Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Teitur aðstoðar Ásmund Einar Teitur Erlingsson mun taka við Arnari Þór Sævarssyni sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Teitur mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur sem er einnig aðstoðarmaður Ásmundar. Innlent 21.4.2023 16:55 Rangt hjá stjórnarþingmanni að hækka eigi fjármagnstekjuskatt Stjórnarþingmaður fór með rangt mál þegar hún sagði í ræðu á Alþingi að ríkisstjórnin hafi „ákveðið“ að hækka fjármagnstekjuskatt og við það myndu tekjur ríkissjóðs aukast um sex milljarða. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra staðfestir í samtali við Innherja að ekki standi til að hækka fjármagnstekjuskatt í nýrri fjármálaáætlun. Innherji 21.4.2023 16:00 Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Innlent 20.4.2023 16:06 Rangfærslur allsráðandi í umræðu um umdeilt frumvarp Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs. Innlent 20.4.2023 12:37 Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Innlent 20.4.2023 00:08 Geðsvið Landspítala fær líka nýtt húsnæði Nýtt húsnæði Landspítala undir geðþjónustu mun rísa en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu. Fjármálaráðherra segir uppbyggingu Landspítalans langstærstu fjárfestingu Íslandssögunnar en hún hljóðar upp á 210 milljarða í heild. Innlent 19.4.2023 21:55 Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. Innlent 19.4.2023 21:36 Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag. Innlent 19.4.2023 19:51 Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. Innlent 19.4.2023 18:14 Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. Innlent 19.4.2023 12:13 Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. Innlent 19.4.2023 09:30 Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Innlent 19.4.2023 09:01 Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið. Innherji 19.4.2023 08:31 Tryggjum stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Skoðun 19.4.2023 08:00 Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Innlent 18.4.2023 19:30 Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Innlent 18.4.2023 12:29 Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Innlent 18.4.2023 11:09 Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. Innlent 17.4.2023 23:23 Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. Innlent 17.4.2023 23:00 Bein útsending: Ræðir við landsmenn um sjálfbært Ísland Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Innlent 17.4.2023 15:00 Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Innlent 17.4.2023 14:03 Herðist á rembihnútnum sem Lindarhvolsmálið er í Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi var gestur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þar var Lindarhvolsmálið enn og aftur til umfjöllunar. Innlent 17.4.2023 12:17 Landgræðslunni hugnast ekki heitið Land og skógur fyrir sameinaða stofnun Landgræðslunni hugnast ekki að ný stofnun sem verður til með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar verði kölluð „Land og skógur“, líkt og lagt er til í samnefndu frumvarpi um hina nýju stofnun. Innlent 17.4.2023 06:49 Líklegra að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu raunverulega vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín eignum með tilheyrandi afleiðingum. Grípa þurfi til raunverulegra aðgerða. Innlent 16.4.2023 21:00 Allir styrkirnir í RÚV-verkefni Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Innlent 16.4.2023 15:01 „Ég veit ekki hvernig ég verð eftir fimm ár“ „Ef ég hefði fæðst ellefu mánuðum fyrr hefði ég verið sautján ára þegar lyfið var samþykkt hér á landi árið 2018 og þá væri ég á lyfinu núna,“ segir Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára leikstjóri og handritshöfundur og einn ellefu einstaklinga á Íslandi með vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA), sem fá ekki lyf við sjúkdómnum. Innlent 15.4.2023 14:00 Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Innlent 14.4.2023 20:35 Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið. Innlent 14.4.2023 19:30 Fjármálaráðherra í fríi Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu. Skoðun 14.4.2023 14:31 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. Innlent 14.4.2023 11:26 « ‹ 49 50 51 52 53 54 55 56 57 … 149 ›
Teitur aðstoðar Ásmund Einar Teitur Erlingsson mun taka við Arnari Þór Sævarssyni sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Teitur mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur sem er einnig aðstoðarmaður Ásmundar. Innlent 21.4.2023 16:55
Rangt hjá stjórnarþingmanni að hækka eigi fjármagnstekjuskatt Stjórnarþingmaður fór með rangt mál þegar hún sagði í ræðu á Alþingi að ríkisstjórnin hafi „ákveðið“ að hækka fjármagnstekjuskatt og við það myndu tekjur ríkissjóðs aukast um sex milljarða. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra staðfestir í samtali við Innherja að ekki standi til að hækka fjármagnstekjuskatt í nýrri fjármálaáætlun. Innherji 21.4.2023 16:00
Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Innlent 20.4.2023 16:06
Rangfærslur allsráðandi í umræðu um umdeilt frumvarp Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs. Innlent 20.4.2023 12:37
Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Innlent 20.4.2023 00:08
Geðsvið Landspítala fær líka nýtt húsnæði Nýtt húsnæði Landspítala undir geðþjónustu mun rísa en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu. Fjármálaráðherra segir uppbyggingu Landspítalans langstærstu fjárfestingu Íslandssögunnar en hún hljóðar upp á 210 milljarða í heild. Innlent 19.4.2023 21:55
Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. Innlent 19.4.2023 21:36
Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag. Innlent 19.4.2023 19:51
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. Innlent 19.4.2023 18:14
Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. Innlent 19.4.2023 12:13
Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. Innlent 19.4.2023 09:30
Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Innlent 19.4.2023 09:01
Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið. Innherji 19.4.2023 08:31
Tryggjum stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Skoðun 19.4.2023 08:00
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Innlent 18.4.2023 19:30
Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Innlent 18.4.2023 12:29
Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Innlent 18.4.2023 11:09
Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. Innlent 17.4.2023 23:23
Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. Innlent 17.4.2023 23:00
Bein útsending: Ræðir við landsmenn um sjálfbært Ísland Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Innlent 17.4.2023 15:00
Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Innlent 17.4.2023 14:03
Herðist á rembihnútnum sem Lindarhvolsmálið er í Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi var gestur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þar var Lindarhvolsmálið enn og aftur til umfjöllunar. Innlent 17.4.2023 12:17
Landgræðslunni hugnast ekki heitið Land og skógur fyrir sameinaða stofnun Landgræðslunni hugnast ekki að ný stofnun sem verður til með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar verði kölluð „Land og skógur“, líkt og lagt er til í samnefndu frumvarpi um hina nýju stofnun. Innlent 17.4.2023 06:49
Líklegra að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu raunverulega vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín eignum með tilheyrandi afleiðingum. Grípa þurfi til raunverulegra aðgerða. Innlent 16.4.2023 21:00
Allir styrkirnir í RÚV-verkefni Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Innlent 16.4.2023 15:01
„Ég veit ekki hvernig ég verð eftir fimm ár“ „Ef ég hefði fæðst ellefu mánuðum fyrr hefði ég verið sautján ára þegar lyfið var samþykkt hér á landi árið 2018 og þá væri ég á lyfinu núna,“ segir Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára leikstjóri og handritshöfundur og einn ellefu einstaklinga á Íslandi með vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA), sem fá ekki lyf við sjúkdómnum. Innlent 15.4.2023 14:00
Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Innlent 14.4.2023 20:35
Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið. Innlent 14.4.2023 19:30
Fjármálaráðherra í fríi Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu. Skoðun 14.4.2023 14:31
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. Innlent 14.4.2023 11:26