Lífið Todmobile á Nasa um helgina Í tilefni af 20 ára afmæli Bylgjunnar mun stórhljómsveitin Todmobile spila á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll næstkomandi laugardagskvöld. Forsala miða hefst á Nasa á föstudaginn klukkan 13:00, miðaverð í forsölu er eins og sönnu Bylgjuballi sæmir aðeins 989 kr. Lífið 23.8.2006 14:42 Útimarkaður í Álafosskvos Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við hátíðina Í túninu heima laugardaginn 26. ágúst kl. 11-17. Á boðstólum verður allt milli himins og jarðar svo sem ferskt grænmeti frá Dalsgarði, Reykjum og Sólheimum; heimalöguð sulta, chutney og kryddolíur. Lífið 23.8.2006 13:48 Síðustu stofutónleikarnir Sunnudaginn 27. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í stofunni á Gljúfrasteini í sumar. Það er enginn annar en Jónas Ingimundarson, píanóleikari sem lýkur þessari stofutónleikaröð með því að leika á flygilinn. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart og Schumann. Lífið 23.8.2006 13:26 Kvennakór Öldutúns hefur sitt annað starfsár Kórinn býður nýja meðlimi velkomna og vill bæta við sig fólki. Hvetur stjórnandinn alla sem áhuga hafa úr, röðum starfsfólks eða foreldra, að hafa samband. Þetta er góð leið til að læra söngtækni, og að þjálfa hlátursvöðvana, því það er mikið hlegið á æfingum. Lífið 23.8.2006 16:03 Fyrsta lagið frá Lay Low Nú er komið út fyrsta lagið hjá listakonunni Lay Low. Lagið er titillag hennar fyrstu plötu og ber hið skemmtilega nafn, “Please don’t hate me”. Upptökur á plötunni sjálfri eru langt á veg komnar og er áætlaður útgáfudagur þann 20. september næstkomandi. Lífið 22.8.2006 16:29 Miðasala að hefjast Miðasala á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst næsta föstudag, 25. ágúst, kl. 10:00 á öllum sölustöðum. Miðasalan er í höndum Miða.is og er fram á www.midi.is, www.bravo.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 580-8020. Lífið 22.8.2006 10:25 Matt Dillon og Marisa Tomei væntanleg til landsins Stórstjörnurnar Matt Dillon og Marisa Tomei koma til Íslands í næstu viku í tilefni af opnun Iceland film festival þann 30. ágúst. Einnig er það staðfest að opnunarmynd hátíðarinnar er kvikmyndin Factotum eftir norska leikstjórann Bent Hamer, en þau Matt og Marisa leika aðalhlutverkin í þessar splunkunýju og stórgóðu mynd. Lífið 21.8.2006 11:29 Klúbbakvöld á Broadway Hinir einu sönnu Josh Gabriel og Dave Dresden, eða dúóið Gabriel & Dresden, ætla að trylla dansþyrsta íslendinga á Broadway föstudaginn 25. ágúst. Plötusnúðarnir, sem eru frá San Francisco, hafa slegið í gegn um heim allan og hafa þeir tekið ákvörðun að koma til íslands og spila á Flex Music kvöldi á Broadway. Lífið 14.8.2006 16:45 Grænlenskur kór með tónleika í Reykjavík um helgina Á menningarnótt Reykjavíkur kemur kórinn Inngeratsiler fram á nokkrum stöðum. Kórinn er blandaður kór og kemur frá Tasiilaq. Kórinn er mjög sérstakur og vel þess virði að heyra hann syngja. Lífið 18.8.2006 16:15 Geitur og kirkjukaffi Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, verður opið frá 14.00 – 22.00 á Menningarnótt. Þar munu Hjálparstarf kirkjunnar, Skálholtsútgáfan og Biskupsstofa bjóða upp á kirkjukaffi og léttar veitingar um leið og starfið verður kynnt með lifandi hætti. Lífið 18.8.2006 13:40 Þrjár Idol stjörnur skemmta gestum Laugardaginn 19. ágúst ætla Idolstjörnunar Bríet Sunna, Ingó og hvíti kóngurinn sjálfur,Snorri, að taka lagið í aðalútibúi KB banka við Austurstræti 5. Krakkarnir hafa haft nóg að gera síðan Idolinu lauk og hafa heldur betur stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf. Lífið 17.8.2006 10:06 Símon leikur á Gljúfrasteini Á sunnudaginn er komið að næst síðustu tónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. Að þessu sinn i mun gítarleikarinn Símon H. Ívarsson leika blóðheita og suðræna tóna, ættaða frá Andalúsíu á Spáni. Verkin á efnisskránni eru eftir nokkur af helstu tónskáldum Spánverja, þá Gaspar Sanz, E. Granados, Manual de Falla og Isack Albeniz Lífið 17.8.2006 15:34 Greifarnir á Salatbarnum og Players Hljómsveitin Greifarnir verður með tónleika á Players Kópavogi á menningarnótt eftir miðnætti. Greifarnir munu leika öll sín gömlu og góðu lög sem allir þekkja í bland við nýtt efni sem væntanlegt er frá hljómsveitinni með haustinu. Þess má geta að Greifarnir munu hita upp fyrir kvöldið með því að taka lagið órafmagnaðir á Salatbarnum Faxafeni 9, í hádeginu. Lífið 17.8.2006 10:33 Unglingar vega og meta íslenska list Elstu nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur fengu í sumar menningarfræðslu í Hafnarhúsinu. Unglingarnir skoðuðu ólík listform og reyndu aðstandendur fræðslunnar að leiða þeim fyrir sjónir miklivægi lista í daglegu lífi. Lífið 17.8.2006 15:40 Hljómsveitin Miri stígur á stokk Hljómsveitin Miri leikur í dag á hljómleikum í gallerí humar & frægð kl. 17. Klukkan 21.00 hefjast svo tónleikar í tónleikaröð Smekkleysu og Reykjavík Grapevine ásamt Lödu Sport og Bertel. Þeir tónleikar verða haldnir á Amsterdam og kostar 500 kr. inn. Lífið 17.8.2006 16:18 Sólarhliðarnar á Stígamótum Menningardagskrá Stígamóta verður kærkomin tilbreyting frá hefðbundinni starfsemi í húsinu. Áherslan verður á sólarhliðarnar í samskiptum fólks og allt tal um ofbeldi og svik sem þrífast í skugga samfélagsins verður lagt til hliðar. Lífið 17.8.2006 10:14 Íslensk tónlist á Public Service hátíðinni Apparat Organ Quartet, Trabant, Unsound auk plötusnúðanna Margeirs og Alfsons X munu koma fram á tónlistarhátíðinni Public Service í miðborg Kaupmannahafnar nú um helgina á vegum Iceland Airwaves og Icelandair. Lífið 16.8.2006 15:40 Mín dagskrá á menningarnótt Nýr dagskrárvefur menningarnætur hefur nú verið opnaður á slóðinni www.menningarnott.is. Vefnum er ætlað að bæta aðgengi að þeim viðburðum sem í boði eru á Menningarnótt og auðvelda fólki að setja saman sína eigin dagskrá til að taka með í miðborgina. Lífið 16.8.2006 15:52 Andóf og æskufjör Næstkomandi fimmtudag, 17. ágúst, er komið að síðustu kvöldgöngu sumarsins. Að þessu sinni er um að ræða óvissugöngu í boði Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur. Lífið 16.8.2006 14:53 Menningarnótt á Þjóðminjasafninu Dagskrá Menningarnætur í Þjóðminjasafninu er tileinkuð konum sem ekki eru alltaf mjög sýnilegar. Dagskráin verður mest á blíðlegum nótum þótt stöku tröllskessa stingi upp kollinum. Lífið 16.8.2006 14:37 Listaport á menningarnótt Fjölbreytt dagskrá verður í portinu á bakvið BSRB-húsið allan laugardaginn á menningarnótt í Reykjavík. Það eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem staðsett eru við portið, þar á meðal BSRB og aðildarfélögin í BSRB-húsinu, sem standa að þessu. Lífið 16.8.2006 14:25 Ástin blómstrar í Bolungarvík Nú stendur yfir Ástarvika í Bolungarvík en hún hófst á sunnudaginn 13. ágúst og lýkur á laugardaginn 19. ágúst. Í þessari viku svífur rómantíkin yfir vötnum í Bolungarvík og bæjarbúar geisla af ást og hamingju. Lífið 16.8.2006 10:52 Bætist við dagskrá Iceland Airwaves Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem fram fer í miðborg Reykjavíkur daganna 18-22 október, er óðum að taka á sig mynd. Þegar er búið að tilkynna um 70 listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á hátíðinni og nú eru kynntir til leiks tæplega 30 flytjendur til viðbótar. Tónlist 15.8.2006 10:46 Ljósmyndasýning í Kaupmannahöfn Föstudaginn 18. ágúst klukkan 14:00 verður opnun á ljósmyndasýningu í Gallerí Ásdís í Klösterstræde 14 (hliðargata á Strikinu) í Kaupamannahöfn með myndum eftir Frímann Frímannsson frá Akureyri. Lífið 26.7.2006 11:18 Evrópskar verðlaunamyndir á Menningarnótt Þrjár evrópskar verðlaunadansmyndir sem vakið hafa verðskuldaða athygli langt út fyrir raðir dansáhugafólks, verða frumsýndar hér á landi á Menningarnótt í Reykjavík. Sýningarnar verða í Tjarnarbíói kl. 14.00 og 16.30 og í versluninni 12 tónum á Skólavörðustíg kl. 18.00 til 22.00 Lífið 15.8.2006 09:39 Mannlíf - minjar og menning í Garðinum Menningar- og sögutengd ganga og fræðsla um Garð verður farin laugardaginn 19. ágúst. Gangan hefst við Íþróttahúsið kl. 11:00 og er liður í dagskrá Sólseturshátíðarinnar í Garði. Lífið 15.8.2006 09:54 Íslenska óperan gerir samstarfssamning Sparisjóðurinn í Keflavík er einn af traustustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar og hefur um árabil lagt fram ákveðna fjárupphæð til stuðnings starfsemi hennar. Lífið 15.8.2006 09:27 Björgvin í Laugardalshöllina Laugardaginn 23. september kl. 20:00 verður efnt til sannkallaðra stórtónleika í Laugardalshöll þar sem Björgvin Halldórsson flytur úrval laga úr efnisskrá sinni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fóstbræðrum, Hljómsveit Björgvins, bakröddum og nokkrum landsþekktum gestum. Lífið 11.8.2006 11:49 Uppskera og handverk sett Uppskera og Handverk 2006 að Hrafnagili sett í gær með viðhöfnBjarni Kristjánsson sveitarstjóri setti sýninguna og Jón Marinó Jónsson sagði sögu einnar fiðlu. Þar á eftir var frumflutningur á fiðlu Jóns Marinós. Lífið 11.8.2006 11:36 Söngur og orgel í Reykholtskirkju Fimmtu tónleikarnir af sjö í orgeltónleikröð Reykholtskikrju og FÍO verða haldnir sunnudaginn 13. ág. kl. 17.00. Þá syngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópransöngkona og Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjallakirkju í Kópavogi leikur á orgelið. Þetta eru fyrst og fremst söngtónleikar þar sem lögð er áhersla á að sýna orgelið sem undirleikshljóðfæri. Lífið 10.8.2006 14:12 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 102 ›
Todmobile á Nasa um helgina Í tilefni af 20 ára afmæli Bylgjunnar mun stórhljómsveitin Todmobile spila á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll næstkomandi laugardagskvöld. Forsala miða hefst á Nasa á föstudaginn klukkan 13:00, miðaverð í forsölu er eins og sönnu Bylgjuballi sæmir aðeins 989 kr. Lífið 23.8.2006 14:42
Útimarkaður í Álafosskvos Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við hátíðina Í túninu heima laugardaginn 26. ágúst kl. 11-17. Á boðstólum verður allt milli himins og jarðar svo sem ferskt grænmeti frá Dalsgarði, Reykjum og Sólheimum; heimalöguð sulta, chutney og kryddolíur. Lífið 23.8.2006 13:48
Síðustu stofutónleikarnir Sunnudaginn 27. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í stofunni á Gljúfrasteini í sumar. Það er enginn annar en Jónas Ingimundarson, píanóleikari sem lýkur þessari stofutónleikaröð með því að leika á flygilinn. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart og Schumann. Lífið 23.8.2006 13:26
Kvennakór Öldutúns hefur sitt annað starfsár Kórinn býður nýja meðlimi velkomna og vill bæta við sig fólki. Hvetur stjórnandinn alla sem áhuga hafa úr, röðum starfsfólks eða foreldra, að hafa samband. Þetta er góð leið til að læra söngtækni, og að þjálfa hlátursvöðvana, því það er mikið hlegið á æfingum. Lífið 23.8.2006 16:03
Fyrsta lagið frá Lay Low Nú er komið út fyrsta lagið hjá listakonunni Lay Low. Lagið er titillag hennar fyrstu plötu og ber hið skemmtilega nafn, “Please don’t hate me”. Upptökur á plötunni sjálfri eru langt á veg komnar og er áætlaður útgáfudagur þann 20. september næstkomandi. Lífið 22.8.2006 16:29
Miðasala að hefjast Miðasala á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst næsta föstudag, 25. ágúst, kl. 10:00 á öllum sölustöðum. Miðasalan er í höndum Miða.is og er fram á www.midi.is, www.bravo.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 580-8020. Lífið 22.8.2006 10:25
Matt Dillon og Marisa Tomei væntanleg til landsins Stórstjörnurnar Matt Dillon og Marisa Tomei koma til Íslands í næstu viku í tilefni af opnun Iceland film festival þann 30. ágúst. Einnig er það staðfest að opnunarmynd hátíðarinnar er kvikmyndin Factotum eftir norska leikstjórann Bent Hamer, en þau Matt og Marisa leika aðalhlutverkin í þessar splunkunýju og stórgóðu mynd. Lífið 21.8.2006 11:29
Klúbbakvöld á Broadway Hinir einu sönnu Josh Gabriel og Dave Dresden, eða dúóið Gabriel & Dresden, ætla að trylla dansþyrsta íslendinga á Broadway föstudaginn 25. ágúst. Plötusnúðarnir, sem eru frá San Francisco, hafa slegið í gegn um heim allan og hafa þeir tekið ákvörðun að koma til íslands og spila á Flex Music kvöldi á Broadway. Lífið 14.8.2006 16:45
Grænlenskur kór með tónleika í Reykjavík um helgina Á menningarnótt Reykjavíkur kemur kórinn Inngeratsiler fram á nokkrum stöðum. Kórinn er blandaður kór og kemur frá Tasiilaq. Kórinn er mjög sérstakur og vel þess virði að heyra hann syngja. Lífið 18.8.2006 16:15
Geitur og kirkjukaffi Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, verður opið frá 14.00 – 22.00 á Menningarnótt. Þar munu Hjálparstarf kirkjunnar, Skálholtsútgáfan og Biskupsstofa bjóða upp á kirkjukaffi og léttar veitingar um leið og starfið verður kynnt með lifandi hætti. Lífið 18.8.2006 13:40
Þrjár Idol stjörnur skemmta gestum Laugardaginn 19. ágúst ætla Idolstjörnunar Bríet Sunna, Ingó og hvíti kóngurinn sjálfur,Snorri, að taka lagið í aðalútibúi KB banka við Austurstræti 5. Krakkarnir hafa haft nóg að gera síðan Idolinu lauk og hafa heldur betur stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf. Lífið 17.8.2006 10:06
Símon leikur á Gljúfrasteini Á sunnudaginn er komið að næst síðustu tónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. Að þessu sinn i mun gítarleikarinn Símon H. Ívarsson leika blóðheita og suðræna tóna, ættaða frá Andalúsíu á Spáni. Verkin á efnisskránni eru eftir nokkur af helstu tónskáldum Spánverja, þá Gaspar Sanz, E. Granados, Manual de Falla og Isack Albeniz Lífið 17.8.2006 15:34
Greifarnir á Salatbarnum og Players Hljómsveitin Greifarnir verður með tónleika á Players Kópavogi á menningarnótt eftir miðnætti. Greifarnir munu leika öll sín gömlu og góðu lög sem allir þekkja í bland við nýtt efni sem væntanlegt er frá hljómsveitinni með haustinu. Þess má geta að Greifarnir munu hita upp fyrir kvöldið með því að taka lagið órafmagnaðir á Salatbarnum Faxafeni 9, í hádeginu. Lífið 17.8.2006 10:33
Unglingar vega og meta íslenska list Elstu nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur fengu í sumar menningarfræðslu í Hafnarhúsinu. Unglingarnir skoðuðu ólík listform og reyndu aðstandendur fræðslunnar að leiða þeim fyrir sjónir miklivægi lista í daglegu lífi. Lífið 17.8.2006 15:40
Hljómsveitin Miri stígur á stokk Hljómsveitin Miri leikur í dag á hljómleikum í gallerí humar & frægð kl. 17. Klukkan 21.00 hefjast svo tónleikar í tónleikaröð Smekkleysu og Reykjavík Grapevine ásamt Lödu Sport og Bertel. Þeir tónleikar verða haldnir á Amsterdam og kostar 500 kr. inn. Lífið 17.8.2006 16:18
Sólarhliðarnar á Stígamótum Menningardagskrá Stígamóta verður kærkomin tilbreyting frá hefðbundinni starfsemi í húsinu. Áherslan verður á sólarhliðarnar í samskiptum fólks og allt tal um ofbeldi og svik sem þrífast í skugga samfélagsins verður lagt til hliðar. Lífið 17.8.2006 10:14
Íslensk tónlist á Public Service hátíðinni Apparat Organ Quartet, Trabant, Unsound auk plötusnúðanna Margeirs og Alfsons X munu koma fram á tónlistarhátíðinni Public Service í miðborg Kaupmannahafnar nú um helgina á vegum Iceland Airwaves og Icelandair. Lífið 16.8.2006 15:40
Mín dagskrá á menningarnótt Nýr dagskrárvefur menningarnætur hefur nú verið opnaður á slóðinni www.menningarnott.is. Vefnum er ætlað að bæta aðgengi að þeim viðburðum sem í boði eru á Menningarnótt og auðvelda fólki að setja saman sína eigin dagskrá til að taka með í miðborgina. Lífið 16.8.2006 15:52
Andóf og æskufjör Næstkomandi fimmtudag, 17. ágúst, er komið að síðustu kvöldgöngu sumarsins. Að þessu sinni er um að ræða óvissugöngu í boði Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur. Lífið 16.8.2006 14:53
Menningarnótt á Þjóðminjasafninu Dagskrá Menningarnætur í Þjóðminjasafninu er tileinkuð konum sem ekki eru alltaf mjög sýnilegar. Dagskráin verður mest á blíðlegum nótum þótt stöku tröllskessa stingi upp kollinum. Lífið 16.8.2006 14:37
Listaport á menningarnótt Fjölbreytt dagskrá verður í portinu á bakvið BSRB-húsið allan laugardaginn á menningarnótt í Reykjavík. Það eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem staðsett eru við portið, þar á meðal BSRB og aðildarfélögin í BSRB-húsinu, sem standa að þessu. Lífið 16.8.2006 14:25
Ástin blómstrar í Bolungarvík Nú stendur yfir Ástarvika í Bolungarvík en hún hófst á sunnudaginn 13. ágúst og lýkur á laugardaginn 19. ágúst. Í þessari viku svífur rómantíkin yfir vötnum í Bolungarvík og bæjarbúar geisla af ást og hamingju. Lífið 16.8.2006 10:52
Bætist við dagskrá Iceland Airwaves Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem fram fer í miðborg Reykjavíkur daganna 18-22 október, er óðum að taka á sig mynd. Þegar er búið að tilkynna um 70 listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á hátíðinni og nú eru kynntir til leiks tæplega 30 flytjendur til viðbótar. Tónlist 15.8.2006 10:46
Ljósmyndasýning í Kaupmannahöfn Föstudaginn 18. ágúst klukkan 14:00 verður opnun á ljósmyndasýningu í Gallerí Ásdís í Klösterstræde 14 (hliðargata á Strikinu) í Kaupamannahöfn með myndum eftir Frímann Frímannsson frá Akureyri. Lífið 26.7.2006 11:18
Evrópskar verðlaunamyndir á Menningarnótt Þrjár evrópskar verðlaunadansmyndir sem vakið hafa verðskuldaða athygli langt út fyrir raðir dansáhugafólks, verða frumsýndar hér á landi á Menningarnótt í Reykjavík. Sýningarnar verða í Tjarnarbíói kl. 14.00 og 16.30 og í versluninni 12 tónum á Skólavörðustíg kl. 18.00 til 22.00 Lífið 15.8.2006 09:39
Mannlíf - minjar og menning í Garðinum Menningar- og sögutengd ganga og fræðsla um Garð verður farin laugardaginn 19. ágúst. Gangan hefst við Íþróttahúsið kl. 11:00 og er liður í dagskrá Sólseturshátíðarinnar í Garði. Lífið 15.8.2006 09:54
Íslenska óperan gerir samstarfssamning Sparisjóðurinn í Keflavík er einn af traustustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar og hefur um árabil lagt fram ákveðna fjárupphæð til stuðnings starfsemi hennar. Lífið 15.8.2006 09:27
Björgvin í Laugardalshöllina Laugardaginn 23. september kl. 20:00 verður efnt til sannkallaðra stórtónleika í Laugardalshöll þar sem Björgvin Halldórsson flytur úrval laga úr efnisskrá sinni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fóstbræðrum, Hljómsveit Björgvins, bakröddum og nokkrum landsþekktum gestum. Lífið 11.8.2006 11:49
Uppskera og handverk sett Uppskera og Handverk 2006 að Hrafnagili sett í gær með viðhöfnBjarni Kristjánsson sveitarstjóri setti sýninguna og Jón Marinó Jónsson sagði sögu einnar fiðlu. Þar á eftir var frumflutningur á fiðlu Jóns Marinós. Lífið 11.8.2006 11:36
Söngur og orgel í Reykholtskirkju Fimmtu tónleikarnir af sjö í orgeltónleikröð Reykholtskikrju og FÍO verða haldnir sunnudaginn 13. ág. kl. 17.00. Þá syngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópransöngkona og Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjallakirkju í Kópavogi leikur á orgelið. Þetta eru fyrst og fremst söngtónleikar þar sem lögð er áhersla á að sýna orgelið sem undirleikshljóðfæri. Lífið 10.8.2006 14:12
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent