á hvalveiðum og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið eru lítil sem engin samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðuneytisins. Ráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald veiðanna fyrir mánaðamót. Innlent 22.8.2023 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Innlent 21.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um brunann í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði sem fólk bjó í. Við verðum í beinni frá vettvangi með slökkviliðinu, og greinum frá nýjustu tíðindum þaðan. Innlent 20.8.2023 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við talskonu Stígamóta, sem segir að þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands séu verulega útsettir fyrir ofbeldi og að hér á Íslandi leynist fjöldi manna sem vilja níðast á konunum. Innlent 19.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Innlent 18.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir niðurstöðurnar ekki koma að óvart enda hafi ferðaþjónustan farið hratt af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðaþjónustunni um málið, tökum borgarbúa tali og ræðum við framkvæmdastjóra Landverndar. Innlent 17.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu hatursglæpir voru tilkynntir til Samtakanna '78 í kringum Hinsegin daga og þar á meðal er ein líkamsárás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik og möguleg tengsl þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Innlent 15.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. Innlent 14.8.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með hreyfihömlun sem beðið hefur í tæp fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Innlent 13.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ný skýrsla sem Heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær varpar ljósi á þá hópa sem eiga engan stað í geðheilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að öllum sé fundinn viðeigandi staður í kerfinu. Innlent 12.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarleg geðshræring greip um sig þegar fimm flóttakonum var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag, og á götuna. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður ræddi við þær og dómsmálaráðherra sem segir lítið hægt að gera ef fólk sýni ekki samstarfsvilja. Innlent 11.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúi á Havaí líkir ástandinu á eyjunni Maui við hamfarasvæði eftir mannskæða gróðurelda. Lík fólks, sem reyndi að forða sér frá bálinu, skoli á land og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Þrjátíu og sex hið minnsta eru látnir. Innlent 10.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Ítalir eru ekki einir um að beita sér svona og hefur hvalrekaskattur komið til umræðu hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kemur og ræðir möguleika á hvalrekaskatti hér á landi í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 8.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina. Innlent 7.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni eiga sér stað á Reykjanesskaga í bili. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 5.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás fékk 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstöðumann Áss sem segir þjónustusamninga við sveitarfélögin eina af ástæðunum fyrir bágum kjörum fólksins. Innlent 4.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Þroskahjálpar segir úrræðaleysið í geðheilbrigðismálum of mikið og að yfirvöld verði að bregðast við í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um konu sem veldur sér sjálfskaða með því að klóra sér í andlitinu. Forstöðukona geðsviðs Landspítala segir engum vísað frá, heldur sé reynt að finna fólki réttan stað og úrræði. Innlent 3.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn. Innlent 2.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraunið frá eldgosinu á Reykjanesi renni yfir lagnir og hitamæla sem búið er að leggja í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gígnum. Aldrei hefur slík tilraun verið gerð áður. Fjallað verður um tilraunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 1.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir séu til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Innlent 31.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins. Innlent 28.7.2023 17:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Elísabet Inga fréttamaður okkar fór á hina umdeildu jörð Lambeyrar og kynnti sér málið. Við sýnum ótrúlegar myndir af deilum erfingja jarðarinnar og ættingja ráðherra. Innlent 27.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu. Innlent 26.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skógareldar hafa breiðst út til margra ríkja við Miðjarðarhaf. Tugir hafa farist og slasast. Tveir flugmenn vatnsflugvélar fórust við slökkvistörf í Grikklandi þegar flugvél þeirra hrapaði í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.7.2023 18:01