Ástin á götunni

Fréttamynd

Ólafur Ingi leystur undan samningi

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Arsenal, hefur verið leystur undan samningi hjá félaginu ásamt fjórum öðrum leikmönnum. Ólafur sem er 22 ára hefur verið á mála hjá Arsenal í fjögur ár en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Sven biðlar til Uefa

Þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Sven Goran Eriksson, hefur skorað á Uefa að gefa Liverpool sæti í Meistaradeild Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Eyjólfur tilkynnir U-21 liðið

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið átján manna hóp fyrir leikina tvo gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni Evrópumótsins. Fyrri leikurinn verður gegn Ungverjum föstudaginn þriðja júní á Víkingsvelli og sá seinni gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli.

Sport
Fréttamynd

Figo heilsar mér ekki lengur!

Þjálfari Real Madrid, Vanderlei Luxemburgo upplýsti á blaðamannafundi í dag að samband hans við portúgalska landsliðsmanninn Luis Figo sé við frostmark. Figo hefur ekki heilsað þjálfaranum frá því hann missti byrjunarliðssæti sitt í liðinu snemma í apríl sl.

Sport
Fréttamynd

FCK meistari í Skandinavíudeild

FC Kaupmannahöfn sigraði í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu í gær en liðið bar sigurorð af IFK Gautaborg í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 1-1.

Sport
Fréttamynd

Heiðari boðinn nýr samningur !

Á stuðningsmannasíðu enska 1. deildarliðsins Watford kom fram nú í kvöld að Heiðari Helgusyni hafi verið boðinn nýr og betri samningur hjá félaginu. Heiðar var á dögunum sagður sagður hafa hafnað tilboði frá félaginu en Watford hefur ekki viljað staðfesta það. Beðið er eftir svari frá Heiðari.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Indriða og félögum

Standard Lige vann Genk með þremur mörkum gegn einu í fyrri leik liðanna um sæti í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn með Genk.

Sport
Fréttamynd

Van der Vaart til Hamburgar

Óvænt tíðindi urðu í kvöld þegar hollenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rafael van der Vaart yfirgaf Ajax og gekk í raðir þýska Bundesliguliðsins Hamburg SPV fyrir 4 milljónir punda, eða 480 milljónir ÍSK.

Sport
Fréttamynd

Man Utd losa sig við Carroll

Manchester United leysti í dag 8 leikmenn undan samningi, þeirra á meðal markverðina tvo, Norður-Írann Roy Carroll og Spánverjann Ricardo.

Sport
Fréttamynd

Blikar áfram á toppnum

Einn leikur var í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Breiðablik sigraði Fjölni með einu marki gegn engu. Það var Ellert Hreinsson sem skoraði eina mark leiksins en Breiðablik er á toppnum í deildinni með 9 stig.

Sport
Fréttamynd

Árangur Liverpool særir Cole

Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, sagði í dag að það hefði verið mjög sárt að horfa á Liverpool lyfta Evrópubikarnum í Istanbul í gær bætti við: <em>,,Arsenal ætti að vera vinna svona titla".</em>

Sport
Fréttamynd

Liverpool til Tokyo tvisvar í ár

Liverpool mun fara tvisvar til Japans á árinu. Liðið hafði áður skipulagt æfingaferð þangað í sumar en eftir sigurinn magnaða í Meistaradeild Evrópu í gær er ljóst að liðinu stendur til boða að leika á HM félagsliða, en það mót verður einmitt haldið í Japan dagana 11.-18. desember.

Sport
Fréttamynd

Everton á eftir Forssell

Everton eru á eftir finnska framherjanum hjá Chelsea, Mikael Forssell, ef marka má BBC fréttastofuna sem segja David Moyes, stjóra Everton, vera að undirbúa 4 milljón punda tilboð í leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Einstakt í sögu keppninnar

Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun.

Sport
Fréttamynd

Stewart Downing meiddur

Steward Downing, kantmaður Middlesbrough, er nýjasti leikmaðurinn til að draga sig út úr enska landsliðshópnum sem nú er í Bandaríkjunum. Downing meiddist á hné á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Bandaríkjunum og Kólumbíu.

Sport
Fréttamynd

Landsbankadeildin í kvöld

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og eru Valur og FH enn með fullt hús stiga eftir leiki kvöldsins. KR tapaði óvænt heima fyrir Keflavík og ungu leikmennirnir tryggðu Skagamönnum nauman sigur á Grindavík uppá Skaga.

Sport
Fréttamynd

Vogel samdi við AC Milan

Svissneski miðjumaðurinn hjá PSV Eindhoven, Johan Vogel, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan.

Sport
Fréttamynd

Íslensku stúlkurnar lögðu Skota

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan útisigur á Skotlandi í vináttulandsleik  í Perth í Skotlandi í kvöld, 0-2. Dóra María Lárusdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, á 68. og 77. mínútu.

Sport
Fréttamynd

AC Milan að slátra Liverpool

AC Milan er hreinlega að ganga frá Liverpool strax í fyrri hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en staðan er orðin 3-0 fyrir Ítalana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Argentínumaðurinn Hernan Crespo hefur skorað tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Tvö lið - 19 þjóðerni

Leikmenn frá 19 löndum öttu kappi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattpyrnu í Istanbul í Tyrklandi milli AC Milan og Liverpool. Hjá sexföldum Evrópumeisturum Milan voru leikmenn af 8 þjóðernum í hópnum. Liverpool stillti upp leikmönnum frá 9 mismunandi þjóðum í byrjunarliðinu einu.

Sport
Fréttamynd

LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR!

Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur.

Sport
Fréttamynd

Eins og í Liverpool-sögu

Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt.

Sport
Fréttamynd

KSÍ opnar nýja heimasíðu

Knattspyrnusamband Íslands hefur opnað nýja útgáfu af heimasíðu sinni, ksi.is. Nýja síðan er glæsileg og sannarlega verðugur arftaki eldri útgáfunnar sem allir knattspyrnuáhugamenn ættu að þekkja vel núorðið.

Sport
Fréttamynd

AC Milan yfir gegn Liverpool

AC Milan er 1-0 yfir gegn Liverpool í úrslitaleik Meistardeildar Evrópu í Istanbul í Tyrklandi. Paolo Maldini skoraði markið eftir aðeins 50 sekúndna leik eftir aukaspyrnu frá Andrea Pirlo. Leikurinn hófst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi inn og Rúnar hættur

Landsliðsþjálfarnir í knattspyrnu kynntu í gær landsliðshópinn sem mætir Ungverjum 4. júní og liði Möltu fjórum dögum síðar á Laugardalsvellinum. Þeir völdu 20 manna hóp þar sem Heiðar Helguson verður í banni í fyrri leiknum - og einfaldlega til að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Sport
Fréttamynd

LIVERPOOL JAFNAR !

Liverpool hefur tekist hið ómögulega að jafna gegn AC Milan þar sem staðan er orðin 3-3 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Xabi Alonso jafnaði úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu og hefur Liverpool skorað 3 mörk á 6 mínútum eftir að staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Milan.

Sport
Fréttamynd

Tvö mörk Liverpool á 2 mínútum

Steven Gerrard og Vladimir Smicer hafa minnkað muninn fyrir Liverpool í 2-3 gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mörkin komu með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Framlenging í Istanbul

Úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu fer í framlengingu en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur skipt öllum varamönnunum sínum þremur inn á en sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu. Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á.

Sport