Innlent

Fréttamynd

Atlantic Airways einkavætt

Búið er að selja 33 prósenta hlut í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til fjárfesta í almennu hlutafjárútboði. Kaupverð nemur 89,1 milljón danskra króna, jafnvirði 1,1 milljarði íslenskra króna. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu og var bréfunum því deilt niður á þá sem skráðu sig fyrir kaupum á þeim, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel hækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fall hjá FL Group

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brimborg lagar Volvó dísel

Brimborg hefur fengið í hendur öll gögn vegna eldhættu í Volvo dísel fólksbílum og býst við að lagfæringum hér á landi ljúki á tveim vikum.

Innlent
Fréttamynd

Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Miklar sveiflur í Kauphöllinni

Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiðir hækkun í dag

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista féll í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan á opnu alþjóðahafi

„Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignagullæðið búið

Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauð opnun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 2,57 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu stendur í 26,55 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan snemma í febrúar á þessu ári. Gengi annarra félaga hefur lækkað sömuleiðis, helst í fjármálafyrirtækjum, en ekkert hækkað á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Spalar eykst milli ára

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöng, hagnaðist um 112 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem er síðasti fjórðungur ársins í bókum félagsins. Til samanburðar var hagnaður inn 153 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mjög dró úr hagnaði Icebank

Hagnaður Icebank nam rúmum 64.8 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við rúma 4,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar rúmum 4,2 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar féll við þetta um tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa eftir sem leið á morguninn og snéru flest fyrirtæki úr lækkanaferli í hækkun, ekki síst fjármálafyrirtækin, sem hafa hækkað lítillega eða staðið í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hefur flugið á ný

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur hækkað um rúm átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þetta er annar hækkunardagur félagsins í Kauphöllinni eftir um næstum þriðjungslækkun í síðustu viku. Þá hefur gengið Straums hækkað í Kauphöllinni eftir að viðskipti hófust. Önnur félög hafa ýmist staðið í stað eða lækkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan féll undir 7.000 stigin

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag. Hún stendur í 6.955 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan seint í janúar. Gengi fjármálafyrirtækja hefur hríðfallið það sem af er dags, mest í Straumi og Exista en gengi beggja hefur fallið um rúm fimm prósent. Gengi Straums hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hækkar eftir fall

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 5,5 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag eftir tæplega þriðjungsfall í síðustu viku. Einungis tvö önnur félög hafa hækkað á sama tíma en fimm lækkað, þar af mest í FL Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Haft í hótunum

Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali.

Innlent
Fréttamynd

Tæp þriðjungslækkun í vikunni

Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum hélt áfram að lækka í dag eftir breytt verðmat á félaginu í byrjun vikunnar en nú fór það niður um níu prósent. Gengið fór hæst í 2.433 stig á mánudag en stendur nú í 1.692 stigum sem jafngildir því að gengið hefur fallið um tæp 30 prósent á þremur dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Icelandic Group undir væntingum

Icelandic Group tapaði rúmum 2,5 milljónum evra, jafnvirði rúmra 220 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 953 þúsunda evra hagnað á sama tíma í fyrra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir áætlanir um hagræðingu og rekstrarhagnað á árinu ekki hafa gengið eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON opnar skrifstofu í Berlín

SPRON Verðbréf dótturfélag SPRON hf., hefur opnað skrifstofu í Berlín og hefur ásamt íslenskum fjárfestum keypt 430 íbúðir þar í borg fyrir fimm og hálfan milljarð króna. Hlutverk skrifstofunnar er að veita ráðgjöf og annast fjárfestingar í fasteignum og fyrirtækjum í Þýskalandi, sem og á nálægum svæðum og bæta með því enn frekar þjónustu við einka- og fyrirtækjafjárfesta á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Gengi nær allra fjármálafyrirtækja lækkaði í kringum eitt til rúmlega tvö prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mest var lækkun á gengi bréfa í Föroya banka, sem fór niður um 2,93 prósent. Næst á eftir fylgdu bréf í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll hratt við upphaf dags en jafnaði sig eftir því sem á leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Chavez hótar spænskum fyrirtækjum

Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti.

Erlent
Fréttamynd

Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni

Gengi tólf fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað frá því viðskipti hófust í dag. Ekkert hefur hækkað á sama tíma en fjöldi staðið í stað. Gengi Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, eða um 3,82 prósent. Gengi bréfa í þessu færeyska olíuleitarfélagi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni á árinu, eða um rúm 324 prósent.

Viðskipti innlent