UMF Grindavík Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. Körfubolti 20.1.2023 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 67-73 | Baráttan um sæti í úrslitakeppni galopin Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi. Körfubolti 18.1.2023 17:31 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar mörðu KR á seiglunni suður með sjó Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. Körfubolti 5.1.2023 17:31 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. Körfubolti 4.1.2023 17:30 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Íslenskasta liðið, villtir og til í að vera í böggi allan leikinn“ Farið yfir gott gengi Grindavíkur í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, telur að um íslenskasta lið deildarinnar sé að ræða. Körfubolti 31.12.2022 19:00 Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“ Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. Körfubolti 30.12.2022 21:02 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Grindvíkingar slökktu í sigurvonum Þórsara Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Körfubolti 30.12.2022 17:30 „Þetta er algjör einhyrningur í þessari deild“ Ólafur Ólafsson átti stórleik með Grindvíkingum í sigurleik á útivelli á móti Haukum í tíundu umferð Subway deildar karla. Körfubolti 19.12.2022 13:31 „Þetta er auðvelt sport“ „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag. Körfubolti 16.12.2022 21:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 78-81 | Óli Óla með sýningu í Ólafssal Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. Körfubolti 16.12.2022 17:30 Grindavík Íslandsmeistari í pílukasti Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari félagsliða í pílukasti. Átta lið voru skráð til leiks. Sport 13.12.2022 16:31 Umfjöllun og myndir: Valur - Grindavík 90-80 | Valur tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöll Íslandsmeistarar Vals eru komnir í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Valur vann Grindavík með tíu stiga mun á Hlíðarenda í kvöld, lokatölur 90-80. Varð Valur þar með annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll 11. janúar næstkomandi. Körfubolti 12.12.2022 20:18 Haukar og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum Haukar og Stjarnan urðu í kvöld tvö seinustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Grindavík, 66-64, og 1. deildarlið Stjörnunnar hafði betur gegn Subway-deildarliði ÍR, 84-92. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og eiga því enn möguleika á að verja titilinn. Körfubolti 11.12.2022 21:34 Óskar Örn genginn til liðs við Grindavík Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Fótbolti 11.12.2022 16:58 Fullyrðir að Óskar Örn muni leika með Grindavík á næsta tímabili Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, mun leika með Grindavík í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Fótbolti 9.12.2022 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 93-122 | Breiðablik sýndi enga miskunn Breiðablik fór illa með Grindavík í HS-orku höllinni. Blikar buðu upp á flugeldasýningu í fyrri hálfleik þar sem Kópavogsbúar gerðu 68 stig. Blikar héldu sjó í seinni hálfleik og gott betur sem skilaði 29 stiga sigri 93-122. Körfubolti 9.12.2022 17:30 „Venjulega er Grindavík með meiri baráttu en þetta“ Breiðablik vann sannfærandi 29 stiga sigur á Grindavík 93-122. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með öruggan útisigur. Körfubolti 9.12.2022 20:24 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Körfubolti 7.12.2022 17:31 Auðvelt hjá Njarðvík gegn ÍR | Góð ferð Hauka til Grindavíkur Meistaralið Njarðvíkur átti ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR þegar liðin áttust við í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld. Körfubolti 4.12.2022 21:10 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 87-91 | Baráttusigur Grindavíkur á Egilsstöðum Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin. Körfubolti 1.12.2022 18:30 Framarar sækja liðsstyrk til Grindavíkur Framarar hafa samið við knattspyrnumanninn Aron Jóhannsson um að leika með liðinu í Bestu-deild karla næstu tvö árin. Fótbolti 29.11.2022 20:01 Einar Karl til Grindavíkur Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild karla því Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir liðsins. Íslenski boltinn 25.11.2022 14:29 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan valtaði yfir Grindvíkinga í Garðabænum Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. Körfubolti 24.11.2022 17:31 „Þetta var mjög þungt“ Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. Körfubolti 24.11.2022 21:01 „Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Körfubolti 21.11.2022 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Körfubolti 21.11.2022 17:31 Braut tennurnar í Brynjari Björns fyrir níu árum og er nú mættur aftur á Klakann Grindvíkingar hafa tekið ákvörðun um að skipta um bandaríska leikmann liðsins en félagið lét David Azore fara eftir fimm umferðir í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 17.11.2022 15:27 Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 16.11.2022 20:39 Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Grindavík 65-89 | Grindavík stakk af í þriðja leikhluta gegn Kanalausum Blikum Grindavík vann 89-65 sigur á Breiðabliki í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Sigurinn var sá fjórði í vetur hjá Grindavík en Blikar voru hins vegar að tapa sínum fjórða leik í röð. Körfubolti 16.11.2022 17:31 Umfjöllun: Grindavík - Njarðvík 79-83 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik. Körfubolti 9.11.2022 17:31 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 22 ›
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. Körfubolti 20.1.2023 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 67-73 | Baráttan um sæti í úrslitakeppni galopin Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi. Körfubolti 18.1.2023 17:31
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar mörðu KR á seiglunni suður með sjó Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. Körfubolti 5.1.2023 17:31
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. Körfubolti 4.1.2023 17:30
Körfuboltakvöld um Grindavík: „Íslenskasta liðið, villtir og til í að vera í böggi allan leikinn“ Farið yfir gott gengi Grindavíkur í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, telur að um íslenskasta lið deildarinnar sé að ræða. Körfubolti 31.12.2022 19:00
Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“ Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. Körfubolti 30.12.2022 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Grindvíkingar slökktu í sigurvonum Þórsara Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Körfubolti 30.12.2022 17:30
„Þetta er algjör einhyrningur í þessari deild“ Ólafur Ólafsson átti stórleik með Grindvíkingum í sigurleik á útivelli á móti Haukum í tíundu umferð Subway deildar karla. Körfubolti 19.12.2022 13:31
„Þetta er auðvelt sport“ „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag. Körfubolti 16.12.2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 78-81 | Óli Óla með sýningu í Ólafssal Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. Körfubolti 16.12.2022 17:30
Grindavík Íslandsmeistari í pílukasti Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari félagsliða í pílukasti. Átta lið voru skráð til leiks. Sport 13.12.2022 16:31
Umfjöllun og myndir: Valur - Grindavík 90-80 | Valur tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöll Íslandsmeistarar Vals eru komnir í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Valur vann Grindavík með tíu stiga mun á Hlíðarenda í kvöld, lokatölur 90-80. Varð Valur þar með annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll 11. janúar næstkomandi. Körfubolti 12.12.2022 20:18
Haukar og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum Haukar og Stjarnan urðu í kvöld tvö seinustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Grindavík, 66-64, og 1. deildarlið Stjörnunnar hafði betur gegn Subway-deildarliði ÍR, 84-92. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og eiga því enn möguleika á að verja titilinn. Körfubolti 11.12.2022 21:34
Óskar Örn genginn til liðs við Grindavík Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Fótbolti 11.12.2022 16:58
Fullyrðir að Óskar Örn muni leika með Grindavík á næsta tímabili Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, mun leika með Grindavík í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Fótbolti 9.12.2022 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 93-122 | Breiðablik sýndi enga miskunn Breiðablik fór illa með Grindavík í HS-orku höllinni. Blikar buðu upp á flugeldasýningu í fyrri hálfleik þar sem Kópavogsbúar gerðu 68 stig. Blikar héldu sjó í seinni hálfleik og gott betur sem skilaði 29 stiga sigri 93-122. Körfubolti 9.12.2022 17:30
„Venjulega er Grindavík með meiri baráttu en þetta“ Breiðablik vann sannfærandi 29 stiga sigur á Grindavík 93-122. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með öruggan útisigur. Körfubolti 9.12.2022 20:24
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Körfubolti 7.12.2022 17:31
Auðvelt hjá Njarðvík gegn ÍR | Góð ferð Hauka til Grindavíkur Meistaralið Njarðvíkur átti ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR þegar liðin áttust við í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld. Körfubolti 4.12.2022 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 87-91 | Baráttusigur Grindavíkur á Egilsstöðum Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin. Körfubolti 1.12.2022 18:30
Framarar sækja liðsstyrk til Grindavíkur Framarar hafa samið við knattspyrnumanninn Aron Jóhannsson um að leika með liðinu í Bestu-deild karla næstu tvö árin. Fótbolti 29.11.2022 20:01
Einar Karl til Grindavíkur Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild karla því Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir liðsins. Íslenski boltinn 25.11.2022 14:29
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan valtaði yfir Grindvíkinga í Garðabænum Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. Körfubolti 24.11.2022 17:31
„Þetta var mjög þungt“ Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. Körfubolti 24.11.2022 21:01
„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Körfubolti 21.11.2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Körfubolti 21.11.2022 17:31
Braut tennurnar í Brynjari Björns fyrir níu árum og er nú mættur aftur á Klakann Grindvíkingar hafa tekið ákvörðun um að skipta um bandaríska leikmann liðsins en félagið lét David Azore fara eftir fimm umferðir í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 17.11.2022 15:27
Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 16.11.2022 20:39
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Grindavík 65-89 | Grindavík stakk af í þriðja leikhluta gegn Kanalausum Blikum Grindavík vann 89-65 sigur á Breiðabliki í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Sigurinn var sá fjórði í vetur hjá Grindavík en Blikar voru hins vegar að tapa sínum fjórða leik í röð. Körfubolti 16.11.2022 17:31
Umfjöllun: Grindavík - Njarðvík 79-83 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik. Körfubolti 9.11.2022 17:31