Innlent

Fréttamynd

Lögreglustjórinn á Akranesi rannsakar meintar hleranir

Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.

Innlent
Fréttamynd

Fólki verður fjölgað hjá Icelandair

FL Group hefur selt allt sitt hlutafé í Icelandair. Forstjóri félagsins segir mikla vaxtarmöguleika í flugi og ferðaþjónustu og áætlar að starfsfólki verði fjölgað en ekki fækkað með nýjum eigendum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkissaksóknari rannsakar meintar hleranir hjá ráðamönnum

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Ellert gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar

Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 11. nóvember. Í tilkynningu Ellerts segist hann ekki sækjast eftir tilteknu sæti heldur láti kjósendum eftir að velja það.

Innlent
Fréttamynd

Spá óbreyttri verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent en er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska útrásin rannsökuð

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hyggst rannsaka íslensku útrásina á árunum 1998 til 2007 í viðamiklu rannsóknarverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma

Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Vímuvarnarvika sett formlega á morgun

Vikan 16.-22. október er Vímuvarnarvika sem nú er haldin í þriðja sinn. Vikan hefst formlega á morgun með kynningarfundi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og þá mun Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrita þriggja ára forvarnasamning við Samstarfsráð um forvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Kjósarskarðsvegi í morgun

Sextíu og sex ára karlmaður lést í umferðarslysi í Kjósinni laust eftir klukkan ellefu í morgun. Maðurinn mun hafa misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt. Talið er að maðurinn hafi kastast út úr bílnum og orðið undir honum og látist samstundis.

Innlent
Fréttamynd

Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar

Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Innlent
Fréttamynd

Fangar á Skólavörðustíg hóta hungurverkfalli

Fangar í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa sent fangelsisyfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast úrbóta á aðstöðu fanga sem þar dvelja. Fangarnir gagnrýna matinn sem þeir fá í fangelsinu auk sem þeir krefjast þess að aðstaða þeirra verði bætt, eins og loftræsting í fangelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á kannabisplöntur og marijúana í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær tvo menn eftir að hún lagði hald á um 170 kannabisplöntur og nokkur kíló af niðurskornu marijúana í iðnaðarhúsnæði í bænum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að stærsta kannabisplantan hafi verið um 190 sentímetra há en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marijúna.

Innlent
Fréttamynd

Avion Group semur um yfirtökutilboð

Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sena kaupir í Concert

Sena, stærsta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar, hefur keypt ráðandi hlut í Concert ehf., tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar.Kaupverð er ekki uppgefið og kaupin eru með fyrirvara um að samkeppnisyfirvöld samþykki ráðhaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagsbrún Media skoðar fleiri markaði

Dagsbrún Media skoðar nú dagblaðaútgáfu á fleiri mörkuðum en í Danmörku, eftir því sem fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri DaGsbrúnar Media, segir þó ekkert í hendi en telur að Noregur sé góður markaður fyrir fríblað líkt og Fréttablaðið og Nyhedsavisen.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka fiskvinnslu hér á landi

Fiskvinnsla er nú orðin viðfangsefni þjóðháttafræðinga en Þjóðminjasafnið ætlar á næstu dögum að senda út spurningalista til fyrrverandi og núverandi fiskvinnslufólks í leit að sögum og lýsingum á starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Spá 7,3 prósenta verðbólgu í nóvember

Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að útlit sé fyrir óbreytta vísitölu neysluverðs á milli október og nóvember. Eldsneytisverð hafi lækkað töluvert, gengi krónunnar hækkað og útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað. Hærri vextir hafi þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, að sögn deildarinnar. Deildin spáir 1,8 prósenta verðbólgu á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auðmenn og fyrirtæki leigja rjúpnaveiðilendur

Auðmenn, fyrirtæki og hópar eru búin að taka svo miklar rjúpnaveiðilendur á leigu til einkanota, að hinn almenni veiðimaður á fótum fjör að launa undan öðrum skyttum á þeim fáu almenningum sem eftir eru.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um áhrif árásanna á friðarviðræður

Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga.

Erlent
Fréttamynd

Óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku samkvæmt Vegagerðinni. Þá er skafrenningur á Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi er óveður og hálkublettir og ættu vegfarendur ekki að vera þar á ferð að nauðsynjalausu.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair Group selt

FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group til þriggja hópa af fjárfestum. Áætlaður söluhagnaður er um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group í lok júní 2006 og eykst handbært fé FL Group um 35 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heildarafli dregist saman um 6,3% á árinu

Heildarafli íslenskra skipa hefur dregist saman um 6,3% á árinu. Heildaraflinn var 6,8% meiri í september nú en í september á síðasta ári. Aflinn nam tæpum 87.000 tonnum í september samanborið við tæp 65.000 tonn í september í fyrra. Þorskafli dróst saman í september um rúm 400 tonn, ýsuaflinn dróst saman um 500 tonn og karfaaflinn jókst um rúm 600 tonn.

Innlent
Fréttamynd

Bræla víða á fiskimiðum

Óveður, eða bræla, er víða á fiskimiðum umhverfis landið og fá fiskiskip á sjó. Verst er veðrið norðvestur af landinu, þar sem stór skip hafa ýmist siglt í var eða halda sjó á meðan það versta gengur yfir. Ekki er vitað til að neitt skip haf legið undir áföllum, eða nokkur óhöpp orðið, þrátt fyrir veðrið.

Innlent
Fréttamynd

Eyjaflug hafið á ný

Fyrsta flugvél Flugfélags Íslands, sem ætlar að halda uppi áætlanaflugi á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur næstu níu mánuðina samkvæmt samningi við ríkið, lenti í Eyjum um níuleytið í morgun.

Innlent