
Play

Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW
Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air.

Hóta málsókn og saka ASÍ um „annarlegan áróður“
Nýja flugfélagið Play hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafi í dag hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið vegna lágra launa sem flugfélagið mun bjóða starfsfólki sínu. Félagið krefst þess að ASÍ dragi fullyrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu.

Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play
Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu.

Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til
Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir.

Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug
Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife.

Fyrsta flugið verður til London í lok júní
Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins.

Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins
Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum.

Þóra fer frá Icelandair yfir til Play
Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn.

Grjótharður KR-ingur verður framkvæmdastjóri hjá Play
Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að hann taki til starfa á næstu vikum.

Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar
Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga.

Fyrsta flug Play áætlað 24. júní?
Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni.

Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína
Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna.

Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“
Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs.

Fiskisund og Birta í hópi stærstu hlutahafa Play
Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, og lífeyrissjóðurinn Birta verða í hópi þriggja stærstu hluthafa Play í kjölfar nýafstaðins hlutafjárútboðs hins verðandi flugfélags.

Birgir Jónsson nýr forstjóri Play
Birgir Jónsson hefur verið kynntur til sögunnar sem forstjóri flugfélagsins Play. Hann staðfestir ráðninguna við fréttastofu. Túristi og Fréttablaðið greindu fyrst frá.

Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins
Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa.

Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair
Forstjóri flugfélagsins Play segir kerfislega mikilvægt að hafa flugsamgöngur við landið en ekki endilega í höndum Icelandair.

Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair
Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair.

Play tilbúið að stökkva fyrr inn ef þörf krefur
Forsvarsmenn flugfélagsins Play segjast vera tilbúnir að koma inn á flugmarkaðinn fyrr en stefnt hefur verið að, krefjist aðstæður þess.

Play áætlar að hefja leik næsta haust
Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag.

Play nægilega fjármagnað og stefnir á að fljúga í haust
Flugfélagið Play er nægilega vel fjármagnað og er stefnt á að hefja flug í síðasta lagi í haust sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í Reykjavík síðdegis í dag.

Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart
Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn.

Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana
Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt.

Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair.

Segir Play reyna að sækja fjármagn á gaddfreðnum markaði
Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur.

Starfsmenn Play búnir að fá borgað
Aðstandendur flugfélagsins Play eru búin að greiða starfsmönnum sínum laun fyrir nóvembermánuð.

Play gat ekki greitt laun um mánaðamótin
Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Play hafa ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvembermánuð. Upplýsingafulltrúi Play segir starfsmenn sína stöðunni skilning og til standi að greiða laun hið fyrsta.

Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play
Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta.

Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum
Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað.

Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist
Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé.