Tækni

Fréttamynd

Íslandsmet í niðurhali

Útappið er mest sótta smáforrit á Íslandi. Um 50 þúsund manns hafa sótt sér forritið á App Store og vistað í síma sína og spjaldtölvur. Ágúst Héðinsson segir viðtökurnar framar björtustu vonum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

App vikunnar

Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóri Apple fær 4,2 milljónir dala í laun - lækka um 99 prósent milli ára

Tim Cook, forstjóri Apple, fékk samtals 4,2 milljónir Bandaríkjadala í launabónus vegna starfsemi Apple á þessu ári. Það er upphæð sem svarar til tæplega 550 milljóna króna. Það er smánarupphæð í samhengi við heildarlaun hans í fyrra, en þá var hann launahæsti forstjóri fyrirtækis í heiminum, fékk samtals 378 milljónir Bandaríkjadala í laun, eða næstum 50 milljarða króna. Laun Cook lækkuðu því um næstum 99 prósent milli ára. Stærsti hluti launa Cook í fyrra voru eignarhlutir í Apple, sem stjórn fyrirtækisins ákvað að afhenda honum fyrir vel unnin störf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samsung býst við að selja hálfan milljarð síma á næsta ári

Samsung býst við því að selja 510 milljónir síma á næsta ári. Þetta kemur fram á vef The Korea Times. Nái fyrirtækið markmiði sínu verður það um 20% aukning frá árinu sem nú er senn að líða undir lok en talið er að um 420 milljónir síma hafi selst. Talið er að á næsta ári muni um 390 milljónir snjallsíma seljast en um 120 milljónir af ódýrari símum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samsung vill grafa stríðsöxina

Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nokia í verulegum vanda

Sala á snjallsímum eykst stöðugt, en Nokia símaframleiðandinn á í vök að verjast. Tölur frá greiningafyrirtækinu Gartner sýna að snjallsímasala jókst um tæp 47% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabili í fyrra. Sala á öðrum farsímum dróst hins vegar saman um 3,1%.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPad mini umfjöllun: Fjölmargir kostir í lítilli skel

Litli iPadinn er lítill og nettur. Við fyrsta samanburð gerði blaðamaður ekki ráð fyrir að iPad mini myndi eiga vinninginn gagnvart iPad 4. En á endanum reyndust fjölmargir kostir leynast í litlu skel. Ipad mini er mjög léttur miðað við iPad 4. Það skiptir sköpum þegar tækið er notað, sérstaklega við lestur. Munurinn er eins og að fara með kilju upp í rúm eða stóra alfræðiorðabók. Stóri iPadinn verður fljótt of þungur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Seldu þrjár milljónir iPad mini á þremur dögum

Apple tilkynnti í dag að yfir þrjár milljónir iPad mini og fjórðu kynslóðar iPad-spjaldtölva hefðu selst um opnunarhelgina en sala á þeim hófst 23. október. Þetta eru tvöfalt fleiri spjaldtölvur en seldust opnunarhelgina á iPad í mars síðastliðnum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Windows 8 lendir á morgun

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna dreifingu á morgun. Stýrikerfið er ein róttækasta breyting sem Microsoft hefur gert á notendaviðmóti Windows.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þetta er iPad Mini

Tæknifyrirtækið Apple kynnti í gær minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni. Snertiskjár nýju spjaldtölvunar er 7.9 tommur. Á stærri útgáfu iPad er skjárinn 9.7 tommur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný gerð iPad á markað

Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, kynnti nýja vörulínu á kynningarfundi í San José í Kaliforníu í gær. Á fundinum bar hæst að Apple tilkynnti að fyrirtækið hæfi brátt sölu á smærri og ódýrari gerð af iPad-spjaldtölvunni vinsælu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný spjaldtölva frá Apple í dag

Tæknirisinn Apple mun kynna minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni í Kaliforníu í dag. Grunur leikur á að Apple muni einnig opinbera minni útgáfu af MacBook Pro fartölvunni sem verður með mun hærri upplausn en forverar sínir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný spjaldtölva frá Google og Samsung

Talið er að tæknifyrirtækin Google og Samsung muni kynna nýja spjaldtölvu seinna í þessum mánuði. Tölvan verður að öllum líkindum hluti af Nexus vörulínunni sem fyrirtækin hafa þróað síðustu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ótrúlegar vinsældir LinkedIn

Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur vaxið ört síðustu misseri. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið á sumarmánuðum ársins 2003. Þannig eru virkir notendur rúmlega 135 milljónir talsins en þeir voru um 35 milljónir í desember árið 2007.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Surface lendir 26. október

Nýjasta spjaldtölva Microsoft, Surface, fer í almenna sölu í átta löndum seinna í þessum mánuði. Fyrirtækið svipti hulunni af spjaldtölvunni fyrir rúmu hálfu ári og hefur raftækið verið á allra vörum síðan þá.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple frumsýnir iPad Mini

Tæknirisinn Apple hefur boðið blaðamönnum og áhrifafólki úr tækniheiminum að sækja ráðstefnu 23. október næstkomandi. Ljóst er að Apple mun kynna nýja spjaldtölvu á fundinum, iPad Mini.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt

Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr iPad í þessum mánuði

Tæknirisinn Apple mun opinbera minni og ódýrari útgáfu af nýjustu iPad-spjaldtölvunni 23. október næstkomandi. Það er tæknifréttamiðillinn AllThingsD sem greinir frá þessu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni Galaxy S III væntanlegur

Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð.

Viðskipti erlent