Erlend sakamál

Fréttamynd

Adnan Syed hreinsaður af sök

Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. 

Erlent
Fréttamynd

Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn

Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana.

Erlent
Fréttamynd

Anna Sor­okin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi

Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Telja rað­morðingja vera á ferðinni í Kali­forníu

Lögreglan í borginni Stockton í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að raðmorðingi gæti verið á ferðinni í borginnu. Fimm manns hafa verið skotnir til bana síðustu þrjá mánuði en lögreglan telur að öll málin tengist.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferða­töskunum

Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára.

Erlent
Fréttamynd

Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru

Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955.

Erlent
Fréttamynd

Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp

22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna

Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Telur sig hafa borið kennsl á So­mer­ton-manninn

Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Synjað um líknardauða

Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína.

Erlent
Fréttamynd

Krefst þyngri refsingar yfir plast­barka­lækninum

Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm.

Erlent