Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum

TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður.

Innlent
Fréttamynd

Smit hjá liði Guðjóns Vals

Leikmaður Gummersbach greindist með kórónuveiruna og næstu tveimur leikjum liðsins hefur verið frestað. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson leikur með liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins

Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að fólk fari að slaka á

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á því að fólk fari að slaka á nú þegar smitum á landinu fari fækkandi. Sjö greindust með kórónuveirusmit í sýnatöku í gær og voru aðeins tveir af þeim í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dáið vegna Covid-19 Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi hafa opinberað metfjölda látinna vegna Covid-19, tvo daga í röð. Minnst 507 dóu vegna veirunnar í gær og er það í fyrsta sinn sem talan fer yfir 500 í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“

Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi.

Atvinnulíf