Góðverk Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. Innlent 1.4.2023 23:29 Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda. Lífið 5.3.2023 17:08 Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum. Innlent 10.2.2023 19:30 Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Lífið 10.1.2023 10:03 Jólagóðverk á Akureyri: „Ég opnaði bréfið við kassann og fór strax að gráta“ „Þetta var svo ótrúlega fallegt. Ég er bara 18 ára og var svakalega brugðið,“ segir Katrín Sylvía Brynjarsdóttir starfsmaður Bónuss á Akureyri. Stuttu fyrir jól fékk Katrín óvæntan glaðning, frá viðskiptavini verslunarinnar sem hún þekkir ekki neitt en hefur þó oft afgreitt. Innlent 30.12.2022 13:07 Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke. Lífið 23.12.2022 16:00 Brimborg veitir Píeta samtökunum sex milljón króna styrk Brimborg styrkti á dögunum Píeta samtökin með sex milljónum króna. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Innlent 21.12.2022 15:51 Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin. Innlent 12.11.2022 22:06 Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. Innlent 20.8.2022 22:01 Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. Innlent 20.8.2022 18:21 Góðgerðarbingó til styrktar Gleym Mér Ei Stúlkurnar sem keppa um titilinn í Miss Universe Iceland í ár standa fyrir góðgerðarbingói til styrktar Gleym Mér Ei annað kvöld á Dillon. Lífið 27.7.2022 16:31 Fyrsta úthlutun Elsusjóðs Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu. Lífið 1.7.2022 09:30 Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum. Lífið 22.6.2022 16:31 Frænkur sem vilja gera heiminn að betri stað: „Okkur langaði að hjálpa börnunum“ Frænkurnar Thelma Ósk og Brynhildur Anna Gunnarsdóttir vilja gera heiminn að betri stað og hjálpa börnum í Úkraínu með lokaverkefninu sínu úr Langholtsskóla. Þær handsauma sjálfar poka og selja til styrktar SOS Barnaþorpa. Lífið 1.6.2022 15:30 Brjóstasnúðurinn styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini Fimmta árið í röð býður Brauð&Co upp á að kaupa brjóstasnúðinn. Hann er aðeins í boði vikuna 2.-8. maí en ágóðinn rennur óskiptur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Lífið 2.5.2022 17:01 Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. Innlent 30.4.2022 20:00 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. Innlent 23.4.2022 19:48 Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur. Lífið 21.4.2022 17:31 Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. Innlent 5.4.2022 22:01 Íslenskir dýralæknanemar hafa safnað milljónum króna fyrir flóttafólk Íslenskir dýralæknanemar í Slóvakíu standa fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk í landinu og á landamærum úkraínu og Slóvakíu. Þegar hafa safnast ríflega fimm milljónir króna sem nemarnir hafa varið í ýmsar nauðsynjavörur, til að mynda hráefni í heimagerðar samlokur. Erlent 13.3.2022 16:56 Gísli fyrstur til að gefa blóð 250 sinnum Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, varð í morgun fyrstur manna hér á landi til að gefa blóð 250 sinnum. Lífið 10.2.2022 12:14 Góðmennska sem eykur trú á mannkyninu Þráður á Skreytum hús hópnum vakti trú margra á mannkyninu á ný þegar meðlimir kepptust um að fá að gleðja lítinn dreng en faðir hans er með ólæknandi krabbamein. Vinkona móðurinnar var að leita að innahúshönnuði til að aðstoða sig við að gleðja soninn en fyrr en varið voru ókunnugir búnir að bjóða sig fram í hin ýmsu verk. Lífið 9.2.2022 17:20 Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. Innlent 30.12.2021 07:00 Ásta Kaldals boðin upp Afkomendur ljósmyndarans Jón Kaldals hafa ákveðið að bjóða afrit af einhverri frægustu ljósmynd þjóðarinnar upp til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Menning 16.12.2021 15:00 Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. Lífið 5.12.2021 20:01 Óvæntar kærleikskveðjur Guðrúnar vekja athygli á Selfossi Guðrún María Jóhannsdóttir, starfsmaður á pósthúsinu Selfossi, tók upp á því á dögunum að skrifa litlar kærleikskveðjur til viðskiptavina á minnismiðum með sendingum. Nú fær hún blóm til baka frá þakklátum viðskiptavinum. Lífið 2.10.2021 20:25 Guðdómleg hvíld fyrir foreldra: „Við getum sofið róleg“ Góðgerðarsamtökin 1881 sem hafa það markmið að styðja við málefni sem erfitt reynist að safna fyrir. Athafnamaðurinn Hálfdán Steinþórsson og Svanhildur Vigfúsdóttir fjárfestir hrundu af stað verkefninu Gefðu fimmu út frá 1881, en markmiðið er að forstjórar, fyrirtæki og aðrir skori á hvert annað að gera vel og hjálpa. Lífið 16.9.2021 15:34 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. Lífið 6.9.2021 15:52 Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Lífið 18.8.2021 20:01 Tólf ára stúlka rakar af sér hárið fyrir gott málefni Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir setti sér það markmið að safna fimm hundruð þúsund krónum til styrktar stuðningsfélaginu Krafti og raka af sér hárið þegar markmiðinu væri náð. Kraftur stendur Öglu Björk nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Lífið 15.8.2021 18:00 « ‹ 1 2 3 ›
Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. Innlent 1.4.2023 23:29
Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda. Lífið 5.3.2023 17:08
Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum. Innlent 10.2.2023 19:30
Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Lífið 10.1.2023 10:03
Jólagóðverk á Akureyri: „Ég opnaði bréfið við kassann og fór strax að gráta“ „Þetta var svo ótrúlega fallegt. Ég er bara 18 ára og var svakalega brugðið,“ segir Katrín Sylvía Brynjarsdóttir starfsmaður Bónuss á Akureyri. Stuttu fyrir jól fékk Katrín óvæntan glaðning, frá viðskiptavini verslunarinnar sem hún þekkir ekki neitt en hefur þó oft afgreitt. Innlent 30.12.2022 13:07
Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke. Lífið 23.12.2022 16:00
Brimborg veitir Píeta samtökunum sex milljón króna styrk Brimborg styrkti á dögunum Píeta samtökin með sex milljónum króna. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Innlent 21.12.2022 15:51
Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin. Innlent 12.11.2022 22:06
Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. Innlent 20.8.2022 22:01
Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. Innlent 20.8.2022 18:21
Góðgerðarbingó til styrktar Gleym Mér Ei Stúlkurnar sem keppa um titilinn í Miss Universe Iceland í ár standa fyrir góðgerðarbingói til styrktar Gleym Mér Ei annað kvöld á Dillon. Lífið 27.7.2022 16:31
Fyrsta úthlutun Elsusjóðs Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu. Lífið 1.7.2022 09:30
Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum. Lífið 22.6.2022 16:31
Frænkur sem vilja gera heiminn að betri stað: „Okkur langaði að hjálpa börnunum“ Frænkurnar Thelma Ósk og Brynhildur Anna Gunnarsdóttir vilja gera heiminn að betri stað og hjálpa börnum í Úkraínu með lokaverkefninu sínu úr Langholtsskóla. Þær handsauma sjálfar poka og selja til styrktar SOS Barnaþorpa. Lífið 1.6.2022 15:30
Brjóstasnúðurinn styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini Fimmta árið í röð býður Brauð&Co upp á að kaupa brjóstasnúðinn. Hann er aðeins í boði vikuna 2.-8. maí en ágóðinn rennur óskiptur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Lífið 2.5.2022 17:01
Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. Innlent 30.4.2022 20:00
100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. Innlent 23.4.2022 19:48
Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur. Lífið 21.4.2022 17:31
Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. Innlent 5.4.2022 22:01
Íslenskir dýralæknanemar hafa safnað milljónum króna fyrir flóttafólk Íslenskir dýralæknanemar í Slóvakíu standa fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk í landinu og á landamærum úkraínu og Slóvakíu. Þegar hafa safnast ríflega fimm milljónir króna sem nemarnir hafa varið í ýmsar nauðsynjavörur, til að mynda hráefni í heimagerðar samlokur. Erlent 13.3.2022 16:56
Gísli fyrstur til að gefa blóð 250 sinnum Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, varð í morgun fyrstur manna hér á landi til að gefa blóð 250 sinnum. Lífið 10.2.2022 12:14
Góðmennska sem eykur trú á mannkyninu Þráður á Skreytum hús hópnum vakti trú margra á mannkyninu á ný þegar meðlimir kepptust um að fá að gleðja lítinn dreng en faðir hans er með ólæknandi krabbamein. Vinkona móðurinnar var að leita að innahúshönnuði til að aðstoða sig við að gleðja soninn en fyrr en varið voru ókunnugir búnir að bjóða sig fram í hin ýmsu verk. Lífið 9.2.2022 17:20
Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. Innlent 30.12.2021 07:00
Ásta Kaldals boðin upp Afkomendur ljósmyndarans Jón Kaldals hafa ákveðið að bjóða afrit af einhverri frægustu ljósmynd þjóðarinnar upp til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Menning 16.12.2021 15:00
Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. Lífið 5.12.2021 20:01
Óvæntar kærleikskveðjur Guðrúnar vekja athygli á Selfossi Guðrún María Jóhannsdóttir, starfsmaður á pósthúsinu Selfossi, tók upp á því á dögunum að skrifa litlar kærleikskveðjur til viðskiptavina á minnismiðum með sendingum. Nú fær hún blóm til baka frá þakklátum viðskiptavinum. Lífið 2.10.2021 20:25
Guðdómleg hvíld fyrir foreldra: „Við getum sofið róleg“ Góðgerðarsamtökin 1881 sem hafa það markmið að styðja við málefni sem erfitt reynist að safna fyrir. Athafnamaðurinn Hálfdán Steinþórsson og Svanhildur Vigfúsdóttir fjárfestir hrundu af stað verkefninu Gefðu fimmu út frá 1881, en markmiðið er að forstjórar, fyrirtæki og aðrir skori á hvert annað að gera vel og hjálpa. Lífið 16.9.2021 15:34
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. Lífið 6.9.2021 15:52
Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Lífið 18.8.2021 20:01
Tólf ára stúlka rakar af sér hárið fyrir gott málefni Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir setti sér það markmið að safna fimm hundruð þúsund krónum til styrktar stuðningsfélaginu Krafti og raka af sér hárið þegar markmiðinu væri náð. Kraftur stendur Öglu Björk nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Lífið 15.8.2021 18:00