
Umferð

17 manns látist í slysum sem rekja má til svefns eða þreytu
Þreyta getur skapað lífshættulegt ástand undir stýri. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu.

Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut
Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi.

Löng bílaröð á leiðinni úr bænum
Unnið er að því að mála vegi á Hellisheiði og mega tilvonandi sumarbústaðar- og tjalddveljendur bíða talsvert á leið þeirra suður á land. Löng bílaröð hefur myndast á Hellisheiðinni.

Umferðarofsi stofnar vegfarendum í hættu
Vísir, Bylgjan, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir sérstöku umferðarátaki í sumar og undir þeim merkjum var meðal annars fjallað um hvert hliðarbilið milli ökutækja og reiðhjóla á að vera þegar tekið er fram úr.

Stórhættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði
Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn.

Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn
Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband.

Hellisheiði opnuð á ný
Hellisheiði var lokað til austurs í dag á meðan brak var hreinsað í Kömbunum. Gera þurfti við víravegrið eftir óhapp. Umferð varr beint um Þrengslaveg á meðan.

Bíða eftir niðurstöðum blóðsýnatöku
Lögregla bíður eftir niðurstöðum blóðsýnis sem tekið var úr manninum sem ók yfir umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Málið er fullrannsakað að öðru leyti og það skýrist um mánaðamótin hvort gefin verði út ákæra vegna málsins.

„Þeir voru hissa að þarna hafi einhver komið lifandi út“
Betur fór en á horfðist þegar vörubíll hafnaði á hvolfi á vegakafla í Gatnabrún í Mýrdalshreppi í gær. Ökumannshús bílsins féll saman.

Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi
Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið.

Veruleg röskun á umferð í miðbænum næstu vikur
Framkvæmdir sem áætlaðar eru við Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur koma til með að hafa veruleg áhrif á umferðarflæði. Í næstu viku stendur til að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu.

Lokað frá Heklu að Nóatúni í hálfan mánuð
Laugavegi verður lokað í báðar áttir milli gatnamóta Nóatúns og Laugavegs og Laugavegs 172, þar sem bílaumboðið Hekla er til húsa. Veginum verður lokað frá og með 15. júlí út 29. júlí.

„Klæðingin er engin skítaredding“
Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða.

Mikil og þétt umferð í dag
Nú í sumar rekur hver stóra ferðahelgin aðra alveg fram yfir Verslunarmannahelgi, jafnvel lengur, og þá tekur umferðin að þyngjast.

Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku
Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku.

Allsgáður en ók niður ljósastaur
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa
Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu.

Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur
Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar.

Lenti með höfuðið á malbikinu þegar maður tók fram úr bílalest
Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum.

Áhersla á öryggi viðskiptavina
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar og er Bílaleiga Akureyrar einn þeirra samstarfsaðila sem taka þátt í átakinu.

Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb
Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann.

Eftirvagnar breyta aksturseigileikum bílsins
Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis.

Framkvæmdum ljúki „vonandi fyrir verslunarmannahelgi“
Vegagerðin stefnir að því að ljúka framkvæmdum við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar fyrir verslunarmannahelgi, þannig að umferð tefjist ekki lengur við þessi fjölförnustu gatnamót landsins.

Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða
Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík.

Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin
Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin.

Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds
Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku.

Hægt að tilkynna holur á vegum á vegbót.is – FÍB er alltaf á vaktinni
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar og er FÍB einn þeirra samstarfsaðila sem taka þátt í átakinu.

Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans
Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi.

„Í fyrrakvöld bjargaði Tesla bifreið lífi mínu“
Atvinnubílstjórinn og mótorhjólamaðurinn Mikkó lenti í afar erfiðri lífsreynslu síðasta sunnudagskvöld þegar hann tók léttan mótorhjólarúnt á Harley Davidson hjólinu sínu. Ökumaður Teslu bifreiðar var næstum búinn að keyra á hann en svo virtist vera sem hann hafi ekki verið með hugann við aksturinn á því augnabliki.

Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum
Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun.