Innlent Gripinn nakinn á almannafæri Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri. Innlent 18.9.2006 15:18 Yngra fólk mannar búðir og veitingastaði Stærstur hluti starfsmanna í matvöruverslunum og á veitingastöðum og krám er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innlent 18.9.2006 14:54 Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. Innlent 18.9.2006 14:28 Arnarvarp gekk illa vegna slæms tíðarfars Varp arnarins gekk óvenju illa í ár en stofninn hefur engu að síður þrefaldast frá því að bannað var að bera út eitur fyrir tófu árið 1964. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Innlent 18.9.2006 13:55 Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. Innlent 18.9.2006 12:41 Skjálfti úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um tvo kílómetra norðnorðvestur af Grímsey um klukkan hálfellefu í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftar séu algengir á þessu svæði. Innlent 18.9.2006 12:01 Afhenti skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis? Örorkulífeyrisþegi hyggst höfða mál, og jafnvel leggja fram stjórnsýslukæru á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl sín, án leyfis. Innlent 18.9.2006 12:15 101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé. Innlent 18.9.2006 11:47 Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. Innlent 18.9.2006 12:02 Bandarískt spínat innkallað vegna hugsanlegrar bakteríu Íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati hafa þegar innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda slíkt spínat eftir að í ljós kom að fólk í Bandaríkjunum hefur veikst af völdum spínats sem mengað er af ecoli-bakteríunni. Innlent 18.9.2006 11:55 Boðið upp á sérfræðileiðsögn annan hvern þriðjudag í vetur Þjóðminjasafnið mun bjóða upp á sérfræðileiðsögn í hádeginu annan hvern þriðjudag í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á leiðsögn með þessum hætti á safninu. Innlent 18.9.2006 11:03 Farþegum Strætós fjölgar um 20% í júlí og ágúst Farþegum með Strætó fjölgaði um 20 prósent í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Þar segir einnig að ef horft sé á annan ársþriðjung í heild nemi fjölgunin 9,2 prósentum. Innlent 18.9.2006 11:04 Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. Innlent 18.9.2006 11:01 Actavis hækkar ekki tilboð sitt í PLIVA Actavis hyggst ekki hækka tilbði sitt í króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA eftir að bandaríska fyrirtækið Barr Pharmaceuticals hækkaði tilboð sitt í síðustu viku. Innlent 18.9.2006 10:55 Enn haldið sofandi í öndunarvél Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Innlent 18.9.2006 10:12 Actavis hækkar ekki boðið í Pliva Í kjölfar tilkynningar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Telur félagið fyrra boð sitt í samræmi við virði félagsins. Viðskipti innlent 18.9.2006 10:36 Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. Innlent 18.9.2006 10:08 Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Innlent 18.9.2006 10:05 Reyksíminn fær sex milljón króna styrk Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Reyksímanum sex milljón króna styrk. Þjónustan á að hjálpa fólki að hætta að reykja og hefur hún verið að festa sig í sessi. Innlent 18.9.2006 08:25 Olíusamráðið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur Skaðabótakrafa Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögunum Essó, Olís og Skeljungi, vegna ólöglegs verðsamráðs, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur undir hádegi. Borgin krefst hátt í 160 milljóna króna í skaðabætur vegna þess sem hún telur sig hafa skaðast á því, að félögin skiptu viðskiptunum á milli sín á bak við tjöldin. Innlent 18.9.2006 08:27 Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni fram á föstudaginn kemur vegna vinnu í göngunum. Þá stendur yfir viðgerð á ristarhliði á Hringvegi við Fornahvamm sunnan Holtavörðuheiðar. Meðan á verkinu stendur geta orðið einhverjar umferðartafir þar sem umferðin er tekin til hliðar á einbreiða framhjárein. Innlent 18.9.2006 09:09 Hestakerra slóst utan í gangavegginn Hvalfjarðargöngum var lokað í hálfa aðra klukkustund upp úr miðnætti í nótt eftir að hestakerra slóst utan í gangavegginn og valt. Engin hestur var í kerrunni og engan sakaði í bílnum sem dró hana. Að sögn lögreglu bendir ekkert til að bílnum hafi verið ekið ógætilega hratt. Innlent 18.9.2006 08:20 Ekið á kengúru í Danmörku Sá undarlegi atburður átti sér stað í aðfaranótt sunnudags að ekið var á kengúru við Holbæk í Danmörku en kengúran lést af sárum sínum. Á fréttavef danska ríkissjónvarpsins er greint frá því að kengúrunnar hafi verið leitað síðan á miðvikudag. Hennar verið sárt saknað af eiganda sínum og fjölluðu danskir fjölmiðlar um kengúruleitina, enda ekki á hverjum degi sem kengúrur hoppa um þjóðvegi og graslendi Danmerkur. Erlent 18.9.2006 08:31 Sækist eftir 2. sæti Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, sem skipar sjötta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ætlar að sækjast eftir öðru sæti á listanum, fyrir þingkosningarnar í vor. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem verið hefur í þriðja sæti, sækist líka eftir eftir örðu sætinu, þar sem Davíð Oddsson er ekki lengur í fyrsta sæti og Geir H. Haarde hefur flust upp í það. Innlent 18.9.2006 08:16 Sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi segist hann sækjast eftir sætinu í kjölfar þess að Margrét Frímannsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í kosningunum í vor. Innlent 18.9.2006 08:11 Slökkvilið kallað út vegna reyks í Ölgerðinni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ölgerð Egils Skallagrímssonar við Grjótháls í Reykjavík um sex leitið í morgun þar sem torkennilegan reyk lagði frá verksmiðjunni og viðvörunarkerfi fór í gang. Við nánari athugun, kom í ljós að einn ketill verksmiðjunnar hafði ósað, eins og það er orðað, en engin eldur kviknað. Tjón mun vera óverulegt. Innlent 18.9.2006 08:05 Kveður svið stjórnmálanna sátt Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Innlent 17.9.2006 22:18 Segir jafnræðisreglu klárlega vera brotna Eiríkur Tómasson efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum um símhleranir, líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Bíðum þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu, segir þjóðskjalavörður. Innlent 17.9.2006 22:17 Kæra rektor vegna skemmtanabanns Foreldrar nemanda við Menntaskólann við Sund eru ósátt við viðbrögð rektors. Þau segja hann hafa meinað saklausum piltinum aðgang að dansleik í skólanum. Rektor segist hafa viljað tryggja öryggi á dansleik skólans. Innlent 17.9.2006 22:18 Snyrta hár án réttinda í heimahúsum Hluti þeirra sem ekki klára hárgreiðslunám starfar við fagið án þess að hafa tilskilin réttindi. Talið er að hluti þessara kvenna sé jafnframt á atvinnuleysisbótum. Svört atvinnustarfsemi á Íslandi veltir milljörðum. Innlent 17.9.2006 22:17 « ‹ 244 245 246 247 248 249 250 251 252 … 334 ›
Gripinn nakinn á almannafæri Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri. Innlent 18.9.2006 15:18
Yngra fólk mannar búðir og veitingastaði Stærstur hluti starfsmanna í matvöruverslunum og á veitingastöðum og krám er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innlent 18.9.2006 14:54
Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. Innlent 18.9.2006 14:28
Arnarvarp gekk illa vegna slæms tíðarfars Varp arnarins gekk óvenju illa í ár en stofninn hefur engu að síður þrefaldast frá því að bannað var að bera út eitur fyrir tófu árið 1964. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Innlent 18.9.2006 13:55
Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. Innlent 18.9.2006 12:41
Skjálfti úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um tvo kílómetra norðnorðvestur af Grímsey um klukkan hálfellefu í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftar séu algengir á þessu svæði. Innlent 18.9.2006 12:01
Afhenti skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis? Örorkulífeyrisþegi hyggst höfða mál, og jafnvel leggja fram stjórnsýslukæru á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl sín, án leyfis. Innlent 18.9.2006 12:15
101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé. Innlent 18.9.2006 11:47
Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. Innlent 18.9.2006 12:02
Bandarískt spínat innkallað vegna hugsanlegrar bakteríu Íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati hafa þegar innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda slíkt spínat eftir að í ljós kom að fólk í Bandaríkjunum hefur veikst af völdum spínats sem mengað er af ecoli-bakteríunni. Innlent 18.9.2006 11:55
Boðið upp á sérfræðileiðsögn annan hvern þriðjudag í vetur Þjóðminjasafnið mun bjóða upp á sérfræðileiðsögn í hádeginu annan hvern þriðjudag í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á leiðsögn með þessum hætti á safninu. Innlent 18.9.2006 11:03
Farþegum Strætós fjölgar um 20% í júlí og ágúst Farþegum með Strætó fjölgaði um 20 prósent í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Þar segir einnig að ef horft sé á annan ársþriðjung í heild nemi fjölgunin 9,2 prósentum. Innlent 18.9.2006 11:04
Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. Innlent 18.9.2006 11:01
Actavis hækkar ekki tilboð sitt í PLIVA Actavis hyggst ekki hækka tilbði sitt í króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA eftir að bandaríska fyrirtækið Barr Pharmaceuticals hækkaði tilboð sitt í síðustu viku. Innlent 18.9.2006 10:55
Enn haldið sofandi í öndunarvél Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Innlent 18.9.2006 10:12
Actavis hækkar ekki boðið í Pliva Í kjölfar tilkynningar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Telur félagið fyrra boð sitt í samræmi við virði félagsins. Viðskipti innlent 18.9.2006 10:36
Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. Innlent 18.9.2006 10:08
Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Innlent 18.9.2006 10:05
Reyksíminn fær sex milljón króna styrk Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Reyksímanum sex milljón króna styrk. Þjónustan á að hjálpa fólki að hætta að reykja og hefur hún verið að festa sig í sessi. Innlent 18.9.2006 08:25
Olíusamráðið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur Skaðabótakrafa Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögunum Essó, Olís og Skeljungi, vegna ólöglegs verðsamráðs, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur undir hádegi. Borgin krefst hátt í 160 milljóna króna í skaðabætur vegna þess sem hún telur sig hafa skaðast á því, að félögin skiptu viðskiptunum á milli sín á bak við tjöldin. Innlent 18.9.2006 08:27
Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni fram á föstudaginn kemur vegna vinnu í göngunum. Þá stendur yfir viðgerð á ristarhliði á Hringvegi við Fornahvamm sunnan Holtavörðuheiðar. Meðan á verkinu stendur geta orðið einhverjar umferðartafir þar sem umferðin er tekin til hliðar á einbreiða framhjárein. Innlent 18.9.2006 09:09
Hestakerra slóst utan í gangavegginn Hvalfjarðargöngum var lokað í hálfa aðra klukkustund upp úr miðnætti í nótt eftir að hestakerra slóst utan í gangavegginn og valt. Engin hestur var í kerrunni og engan sakaði í bílnum sem dró hana. Að sögn lögreglu bendir ekkert til að bílnum hafi verið ekið ógætilega hratt. Innlent 18.9.2006 08:20
Ekið á kengúru í Danmörku Sá undarlegi atburður átti sér stað í aðfaranótt sunnudags að ekið var á kengúru við Holbæk í Danmörku en kengúran lést af sárum sínum. Á fréttavef danska ríkissjónvarpsins er greint frá því að kengúrunnar hafi verið leitað síðan á miðvikudag. Hennar verið sárt saknað af eiganda sínum og fjölluðu danskir fjölmiðlar um kengúruleitina, enda ekki á hverjum degi sem kengúrur hoppa um þjóðvegi og graslendi Danmerkur. Erlent 18.9.2006 08:31
Sækist eftir 2. sæti Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, sem skipar sjötta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ætlar að sækjast eftir öðru sæti á listanum, fyrir þingkosningarnar í vor. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem verið hefur í þriðja sæti, sækist líka eftir eftir örðu sætinu, þar sem Davíð Oddsson er ekki lengur í fyrsta sæti og Geir H. Haarde hefur flust upp í það. Innlent 18.9.2006 08:16
Sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi segist hann sækjast eftir sætinu í kjölfar þess að Margrét Frímannsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í kosningunum í vor. Innlent 18.9.2006 08:11
Slökkvilið kallað út vegna reyks í Ölgerðinni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ölgerð Egils Skallagrímssonar við Grjótháls í Reykjavík um sex leitið í morgun þar sem torkennilegan reyk lagði frá verksmiðjunni og viðvörunarkerfi fór í gang. Við nánari athugun, kom í ljós að einn ketill verksmiðjunnar hafði ósað, eins og það er orðað, en engin eldur kviknað. Tjón mun vera óverulegt. Innlent 18.9.2006 08:05
Kveður svið stjórnmálanna sátt Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Innlent 17.9.2006 22:18
Segir jafnræðisreglu klárlega vera brotna Eiríkur Tómasson efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum um símhleranir, líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Bíðum þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu, segir þjóðskjalavörður. Innlent 17.9.2006 22:17
Kæra rektor vegna skemmtanabanns Foreldrar nemanda við Menntaskólann við Sund eru ósátt við viðbrögð rektors. Þau segja hann hafa meinað saklausum piltinum aðgang að dansleik í skólanum. Rektor segist hafa viljað tryggja öryggi á dansleik skólans. Innlent 17.9.2006 22:18
Snyrta hár án réttinda í heimahúsum Hluti þeirra sem ekki klára hárgreiðslunám starfar við fagið án þess að hafa tilskilin réttindi. Talið er að hluti þessara kvenna sé jafnframt á atvinnuleysisbótum. Svört atvinnustarfsemi á Íslandi veltir milljörðum. Innlent 17.9.2006 22:17