Innlent

Fréttamynd

Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu

Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Múlagöng lokuð á kvöldin

Vegna vinnu í Múlagöngum verður göngunum lokað á kvöldin fram á föstudag og aftur frá sunnudagskvöldi og út næstu viku. Lokað er frá kl 21 til 23.30, þá er umferð hleypt í gegn til miðnættis og síðan lokað til kl. 6 að morgni.

Innlent
Fréttamynd

Rauk úr matnum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð á áttundu hæð í Þangbakka í Reykjavík rétt fyrir kl tíu í gærkvöldi. Enginn eldur var þó laus í íbúðinni eins og óttast var í fyrstu, heldur aðeins kafþykkur reykur úr potti á eldavél, og reykræstu slökkviliðsmenn íbúðina fljótt og vel.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnfóður hækkar um 4 -6 %

Bæði Fóðurblandan og Lífland,sem flytja inn nær allt kjarnfóður til landbúnaðarins, hafa tilkynnt um fjögurra til sex prósenta hækkun á kjarnfóðri.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ lýsir yfir undrun sinni

Alþýðusamband Íslands lýsir undrun sinni á undirritun viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda um fríverslunarviðræður við Kína. Það endurspegli áform um að ætla íslenskum fyrirtækjum og launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við ríki, sem virðir ekki grundvallar mannréttindi, segir í yfirlýsingu ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Á þreföldum hámarkshraða

Ölvaður ökumaður ók á allt að þreföldum hámarkshraða þegar hann reyndi að stinga lögregluna af á miðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn eltu hann voru þeir á 85 kílómetra hraða en höfðu samt hvergi nærri við bíl mannsins. Hámarkshraðinn á þessu svæði er 30 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Bóndi ákærður fyrir spjöll við álver á Reyðarfirði

Ábúandinn á Kollaleiru í Reyðarfirði, sagði fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag, að honum liði eins og flóttamanni í eigin landi. Hann er sakaður um að hafa valdið Bechtel vinnutjóni á álverssvæðinu en sjálfur segir hann að fyrirtækið hafi valdið honum tjóni með ólöglegu athæfi á jörð hans.

Innlent
Fréttamynd

Vildu hækka eigin kjör um 75%

Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% kjarabót til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera.

Innlent
Fréttamynd

Matisse á Íslandi

Menning upp á tvo milljarða verður til sýnis í Listasafni Íslands í jólamánuðinum og geta þá landsmenn í fyrsta sinni barið verk eftir sjálfan Matisse augum á íslenskri grundu.

Innlent
Fréttamynd

14 milljarða afgangur

Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur.

Innlent
Fréttamynd

Álit Samkeppniseftirlitsins vegna RÚV-frumvarps

Samkeppniseftirlitið segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. skekkja samkeppnisstöðu keppinautanna og stríða gegn anda samkeppnislaga. Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið lagði fyrir menntamálanefnd vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tímamót við Kárahnjúkavirkjun

Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir erfiðar samningalotur framundan

Formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar telur að árangur hafi náðst á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía í síðasta mánuði. Hann varar þó við erfiðu samningaferli næstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Fráleit ásökun um óheiðarleika

Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum tillögum framsóknarmanna um allt að 70% hækkun til bæjarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Höggva sitt eigið jólatré

Sífellt fleiri höggva sitt eigið jólatré hér á landi. Skógræktarfélag Reykjavíkur býður í ár líkt og fyrri ár fólki að koma í Heiðmörk fyrir jólin og höggva jólatré gegn hóflegu gjaldi.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoða þá sem huga að leiðum ástvina

Starfsmenn Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæmanna aðstoða í desember þá sem huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmesssu og aðfangadag verða starfsmenn í kirkjugörðunum þremur; Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaeign könnuð í Vík í Mýrdal

Lögreglumenn í Vík í Mýrdal hafa að undanförnu gengið í hús, þar sem vitað er um þrjú skotvopn, eða fleiri, og kannað hvort þau eru geymd á viðeigandi hátt, samkvæmt reglugerð.

Innlent
Fréttamynd

Risaborinn við Kárahnjúka kominn í lag

Verktakar við Kárahnjúka hafa unnið hörðum höndum að viðgerð á risabornum, sem bilaði í gær þegar hann átti að bora í gegnum síðasta haftið á milli Hálslóns og stöðvarhússins.

Innlent
Fréttamynd

Handrukkarar á ferð?

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík eftir að þeir voru handteknir þar um hálf sjö í gærkvöldi, vegna líkamsárásar. Þeir höfðu ráðist á mann fyrir utan heimili hans í bænum og leikið hann svo hart að hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hans.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða

Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun.

Innlent
Fréttamynd

Bónus styrkir Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd

Bónus færði í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 21 milljón króna að gjöf. Þessar tvær stofnanir taka sameinast um að veita jólaaðstoð nú í desember. Aðstoðin er veitt bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni þeim sem búa við bág kjör.

Innlent
Fréttamynd

Nöfn þeirra sem létust í slysinu á Sandskeiði

Stúlkan sem lést í bílslysinu á Sandskeiði á laugardaginn hét Svandís Þula Ásgeirsdóttir. Svandís var fimm ára til heimilis að Sandvaði 1 í Reykjavík. Karlmaður sem einnig lést í slysinu hét Ásgeir Jón Einarsson til heimilis að Fljótaseli 10 í Reykjavík. Ásgeir Jón var 29 ára, einhleypur og barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair

Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu.

Viðskipti innlent