Íslenski körfuboltinn Landsliðshópurinn klár fyrir komandi leikjahrinu í körfunni Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið þá 14 leikmenn sem verða í hópnum í leikjahrinu sem er framundan hjá liðinu. Liðið spilar fjóra leiki á næstu vikum, meðal annars við lið Georgíu en Zaza Pacchulia, leikmaður Atlanta Hawks, verður þar fremstur í flokki. Körfubolti 7.8.2007 18:23 Kominn í KR Joshua Helm gert samning um að spila með Íslandsmeisturum KR næsta vetur. Hann var valinn besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með KFÍ fyrir tveimur árum þar sem hann skoraði 37,2 stig að meðaltali í leik. Tyson Pattersson verður ekki áfram hjá KR en auk Joshua hefur Jovan Zdravevski samið við KR. Körfubolti 15.6.2007 19:42 Ég hef aldrei séð annað eins Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Körfubolti 9.6.2007 18:15 Ísland sigraði eftir slagsmálaleik Íslenska körfuboltalandsliðið fór með sigur af hólmi á Smáþjóðaleikunum í Mónakó og tryggði sér endanlega sigurinn með sigri á Kýpur í dag. Lið Kýpur var yfir í leiknum þegar skammt var til leiksloka, en þá misstu leikmenn liðsins stjórn á skapi sínu og kom til slagsmála í lokin. Íslenska liðinu var dæmdur 20-0 sigur í leiknum og vann því alla leiki sína í mótinu. Körfubolti 9.6.2007 17:54 Ísland leikur til úrslita gegn Kýpur Íslenska körfuboltalandsliðið leikur til úrslita gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum í Mónakó. Þetta varð ljóst í dag þegar íslenska liðið vann fjórða leik sinn í röð á leikunum með því að leggja San Marino 92-81. San Marino var 12 stigum yfir í hálfleik en íslenska liðið tryggði sér sigurinn með góðri rispu í fjórða leikhluta. Körfubolti 8.6.2007 18:39 Auðveldur sigur á Mónakó Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann í kvöld þriðja sigur sinn í röð á Smáþjóðaleiknum í Mónakó þegar það skellti liði heimamanna 86-65. Brenton Birmingham skoraði 19 stig á aðeins 22 mínútum fyrir íslenska liðið og Páll Axel Vilbergsson hitti úr 5 af 8 þristum sínum og skoraði 17 stig. Sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu eftir að það náði 21-0 rispu í fyrsta leikhlutanum. Körfubolti 7.6.2007 21:04 Auðveldur sigur á Lúxemburg Íslenska landsliðið í körfuknattleik burstaði Lúxemburg 92-63 í öðrum leik sínum á smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Þetta var annar stórsigur liðsins í röð á mótinu en það mætir heimamönnum á morgun. Íslenska liðið stakk af um miðjan fyrsta leikhlutann í leiknum í dag og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Körfubolti 6.6.2007 19:12 Ísland burstaði Andorra Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjar vel á smáþjóðaleikunum í Mónakó. Liðið burstaði Andorra 94-65 í dag eftir að hafa verið aðeins 5 stigum yfir í hálfleik 47-42 í hálfleik. Brenton Birmingham skoraði 17 stig fyrir Íslenska liðið og þeir Páll Axel Vilbergsson og Helgi Már Magnússon 15 hvor. Körfubolti 5.6.2007 16:17 Ísland - Andorra í Mónakó Íslenska landsliðið í körfubolta keppir sinn fyrsta leik á smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Leikurinn er gegn Andorra og hefst hann klukkan 13:30. Þjóðirnar hafa mæst átta sinnum og Ísland hefur unnið sjö sinnum. Körfubolti 5.6.2007 11:04 Töp hjá íslensku liðunum í kvöld Norðurlandamót unglinga í körfubolta hófst með látum í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld. Íslenska kvennalandsliðið U-16 ára steinlá fyrir Finnum í kvöld 78-49 og síðar um kvöldið tapaði U-18 ára karlaliðið fyrir Dönum 87-52. Íslensku liðin leika sex leiki á mótinu á morgun. Körfubolti 16.5.2007 22:13 Mun sitja áfram með Njarðvíkingum Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. Körfubolti 13.4.2007 19:27 Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. Körfubolti 26.2.2007 20:59 Skallagrímur vann í Grindavík Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 25.2.2007 21:01 Njarðvík hafði betur í grannaslagnum Njarðvík endurheimti toppsætið í Iceland-Express deild karla í kvöld með góðum útisigri á grönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 70-83. Þá vann Skallagrímur öruggan sigur á Haukum í Borgarnesi, 122-106, og tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Körfubolti 23.2.2007 21:05 Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. Körfubolti 11.2.2007 21:45 Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. Körfubolti 9.2.2007 20:57 KR og Njarðvík áfram á toppnum Njarðvíkingar eru á toppnum í Iceland - Express deildinni í körfubolta með 26. stig og KR - ingar verma annað sætið , en fimmtándu umferðinni lauk í gær með tveimur leikjum. Körfubolti 3.2.2007 12:42 Munu ekki skiptast á upplýsingum Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssyni ætla ekkert að ræða íslenskan körfubolta á meðan þeir eru að þjálfa lið í sömu deild. Á sunnudagskvöldið komu þeir sínum liðum óvænt í bikarúrslitaleikinn. Körfubolti 29.1.2007 21:29 Keflavík í bikarúrslit Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppnis Lýsingar og KKÍ þar sem mótherjar liðsins verða Haukastúlkur. Keflavík vann öruggan sigur á Hamar á heimavelli í kvöld, 104-80. Haukar tryggðu sæti í úrslitunum í gær með því að leggja Grindavík af velli. Körfubolti 29.1.2007 21:28 ÍR og Hamar/Selfoss mætast í bikarúrslitum Það verða lið Hamars/Selfoss og ÍR sem leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í körfubolta karla. Hamar/Selfoss lagði Keflavík í kvöld og ÍR vann Grindavík í undanúrslitunum sem fram fóru í kvöld. Í kvennaflokki eru Haukar komnir í úrslit þar sem þeir mæta annaðhvort Keflavík eða Hamar, sem mætast annað kvöld. Körfubolti 28.1.2007 21:16 KEA Skyrmótið haldið í 9. sinn um helgina Körfuknattleiksdeild Breiðabliks heldur KEA skyr mótið í 9. sinn dagana 27. og 28. janúar næstkomandi í Smáranum. Mótið er haldið fyrir alla iðkendur félaga sem eru 11 ára og yngri. Um er að ræða eitt af stærstu unglingamótum sem haldin eru á Íslandi í körfuknattleik. Alls eru um 90 lið skráð í mótið að þessu sinni sem er metþátttaka. Körfubolti 26.1.2007 14:56 Mögnuð tilþrif í stjörnuleikjunum í dag Fullt var út úr dyrum í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í dag þar sem fram fóru hinir árlegu stjörnuleikir úrvalsdeildar karla og kvenna í körfubolta. Hjá körlunum höfðu erlendir leikmenn betur gegn þeim íslensku en hjá konunum laut Esso-liðið í lægra haldi fyrir Shell-liðinu. Körfubolti 13.1.2007 19:24 Snæfell vann Keflavík Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100. Körfubolti 30.12.2006 18:05 KR vann en Skallagrímur tapaði KR vann mjög mikilvægan útisigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. KR skoraði 89 stig gegn 78 stigum heimamanna og náði með sigrinum tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Skallagrímur tapaði óvænt fyrir ÍR í Breiðholtinu. Körfubolti 29.12.2006 21:09 Brenton og Helena best hjá KKÍ Brenton Birmingham hjá Njarðvík og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuboltamaður og körfuboltakona ársins 2006, en þetta var tilkynnt í morgun. Það er stjórn Körfuknattleikssambandsins sem stendur að valinu. Körfubolti 28.12.2006 14:12 Hamar/Selfoss mætir KR Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karla- og kvennaflokki, en bikardrátturinn fór fram í húsakynnum Lýsingar. Í karlaflokki verða tvær viðureignir úrvalsdeildarliða þar sem ÍR mætir Skallagrími og Hamar/Selfoss tekur á móti KR. Körfubolti 18.12.2006 15:20 Njarðvík og Keflavík halda sínu striki Það er að verða ansi þröngt á þingi á toppnum í Iceland Express deild karla í körfubolta, en í dag komst Njarðvík upp að hlið Skallagríms, Snæfells og KR á toppi deildarinnar með sigri á botnliði Hauka 104-99. Keflvíkingar geta komist upp að hlið toppliðanna með sigri í leiknum sem liðið á til góða en liðið lagði granna sína í Grindavík í dag 90-86. Körfubolti 17.12.2006 20:56 Sigurganga Hauka stöðvuð í Keflavík Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta töpuðu sínum fyrsta leik í IE deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið lá fyrir Keflavík 92-85. Keflvíkingar eru því komnir á topp deildarinnar en Haukaliðið á leik til góða. Körfubolti 17.12.2006 19:38 Skallagrímur á toppinn Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78. Körfubolti 15.12.2006 21:25 Naumt tap hjá Keflavík Keflvíkingar luku keppni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og eru úr leik líkt og grannar þeirra úr Njarðvík eftir 113-109 tap gegn sænska liðinu Norrköping í kvöld. Thomas Soltau skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Keflvíkinga og Jermaine Williams skoraði 20 stig. Keflvíkingar unnu einn leik í riðli sínum sem hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir liðið, sem ætlaði sér alla leið í keppninni. Körfubolti 14.12.2006 20:21 « ‹ 64 65 66 67 68 69 70 71 72 … 82 ›
Landsliðshópurinn klár fyrir komandi leikjahrinu í körfunni Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið þá 14 leikmenn sem verða í hópnum í leikjahrinu sem er framundan hjá liðinu. Liðið spilar fjóra leiki á næstu vikum, meðal annars við lið Georgíu en Zaza Pacchulia, leikmaður Atlanta Hawks, verður þar fremstur í flokki. Körfubolti 7.8.2007 18:23
Kominn í KR Joshua Helm gert samning um að spila með Íslandsmeisturum KR næsta vetur. Hann var valinn besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með KFÍ fyrir tveimur árum þar sem hann skoraði 37,2 stig að meðaltali í leik. Tyson Pattersson verður ekki áfram hjá KR en auk Joshua hefur Jovan Zdravevski samið við KR. Körfubolti 15.6.2007 19:42
Ég hef aldrei séð annað eins Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Körfubolti 9.6.2007 18:15
Ísland sigraði eftir slagsmálaleik Íslenska körfuboltalandsliðið fór með sigur af hólmi á Smáþjóðaleikunum í Mónakó og tryggði sér endanlega sigurinn með sigri á Kýpur í dag. Lið Kýpur var yfir í leiknum þegar skammt var til leiksloka, en þá misstu leikmenn liðsins stjórn á skapi sínu og kom til slagsmála í lokin. Íslenska liðinu var dæmdur 20-0 sigur í leiknum og vann því alla leiki sína í mótinu. Körfubolti 9.6.2007 17:54
Ísland leikur til úrslita gegn Kýpur Íslenska körfuboltalandsliðið leikur til úrslita gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum í Mónakó. Þetta varð ljóst í dag þegar íslenska liðið vann fjórða leik sinn í röð á leikunum með því að leggja San Marino 92-81. San Marino var 12 stigum yfir í hálfleik en íslenska liðið tryggði sér sigurinn með góðri rispu í fjórða leikhluta. Körfubolti 8.6.2007 18:39
Auðveldur sigur á Mónakó Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann í kvöld þriðja sigur sinn í röð á Smáþjóðaleiknum í Mónakó þegar það skellti liði heimamanna 86-65. Brenton Birmingham skoraði 19 stig á aðeins 22 mínútum fyrir íslenska liðið og Páll Axel Vilbergsson hitti úr 5 af 8 þristum sínum og skoraði 17 stig. Sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu eftir að það náði 21-0 rispu í fyrsta leikhlutanum. Körfubolti 7.6.2007 21:04
Auðveldur sigur á Lúxemburg Íslenska landsliðið í körfuknattleik burstaði Lúxemburg 92-63 í öðrum leik sínum á smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Þetta var annar stórsigur liðsins í röð á mótinu en það mætir heimamönnum á morgun. Íslenska liðið stakk af um miðjan fyrsta leikhlutann í leiknum í dag og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Körfubolti 6.6.2007 19:12
Ísland burstaði Andorra Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjar vel á smáþjóðaleikunum í Mónakó. Liðið burstaði Andorra 94-65 í dag eftir að hafa verið aðeins 5 stigum yfir í hálfleik 47-42 í hálfleik. Brenton Birmingham skoraði 17 stig fyrir Íslenska liðið og þeir Páll Axel Vilbergsson og Helgi Már Magnússon 15 hvor. Körfubolti 5.6.2007 16:17
Ísland - Andorra í Mónakó Íslenska landsliðið í körfubolta keppir sinn fyrsta leik á smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Leikurinn er gegn Andorra og hefst hann klukkan 13:30. Þjóðirnar hafa mæst átta sinnum og Ísland hefur unnið sjö sinnum. Körfubolti 5.6.2007 11:04
Töp hjá íslensku liðunum í kvöld Norðurlandamót unglinga í körfubolta hófst með látum í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld. Íslenska kvennalandsliðið U-16 ára steinlá fyrir Finnum í kvöld 78-49 og síðar um kvöldið tapaði U-18 ára karlaliðið fyrir Dönum 87-52. Íslensku liðin leika sex leiki á mótinu á morgun. Körfubolti 16.5.2007 22:13
Mun sitja áfram með Njarðvíkingum Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. Körfubolti 13.4.2007 19:27
Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. Körfubolti 26.2.2007 20:59
Skallagrímur vann í Grindavík Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 25.2.2007 21:01
Njarðvík hafði betur í grannaslagnum Njarðvík endurheimti toppsætið í Iceland-Express deild karla í kvöld með góðum útisigri á grönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 70-83. Þá vann Skallagrímur öruggan sigur á Haukum í Borgarnesi, 122-106, og tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Körfubolti 23.2.2007 21:05
Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. Körfubolti 11.2.2007 21:45
Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. Körfubolti 9.2.2007 20:57
KR og Njarðvík áfram á toppnum Njarðvíkingar eru á toppnum í Iceland - Express deildinni í körfubolta með 26. stig og KR - ingar verma annað sætið , en fimmtándu umferðinni lauk í gær með tveimur leikjum. Körfubolti 3.2.2007 12:42
Munu ekki skiptast á upplýsingum Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssyni ætla ekkert að ræða íslenskan körfubolta á meðan þeir eru að þjálfa lið í sömu deild. Á sunnudagskvöldið komu þeir sínum liðum óvænt í bikarúrslitaleikinn. Körfubolti 29.1.2007 21:29
Keflavík í bikarúrslit Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppnis Lýsingar og KKÍ þar sem mótherjar liðsins verða Haukastúlkur. Keflavík vann öruggan sigur á Hamar á heimavelli í kvöld, 104-80. Haukar tryggðu sæti í úrslitunum í gær með því að leggja Grindavík af velli. Körfubolti 29.1.2007 21:28
ÍR og Hamar/Selfoss mætast í bikarúrslitum Það verða lið Hamars/Selfoss og ÍR sem leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í körfubolta karla. Hamar/Selfoss lagði Keflavík í kvöld og ÍR vann Grindavík í undanúrslitunum sem fram fóru í kvöld. Í kvennaflokki eru Haukar komnir í úrslit þar sem þeir mæta annaðhvort Keflavík eða Hamar, sem mætast annað kvöld. Körfubolti 28.1.2007 21:16
KEA Skyrmótið haldið í 9. sinn um helgina Körfuknattleiksdeild Breiðabliks heldur KEA skyr mótið í 9. sinn dagana 27. og 28. janúar næstkomandi í Smáranum. Mótið er haldið fyrir alla iðkendur félaga sem eru 11 ára og yngri. Um er að ræða eitt af stærstu unglingamótum sem haldin eru á Íslandi í körfuknattleik. Alls eru um 90 lið skráð í mótið að þessu sinni sem er metþátttaka. Körfubolti 26.1.2007 14:56
Mögnuð tilþrif í stjörnuleikjunum í dag Fullt var út úr dyrum í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í dag þar sem fram fóru hinir árlegu stjörnuleikir úrvalsdeildar karla og kvenna í körfubolta. Hjá körlunum höfðu erlendir leikmenn betur gegn þeim íslensku en hjá konunum laut Esso-liðið í lægra haldi fyrir Shell-liðinu. Körfubolti 13.1.2007 19:24
Snæfell vann Keflavík Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100. Körfubolti 30.12.2006 18:05
KR vann en Skallagrímur tapaði KR vann mjög mikilvægan útisigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. KR skoraði 89 stig gegn 78 stigum heimamanna og náði með sigrinum tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Skallagrímur tapaði óvænt fyrir ÍR í Breiðholtinu. Körfubolti 29.12.2006 21:09
Brenton og Helena best hjá KKÍ Brenton Birmingham hjá Njarðvík og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuboltamaður og körfuboltakona ársins 2006, en þetta var tilkynnt í morgun. Það er stjórn Körfuknattleikssambandsins sem stendur að valinu. Körfubolti 28.12.2006 14:12
Hamar/Selfoss mætir KR Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karla- og kvennaflokki, en bikardrátturinn fór fram í húsakynnum Lýsingar. Í karlaflokki verða tvær viðureignir úrvalsdeildarliða þar sem ÍR mætir Skallagrími og Hamar/Selfoss tekur á móti KR. Körfubolti 18.12.2006 15:20
Njarðvík og Keflavík halda sínu striki Það er að verða ansi þröngt á þingi á toppnum í Iceland Express deild karla í körfubolta, en í dag komst Njarðvík upp að hlið Skallagríms, Snæfells og KR á toppi deildarinnar með sigri á botnliði Hauka 104-99. Keflvíkingar geta komist upp að hlið toppliðanna með sigri í leiknum sem liðið á til góða en liðið lagði granna sína í Grindavík í dag 90-86. Körfubolti 17.12.2006 20:56
Sigurganga Hauka stöðvuð í Keflavík Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta töpuðu sínum fyrsta leik í IE deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið lá fyrir Keflavík 92-85. Keflvíkingar eru því komnir á topp deildarinnar en Haukaliðið á leik til góða. Körfubolti 17.12.2006 19:38
Skallagrímur á toppinn Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78. Körfubolti 15.12.2006 21:25
Naumt tap hjá Keflavík Keflvíkingar luku keppni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og eru úr leik líkt og grannar þeirra úr Njarðvík eftir 113-109 tap gegn sænska liðinu Norrköping í kvöld. Thomas Soltau skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Keflvíkinga og Jermaine Williams skoraði 20 stig. Keflvíkingar unnu einn leik í riðli sínum sem hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir liðið, sem ætlaði sér alla leið í keppninni. Körfubolti 14.12.2006 20:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent