Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forskot Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Pennsylvaníu heldur áfram að minnka eftir því sem lokaatkvæðin eru talin. Fjallað verður áfram um kosningarnar í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast að landsmenn séu að missa tökin á kórónuveirufaraldrinum. Reiknað er með hertari sóttvarnaaðgerðum fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni, landlækni og forstjóra Landspítala um stóra hópsmitið sem kom upp á Landakoti. Alls hafa 77 smit verið rakin til Landkots og sóttrakning bendir til að smitið hafi borist á Landakot í kringum 12. október.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Riðusmit hefur greinst á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Skera þarf niður tæplega þrjú þúsund fjár. Rætt verður við sveitastjóra Skagafjarðar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Um fjögur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þeir sterkustu í kringum fjögur stig. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík brotnuðu lausamunir og þar hrundi úr fjöllum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna á morgun með ströngum skilyrðum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Þetta er gert þvert á tilmæli sóttvarnalæknis sem segir óheppilegt að sú starfsemi fari aftur í gang.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar klukkan 18:30 ræðum við við formann MS-félagsins segir mannréttindi konu með MS hafa verið fótum troðin þegar henni var synjað um heimaþjónustu og húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Farið verður yfir stöðuna í baráttunni við kórónuveiruna sem kostað hefur enn eitt mannslíf hér á landi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnalæknir segir engar ástæður til að slaka á aðgerðum enda sé kórónuveiran enn í mikilli útbreiðslu í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins verði stærri en sú fyrsta en aldrei hafa fleiri verið í einangrun en nú. Hann ætlar að skila nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum og ræðum við yfirlækni á Landspítalanum um getu spítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins.

Innlent