Ástin á götunni

Fréttamynd

Átta lið keppa um fimm sæti

Riðlakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu lýkur í dag en það er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 25. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmfríður, Helgi, Helena og Guðjón best

Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val hafa verið valin bestu leikmennirnir úr 7.-12. umferðum Landsbankadeildarinnar. Helena Ólafsdóttir úr KR og Guðjón Þórðarson úr ÍA voru valin bestu þjálfararnir. Þá voru stuðningsmenn Vals valdir bestu stuðningsmenn í Landsbankadeild kvenna en stuðningsmenn KR í Landsbankadeild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur R. á topp 1. deildar

Þróttur R. komst í kvöld á topp fyrstu deildarinnar með góðum sigri á heimavelli gegn Víking Ó. Leikurinn var markalaus lengi vel áður en Hjörtur Hjartarson kom Þrótturum yfir á 83. mínútu og það var svo Adolf Sveinsson sem tryggði sigurinn á lokamínútum leiksins. Þróttarar eru því efstir í deildinni með 37 stig eftir 16 leiki en Grindavík er í öðru sæti með 35 stig eftir 15 leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Þór segist ætla að sanna sig

Davíð Þór Viðarsson segir í samtali við Vísi.is að að hann sé mjög sáttur við að vera valinn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í hópinn. Mikið knattspyrnublóð er í Davíði en faðir hans, Viðar Halldórsson og eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, eiga báðir tugi landsleikja að baki. Auk þess er yngri bróðir hans, Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur búinn að tilkynna landsliðshópinn gegn Kanada

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt 18 manna landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Kanada sem fer fram þann 22. ágúst á Laugardalsvellinum. Athygli vekur að Valsmennirnir Helgi Sigurðsson og Baldur Aðalsteinsson hafa verið kallaðir í hópinn, en þeir hafa staðið sig vel í Landsbankadeildinni í sumar. Davíð Þór Viðarsson og Ragnar Sigurðsson eru nýliðar í hópnum og þá er Jóhannes Karl Guðjónsson valinn aftur í hópinn eftir frí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

VISA-Bikarinn: FH mætir Breiðablik - Fylkir fékk Fjölni

Í hádeginu var dregið í undanúrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Íslandsmeistararnir í FH úr Hafnarfirði mæta Breiðblik og Fylkismenn mæta 1.deildar liðinu Fjölni. Leikirnir fara fram þann 2. og 3. september á Laugardalsvelli.

Sport
Fréttamynd

FH sigraði Val í Laugardalnum

FH sigraði Val í kvöld á dramatískan hátt í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins með einu marki gegn engu. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði sigurmark FH á 91. mínútu eftir mikinn darraðadans í teig Valsmanna. Þar með er FH búið að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum ásamt Fjölni, Breiðablik og Fylki. Dregið verður í undanúrslit á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markalalaust í hálfleik hjá Val og FH

Ekkert mark hefur verið skorað í leik Vals og FH í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins, en flautað hefur verið til leikhlés á Laugardalsvellinum. Þetta er síðasti leikur 8-liða úrslitanna en Fjölnir, Fylkir og Breiðablik hafa þegar tryggt sér þáttökurétt í undanúrslitum keppnarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnir sigraði Hauka í fjörugum leik

Fjölnir sigraði Hauka með fjórum mörkum gegn þremur í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins í bráðskemmtilegum leik. Haukar leiddu í hálfleik 0-1. Fjölnismenn skoruðu svo þrjú mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks og komust í 3-1. Haukar minnkuðu muninn í 3-2 áður en Fjölnismenn bættu við sínu fjórða marki. Haukar skoruðu svo sitt þriðja mark fimm mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnismenn komnir yfir gegn Haukum

Staðan í leik Fjölnismanna og Hauka í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins er 2-1 fyrir Fjölni. Haukar voru 1-0 yfir í hálfleik eftir að Ásgeir Ingólfsson skoraði á 28. mínútu eftir gott spil. Gunnar Már Guðmundsson jafnaði leikinn á 52. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og var svo aftur á ferðinni á 60. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir skoti Fjölnismanna sem hafnaði í stöng.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Már jafnar fyrir Fjölni

Gunnar Már Guðmundsson er búinn að jafna fyrir Fjölni gegn Haukum og staðan því 1-1. Gunnar Már skoraði markið á 52. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik eftir að Ásgeir Ingólfsson hafði komið Haukum yfir með marki á 28. mínútu eftir gott spil.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gummi Ben: Þetta verður bara stál í stál

Valur tekur á móti FH í 8-liða úrslitum bikarkeppnarinnar í kvöld. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni á þessu tímabili og sigruðu Valsmenn 4-1 á heimavelli. Þetta er stærsti leikur 8-liða úrslitanna, en Valur er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem situr á toppnum. Guðmundur Benediktsson leikmaður Vals sagði í samtali við Vísi.is að hann búist við jöfnum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir leikir í fyrstu deild karla í kvöld

Fjórir leikir fara fram í 15 umferð 1. deildar karla í kvöld. Þróttur R. fer norður og mætir KA, Fjölnir heimsækir Leiknir, Stjarnan tekur á móti ÍBV og Víkingur Ó. tekur á móti Grindavík. Leikirnir hefjast allir klukkan 19:00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Evrópumótið í mýrarknattspyrnu haldið um helgina

Evrópumótið í mýrarknattspyrnu verður haldið um helgina á Ísafirði. Þetta er í fjórða sinn sem að mótið verður haldið og verður umgjörðin flottari en nokkru sinni fyrr. Leikið verður á í það minnsta fjórum knattspyrnuvöllum og hafa á þriðja hundrað manns skráð sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U17: Strákarnir töpuðu gegn Englendingum

Ísland tapaði í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamóti U17 karla fyrir Englendingum. Leikurinn fór 2-0 og skoruðu Englendingar bæði mörk sín í seinni hálfleik með stuttu millibili. Strákarnir mæta Svíum á morgun klukkan 13:00. Mótið fer fram í Danmörku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gaf gult en breytti því í rautt

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 1-2 fyrir Danmörku á Kópavogsvelli í gær í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig mark í upphafi og lok fyrri hálfleiks, missti fyrirliða sinn meidda af velli í lok fyrri hálfleiks og þurfti síðan að spila manni færri síðasta hálftímann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland steinlá fyrir Noregi

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 19 ára steinlá í kvöld 5-0 fyrir Norðmönnum í opnunarleik sínum í A-riðli á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig tvö mörk skömmu fyrir leikhlé og eftir það var róðurinn þungur á Laugardalsvellinum. Þjóðverjar lögðu Dani 1-0 í þessum sama riðli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Platini afhendir bikarinn

Það verður sjálfur forseti UEFA, Michel Platini, sem afhendur sigurlaunin í úrslitakeppni Evrópumóts undir 19 ára kvenna sem hefst hér á landi á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Valur fær FH í heimsókn í VISA-bikarnum

Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steve Coppell verður á Shellmótinu

ÍBV hefur ákveðið stytta Shellmótið á næsta ári um einn dag þannig að því ljúki á laugardegi í stað sunnudags en þess í stað þjappa dagskránni betur saman. Að sögn Einars Friðþjófssonar, framkvæmdastjóra Shellmótsins, er undirbúningur fyrir mótið sumarið 2008 þegar hafinn og hefur verið samið við Steve Coppell, knattspyrnustjóra Reading í ensku úrvalsdeildinni að vera heiðursgestur mótsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loksins lágu Danir í því

Vaskir landsliðsmenn sýndu og sönnuðu að lengi lifir í gömlum glæðum á Akureyri um helgina. Íslendingar lögðu Dani á 40 ára afmæli 14-2 leiksins margfræga á Parken. Mikil ánægja ríkti með þennan einstaka viðburð.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær sigur hjá íslensku nördunum

Íslensku nördarnir í KF Nörd héldu uppi heiðri Íslands í uppgjöri norrænu lúðanna í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þá sænsku 7-0 á Kópavogsvelli. Á fimmta þúsund manns mættu til að fylgjast með þessum óhefðbundnu íþróttamönnum leiða saman hesta sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer fram á Parken

Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía.

Fótbolti
Fréttamynd

Nördaleikur í dag

Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nördaleikurinn á föstudaginn

Á föstudag fer fram stórleikur milli íslensku og sænsku nördanna á Kópavogsvelli - þar sem nýja stúkan verður jafnframt vígð. Landslið íslensku nördanna hyggur þá á hefndir, eftir ófarir A-landsliðsins í Svíþjóð á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikir dagsins hér heima

Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úrslit dagsins á Íslandi

Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur úr leik

Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu.

Fótbolti