Innlent

Fréttamynd

Bílvelta í Kömbunum

Jeppi valt í neðstu beygjunni í Kömbunum um sjöleytið í gærkvöldi. Ökumaður var einn í bílnum og slapp ómeiddur en bíllinn var dreginn af vettvangi með kranabíl.

Innlent
Fréttamynd

Tollar lækka um 40%

Ísland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag sem felur í sér almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum um fjörtíu prósent. Samkomulagið felur einnig í sér gagnkvæma tollfrjálsa kvóta í viðskiptum með nokkuð magn af landbúnaðarvörum.

Innlent
Fréttamynd

Umræða teygðist fram á nótt

Þriðja umræða um frumvarp um Ríkisútvarpið teygðist fram á nótt þar sem forseti þingsins vildi ekki fresta þingfundi á miðnætti. Steingrímur J. Sigfússon fyrtist við þegar Jón Sigurðsson mætti ekki til þingfundar eins og Steingrímur hafði óskað eftir.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að smygla fartölvu inn í fangaklefa

Einn af góðkunningjum lögreglunnar sem óskaði eftir því að fá gistingu hjá lögreglunni í nótt, fékk hana, en þó á öðrum forsendum en hann vildi. Maðurinn kom á lögreglustöðina rétt eftir hálf fjögur í nótt til að fá gistingu. Lögreglumenn tóku fljótt eftir því að hann reyndist vera með ferðatölvu innan klæða.

Innlent
Fréttamynd

Aukið öryggi fyrir aldraða

Skynjari sem gerir öryggismiðstöð viðvart ef hann nemur ekki hreyfingu í ákveðið langan tíma var kynntur í dag. Skynjarinn er til þess fallinn að auka öryggi aldraðra sem búa heima.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingar kærkomin kæling

Það dró úr launaskriði í byggingariðnaði og verslun á síðasta ári, líklega vegna tilkomu útlendinga á íslenskan vinnumarkað, segir hagfræðingur hjá Greiningardeild Kaupþings. Hún segir útlendingana hafa slegið á verðbólgu og verið kærkomna kælingu fyrir atvinnulífið.

Innlent
Fréttamynd

Margrét útilokar ekki formannsframboð

Margrét Sverrisdóttir útilokar ekki framboð til formennsku Frjálslynda flokksins. Margrét lýsti yfir framboði til varaformanns í gærkvöldi, en eftir að formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson lýsti yfir eindregnum stuðningi við sitjandi varaformann skipuðust veður í lofti.

Innlent
Fréttamynd

Óbreytt króna næsta hálfa árið

Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður hagnaður hjá FL Group á árinu

Gengi bréfa í bandarísku flugsamsteypunni AMR Corporation hækkaði um 7,11 prósent í gær og endaði hlutabréfaverðið í 40,23 bandaríkjadölum á hlut. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í félaginu fyrir um 28 milljarða íslenskar krónur undir lok desember í fyrra. Gengi AMR hefur hækkað um 33 prósent það sem af er árs og hefur verðmæti hluta FL Group vaxið sem því nemur..

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danól og Ölgerðin skipta um eigendur

Samningar hafa tekist um sölu Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár. Kaupendur eru aðalstjórnendur fyrirtækjanna, Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson, sem fara með um 70 prósenta hlut ásamt Kaupþingi sem eignast um þriðjung.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þokast í jafnréttisátt ... á hraða snigilsins

Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snjóflóð féll á Óshlíðarveg

Snjóflóð féll á Óshlíðarveg á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í gærkvöldi og lokaði honum. Engin var á ferð þegar það féll og ruddu vegagerðarmenn því af veginum þannig að hann varð aftur fær. Ekki féllu fleiri flóð á veginn í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Margrét býður sig fram til varaformanns

Margrét Sverrisdóttir tilkynnti í gærkvöldi að hún gæfi kost á sér í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Kosið verður í forystusveit flokksins á landsþingi 27. janúar næstkomandi og þá væntanlega á milli hennar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, sitjandi varaformanns, sem vill halda þeirri stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla óhapp í Svínahrauni

Tvær konur misstu stjórn á bílum sínum með skömmu millibili í Svínahrauni á Suðurlandsvegi í gærkvöldi og höfnuðu báðir bílarnir á girðingu á milli vegarhelminga. Þriðju konunni, sem kom aðvífandi á jeppa, tókst að sveigja í gegnum fallna girðinguna yfir á rangan vegarhelming og afstýra þannig árekstri við þær. Einn bílinn festist í girðingunni og þurfti að klippa hann lausan.

Innlent
Fréttamynd

Talað til miðnættis

Þriðju umræðu um frumvarp til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið lauk undir miðnætti í gærkvöldi, þá hafði þingfundur staðið frá hálftíu í gærmorgun með einu hálftíma þinghléi. Valdimar Leó Friðriksson, óflokksbundinn þingmaður, talaði í gær alls í 5 klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn vegna kynferðisbrota

Maður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, grunaður um að hafa áreitt fjórar stúlkur kynferðislega, sitt í hvoru lagi, í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkurnar eru á aldrinum 5-12 ára. Tilkynningar bárust um brotin um miðjan dag í gær og var maðurinn handtekinn síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Meint fangaflugvél lenti hér á landi

Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga.

Innlent
Fréttamynd

Draga þarf lærdóm af könnuninni

Læra þarf af könnun sem sýnir að þriðjungur heyrnarlausra hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, að mati talskonu Stígamóta. Hún segir einnig þurfa að athuga með og ná til þeirra sem eru líkamlega og andlega fatlaðir.

Innlent
Fréttamynd

Taldi ríkisendurskoðun fylgjast með fjármálum Byrgisins

Ríkisendurskoðun átti að hafa eftirlit með fjármálum Byrgisins að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir að þrátt fyrir svarta skýrslu um fjármál Byrgisins árið 2002 hafi hann talið að eftirlit með félagasamtökunum yrði tryggt með því að gera Byrgið að sjálfseignarstofnun.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja þúsund undirskriftir

Forsvarsmenn íbúasamtaka Breiðholts afhentu borgarstjóra á þriðja þúsund undirskriftir fólks sem er á móti því að gullnáma með spilakössum verði opnuð í Mjóddinni.

Innlent
Fréttamynd

Samhjálp vill aðstöðu og fjármuni

Forstöðumaður Samhjálpar segir að meðferðarheimili þeirra geti ekki tekið við þeim hópi sem leitað hefur til Byrgisins, jafnvel þótt stjórnvöld leggi fé til með fólkinu, bætt aðstaða verði líka að koma til.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair Group gerir 3,5 milljarða leigusamning

Latcharter, lettneskt leiguflugfélag í eigu Loftleiða-Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, hefur gert samning við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á tveimur Airbus A320 farþegaflugvélum til þriggja ára auk þess sem félagið hefur framlengt leigu á Boeing 767-300ER breiðþotu til sama félags til loka þessa árs. Umfang samninganna nemur rúmlega 3,5 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hiti enn í hagkerfinu á þessu ári

Hagvöxturinn á þessu ári verður drifinn áfram af viðsnúningi í viðskiptum við útlönd vegna aukins útflutnings á áli. Þetta kom fram á morgunverðarfundi, sem greiningardeild Kaupþings efndi til í morgun um stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum á þessu ári. Kaupþing segir þjóðarútgjöld minnka minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna lækkana á matvælaskatti og tekjuskatti einstaklinga á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heildaraflinn minnkaði um 4,7 prósent milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði nam 71.857 tonnum í desember í fyrra samanborið við 72.661 tonn árið á undan. Heildaraflinn á árinu í heild nam 1.323.000 tonnum, sem er tæplega 346.000 tonnum minna en árið á undan. Heildaraflinn á árinu, metinn á föstu verðlagi, dróst saman um 4,7 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umræðu frestað á miðnætti

Þriðju umræðu frumvarps menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi þegar þingfundur hafði staðið frá hálftvö um daginn, með hálftíma kvöldmatarhléi. Þar af höfðu þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar talað samtals í sjö tíma.

Innlent