Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Beðið eftir gosi

Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina en sérfræðingar eru á því að þar gæti farið að gjósa hvenær sem er. 

Innlent
Fréttamynd

Byrlunarmálið og of­beldi í Breið­holti

Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um þá tillögu sem fram er komin að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á laggirnar til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að byrlunarmálinu svokallaða. 

Innlent
Fréttamynd

Leið­rétt laun for­manns, á­tök í Sýr­landi og skattadagurinn

Laun formanns sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki hækkað um 170 prósent á tveimur árum, líkt og kom fram í fjölmiðlum í gær, heldur hækkuðu þau einungis um tæp fimmtíu prósent. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en sambandið sendi frá sér rangar upplýsingar um launin í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hitafundur í Hvíta húsinu og ó­veður í Reynisfjöru

Stjórnmálafræðingur segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa stutt málstað Rússlandsforseta með framkomu sinni og yfirlýsingum á hitafundi í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir viðbrögðin vegna uppákomunnar í Hvíta húsinu milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu og ræðum við sérfræðing sem segir að svo virðist sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Niður­stöðu beðið í Karp­húsinu

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu kennara en hið opinbera fór fram á frest fram til hádegis til þess að bregðast við innahússtillögu ríkissáttasemjara í gær. 

Innlent