Þór Akureyri

Fréttamynd

Lík­legast að ein­vígið fari fram í Kósovó

Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta KHF Istogu, landsmeisturum Kósovó, í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í handbolta. Liðin mætast tvívegis um miðjan septembermánuð og stefnir allt í að báðir leikirnir fari fram í Kósovó.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV nálgast sæti í efstu deild

ÍBV vann í dag mikilvægan 1-0 sigur þegar að liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn eru enn í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili, en Þórsarar eru ekki enn búnir að hrista falldrauginn af sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór Akureyri fær írskan liðsstyrk

Þórsarar frá Akureyri hafa samið við írska landsliðsmanninn Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Blount kemur frá Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tinda­stóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA

Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Formaður Þórs: Alusevski kostar ekki meira en íslenskur þjálfari

Stevce Alusevski tók á dögunum við karlaliði Þórs frá Akureyri í handbolta. Alusevski þjálfaði seinast norður-makedónska stórliðið Vardar, og því voru margir hissa þegar ráðningin var tilkynnt. Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, tók spjallið við blaðamann Vísis, og fór þá meðal annars yfir ferlið sem fór í að ráða þennan áhugverða þjálfara.

Handbolti