Innlent

Fréttamynd

Landsflug hættir að fljúga til Eyja

Landsflug hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi á flugleiðinni frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Ákvörðunin tekur gildi á mánudag en arðsemin var ófullnægjandi að mati stjórnenda Landsflugs.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar þátttöku Ómars í stjórnmálum

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, segist fagna hugsanlegri komu Ómars Ragnarssonar í stjórnmál. Jón telur samt hugmyndir Ómars um að hætta við að taka Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði í notkun flokkast undir gamansemi.

Innlent
Fréttamynd

Útsendingar NFS heyra sögunni til

Tuttugu starfsmönnum NFS var sagt upp í dag, þar af sjö fréttamönnum. Forstjóri fyrirtækisins segir ekki um uppgjöf að ræða, heldur verði áherslum breytt. Samfelldum fréttaútsendingum allan daginn verður hætt í kvöld, en meiri þungi lagður í kvöldfréttir og fréttir á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlutverk Íslendinga á Sri Lanka

Íslendingar gegna veigamiklu hlutverki á Srí Lanka, þar sem átökum virðist ekkert vera að linna. Þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ingi R. Ingason myndatökumaður eru nýkomnir heim frá Srí Lanka og afraksturinn má sjá í fréttaskýringaþættinum Kompási á sunnudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Hvít kanína

Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands æfir nú sýninguna Hvít kanína sem samin er af leikhópnum og aðstandendum hans. Þetta er fyrsta verkefni vetrarins og er frumsýning í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins.

Lífið
Fréttamynd

Skífan sektuð um 65 milljónir króna

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í sumar um að Skífan skuli greiða 65 milljónir króna í sekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sínu og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga.

Innlent
Fréttamynd

Amerískt spínat reyndist ekki mengað

Ekkert bendir til þess að amerískt spíntat sem innkallað var af íslenskum markaði í liðinni viku hafi verið mengað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Gerð grein fyrir umferðaröryggi Háaleitisbrautar

Vegna slyssins við Háaleitisbraut á dögunum, þar sem ekið var á stúlku á gangbraut, óskuðu fulltrúar Samfylkingarinnar eftir því á fundi borgarráðs í gær að gerð verði grein fyrir umferðaröryggi við götuna, hvaða leiðir séu til úrbóta og að lögð verði fram aðgerðaráætlun í því efni.

Innlent
Fréttamynd

Útsendingum NFS hætt í dag - 20 manns sagt upp

Ákveðið hefur verið að hætta útsendingum fréttastöðvarinnar NFS frá og með deginum í dag. Þetta kom fram á fundi Ara Edwald, forstjóra 365, með starfsmönnum. Um tuttugu manns verður sagt upp störfum, þar af átta frétta- og dagskrárgerðarmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Orðin mest sótta íslenska heimildarmyndin

Íslenska heimildarmyndin Þetta er ekkert mál er orðin sú mest sótta í íslensku kvikmyndahúsi frá upphafi. Yfir átta þúsund manns hafa borið hana augum á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því að hún var frumsýnd en hún fjallar, eins og kunnugt er, um ævi og afrek kraftlyftingarmannsins Jóns Páls Sigmarssonar.

Innlent
Fréttamynd

Al Gore kemur til landsins

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku.

Innlent
Fréttamynd

Landsflug hættir flugi til Vestmannaeyja

Forsvarsmenn flugfélagsins Landsflugs ehf. hafa tekið þá ákvörðun að hætta öllu áætlunarflugi á Vestmannaeyjar frá og með mánudeginum 25. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir enn fremur að ákvörðunin sé tilkomin vegna þess að flugleiðin hafi ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur.

Innlent
Fréttamynd

Á leið með trillu til Patreksfjarðar

Bátur frá björgunarsveitinni á Patreksfirði er nú á leið til hafnar með trillu í eftirdragi sem varð olíulaus í morgun. Þá var hún stödd um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

„Skrifborðsæfing" vegna hugsanlegra hryðjuverka

Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum var haldin í Danmörku í fyrradag. Æfingin var svokölluð „skrifborðsæfing“ þar sem látið var reyna á samskipti stjórnstöðva ríkislögreglustjóraembættanna með það að markmiði að æfa samvinnu og samhæfingu við möguleg hryðjuverkatilfelli á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Týr fagnar eins árs afmæli

Því verður fagnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun að nautið Týr er eins árs. Eins og flestum er kunnugt um þá er Týr 25. afkvæmi merkisnautsins Guttorms og arftaki hans í garðinum.

Lífið
Fréttamynd

Róberti sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS

Róbert Marshall hefur verið sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsfólki í morgun. Eins og greint hefur verið frá stendur til að gera breytingar á útsendingum stöðvarinnar og verða þær kynntar á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Húsaleiga fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi þrátt fyrir offramboð á húsnæði og að íbúðir standi tómar. Formaður Húseigendafélagsins rekur þessa þróun til þess að færri og færri fái nú fyrirgreiðslu til fasteignakaupa og að eftirspurn hafi því aukist á leigumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Vill varanlegar lausn á húsnæðismálum NÍ

Umhverfisráðherra segir tíma til kominn að húsnæðisvandi Náttúfurfræðistofnunar Íslands og náttúrugripasafnsins verði leystur. Hún leggur til að stofnununum verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Enn líf á íbúðamarkaði

Íbúðaverð hækkaði um 2,4 prósent á milli júlí og ágúst á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt vísitölu sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Mælingin gefur til kynna að enn sé líf að finna á íbúðamarkaði og bið sé í verðlækkun, að mati greiningardeildar Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Marorku

Nýsköpunarsjóður hefur ákveðið að fjárfesta í Marorku ehf., hátæknifyrirtæki á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Hlutur sjóðsins verður um 20 prósent og mun innkoma hans styrkja stoðir Marorku og opna félaginu nýja möguleika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi

Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Stenst ekki lög - jafnvel ekki stjórnarskrá

Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Hjólið óskráð og ljóslaust

Bíll og mótorkross hjól lentu í árekstri í Gilsbúð í Garðabæ í gærkvöldi og meiddist ökumaður hjólsins, en ekki alvarlega. Hjólið var óskráð, ljóslaust og ökumaðurinn hafði ekki réttindi til aksturs vélhjóla.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður varnarviðræðna kynntar eftir helgi

Ekki verður greint frá samkomulagi Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarmálum og viðskilnaði hersins við landið fyrr en í næstu viku að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarkonu Geirs H. Haarde forsætisáðherra. Geir lýsti því yfir fyrr í vikunni að samkomulagið lægi fyrir örðu hvorum megin við helgina en nú er ljóst að það verður ekki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Trilla olíulaus úti fyrir Kópanesi á Vestfjörðum

Björgunarbátur frá Patreksfirði var kallaður út í morgun um klukkan níu vegna trillu sem varð olíulaus um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrarfjarðar. Ekkert amaði að skipverjanum á trillunni og er gott veður á staðnum.

Innlent