Matvælaframleiðsla Bein útsending: Matvælaþing 2022 Matvælaþing 2022 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Það er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem boðar til þingsins sem hefst klukkan 9:15 og stendur til 15:45. Innlent 22.11.2022 08:46 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. Innlent 11.11.2022 22:44 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. Viðskipti innlent 1.11.2022 21:41 Sykur í sykurlausum Opal Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal. Neytendur 26.10.2022 20:10 Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri? „Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum. Innlent 25.10.2022 21:06 „Mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við“ Fiskistofa segir drónaupptökur á brottkasti dragnótabátsins Onna sýna að hægt hefði verið að bjarga næstum tveimur tonnum af afla í stað þess að henda honum. Sviðsstjóri segir að upptökur sýni að næstum annar hver bátur stundi brottkast. Innlent 24.10.2022 13:30 Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Innlent 23.10.2022 09:01 Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Innlent 19.10.2022 22:52 Uppskerubrestur í Flórída ýtir verði á appelsínusafa í methæðir Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída. Innherji 19.10.2022 19:12 Tekist á um upprekstrarfélagsskyldu í Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur hafnað ósk jarðeigenda að Skarðshömrum um úrsögn úr upprekstrarfélagi. Innlent 19.10.2022 07:10 Alþjóðlegur dagur matvæla Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Skoðun 18.10.2022 13:00 Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. Innlent 13.10.2022 23:05 Pappaskeiðarnar heyra brátt sögunni til Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn. Neytendur 13.10.2022 11:52 Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. Innlent 10.10.2022 23:00 Tugmilljóna tjón á ótryggðri kornrækt Áætlað tjón á kornuppskeru í Eyjafirði vegna einnar helgar hvassviðris í september er áætlað á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Þá er áætlað að frostskemmdir, sem urðu sums staðar í ágúst, hafi eyðilagt uppskeru fyrir 10 til 12 milljónir. Innlent 4.10.2022 07:24 Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Erlent 24.9.2022 14:30 Lóa Fatou nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Good Good Lóa Fatou Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs (COO) í höfuðstöðvum matvælafyrirtækisins Good Good í Reykjavík. Hún mun sem slíkur leiða uppsetningu og rekstur á starfsemi fyrirtækisins í Evrópu og Norður-Ameríku. Viðskipti innlent 14.9.2022 08:56 Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Skoðun 12.9.2022 10:31 Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Innlent 9.9.2022 20:05 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. Viðskipti innlent 7.9.2022 23:05 Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. Innlent 1.9.2022 23:00 Mountain Dew í dósum snýr aftur Mountain Dew í dósum er komið aftur í búðir eftir fimm ára fjarveru. Fyrstu dósirnar lentu í verslunum í vikunni og það er aldrei að vita hvort fleiri nýjungar séu væntanlegar á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 1.9.2022 18:21 Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. Neytendur 1.9.2022 15:56 Leið til að lækka matvælaverð Miklar hækkanir hafa orðið á útboðsgjaldi, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla. Þetta kemur fram í yfirliti sem matvælaráðuneytið hefur birt um niðurstöður síðasta útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá ESB, en tollkvóti er heimild til að flytja inn tiltekið magn vöru án tolla. Skoðun 30.8.2022 11:31 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. Neytendur 25.8.2022 13:01 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Neytendur 24.8.2022 14:17 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. Viðskipti innlent 24.8.2022 13:09 Vörur frá Good Good komnar í 3.500 verslanir Walmart Vörur frá íslenska matvælafyrirtækinu Good Good fást nú í 3.500 verslunum Walmart í Bandaríkjunum. Velta fyrirtækisins nam tæpum milljarði í fyrra og Garðar Stefánsson, einn stofnenda Good Good, segir að það velta ársins í ár stefni í tvöfalda þá upphæð. Viðskipti innlent 18.8.2022 07:16 Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. Innlent 11.8.2022 17:48 Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. Erlent 5.8.2022 07:42 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 17 ›
Bein útsending: Matvælaþing 2022 Matvælaþing 2022 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Það er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem boðar til þingsins sem hefst klukkan 9:15 og stendur til 15:45. Innlent 22.11.2022 08:46
Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. Innlent 11.11.2022 22:44
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. Viðskipti innlent 1.11.2022 21:41
Sykur í sykurlausum Opal Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal. Neytendur 26.10.2022 20:10
Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri? „Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum. Innlent 25.10.2022 21:06
„Mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við“ Fiskistofa segir drónaupptökur á brottkasti dragnótabátsins Onna sýna að hægt hefði verið að bjarga næstum tveimur tonnum af afla í stað þess að henda honum. Sviðsstjóri segir að upptökur sýni að næstum annar hver bátur stundi brottkast. Innlent 24.10.2022 13:30
Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Innlent 23.10.2022 09:01
Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Innlent 19.10.2022 22:52
Uppskerubrestur í Flórída ýtir verði á appelsínusafa í methæðir Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída. Innherji 19.10.2022 19:12
Tekist á um upprekstrarfélagsskyldu í Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur hafnað ósk jarðeigenda að Skarðshömrum um úrsögn úr upprekstrarfélagi. Innlent 19.10.2022 07:10
Alþjóðlegur dagur matvæla Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Skoðun 18.10.2022 13:00
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. Innlent 13.10.2022 23:05
Pappaskeiðarnar heyra brátt sögunni til Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn. Neytendur 13.10.2022 11:52
Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. Innlent 10.10.2022 23:00
Tugmilljóna tjón á ótryggðri kornrækt Áætlað tjón á kornuppskeru í Eyjafirði vegna einnar helgar hvassviðris í september er áætlað á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Þá er áætlað að frostskemmdir, sem urðu sums staðar í ágúst, hafi eyðilagt uppskeru fyrir 10 til 12 milljónir. Innlent 4.10.2022 07:24
Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Erlent 24.9.2022 14:30
Lóa Fatou nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Good Good Lóa Fatou Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs (COO) í höfuðstöðvum matvælafyrirtækisins Good Good í Reykjavík. Hún mun sem slíkur leiða uppsetningu og rekstur á starfsemi fyrirtækisins í Evrópu og Norður-Ameríku. Viðskipti innlent 14.9.2022 08:56
Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Skoðun 12.9.2022 10:31
Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Innlent 9.9.2022 20:05
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. Viðskipti innlent 7.9.2022 23:05
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. Innlent 1.9.2022 23:00
Mountain Dew í dósum snýr aftur Mountain Dew í dósum er komið aftur í búðir eftir fimm ára fjarveru. Fyrstu dósirnar lentu í verslunum í vikunni og það er aldrei að vita hvort fleiri nýjungar séu væntanlegar á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 1.9.2022 18:21
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. Neytendur 1.9.2022 15:56
Leið til að lækka matvælaverð Miklar hækkanir hafa orðið á útboðsgjaldi, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla. Þetta kemur fram í yfirliti sem matvælaráðuneytið hefur birt um niðurstöður síðasta útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá ESB, en tollkvóti er heimild til að flytja inn tiltekið magn vöru án tolla. Skoðun 30.8.2022 11:31
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. Neytendur 25.8.2022 13:01
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Neytendur 24.8.2022 14:17
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. Viðskipti innlent 24.8.2022 13:09
Vörur frá Good Good komnar í 3.500 verslanir Walmart Vörur frá íslenska matvælafyrirtækinu Good Good fást nú í 3.500 verslunum Walmart í Bandaríkjunum. Velta fyrirtækisins nam tæpum milljarði í fyrra og Garðar Stefánsson, einn stofnenda Good Good, segir að það velta ársins í ár stefni í tvöfalda þá upphæð. Viðskipti innlent 18.8.2022 07:16
Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. Innlent 11.8.2022 17:48
Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. Erlent 5.8.2022 07:42