Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

„Þú ert með völdin!“

Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki horft á fjölda­morð í beinni út­sendingu“

Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. 

Innlent
Fréttamynd

Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum

Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún segir hækkun launa í krónu­tölu ekki málið

Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa

Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir.

Innlent
Fréttamynd

Hannað hér – en sigrar heiminn

Hvern hefði órað fyrir því að íslenskir eikarvaðfuglar gætu flogið svo víða? Eða að íslenskt geimhagkerfi yrði til þess að tengja saman milljónir manna? Eða að íslenskt grjót yrði eftirsóknarvert í nytjahluti. Einhverja – en þó fæsta.

Skoðun
Fréttamynd

Harmar að mann­skæðir brunar eigi sér stað reglu­lega

Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. 

Innlent
Fréttamynd

Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap

Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn.

Innlent
Fréttamynd

Allt mat­væla­eftir­lit fari til ríkisins

Ein­róma niður­staða starfs­hóps um fyrir­komu­lag eftir­lits með hollustu­háttum, mengunar­vörnum og mat­væla­eftir­liti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftir­lit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftir­lits­stofnanir, svo­kallaðar heil­brigðis­nefndir, á vegum sveitar­fé­laga verði lagðar niður.

Innlent
Fréttamynd

Teflon að eilífu

Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er svo mikil þvæla“

Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Ís­lands­banka

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna

Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni

Innlent
Fréttamynd

Þing­flokkurinn fagni af­sögn eigin formanns sem hans besta verki

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kristján viss um að hann veiði á­fram hval á næsta ári

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu.

Innlent
Fréttamynd

Tekur bjart­sýn en raun­sæ við nýjum verk­efnum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst stóla­skipti“ án þess að axla á­byrgð

Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stöðug­leika er ríkis­stjórnin að tala um?

„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um?

Skoðun