Erlend sakamál Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Erlent 20.6.2022 08:27 Í lífstíðarfangelsi eftir að hún lét skáldsögu sína verða að veruleika Höfundur sögu sem titluð er Hvernig á að myrða eiginmann þinn var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn fyrir að drepa eiginmann sinn í Portland í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Erlent 14.6.2022 09:24 Fjöldamorðinginn í Toronto í lífstíðarfangelsi Karlmaður sem ók sendiferðabíl inn í mannþröng og drap ellefu manns í Toronto árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag. Hann getur þó óskað eftir reynslulausn eftir aldarfjórðung. Erlent 13.6.2022 22:04 „Hættulegasti maður Noregs“ tekinn höndum Norska lögreglan hafði hendur í hári Stigs Millehaugen sem hafði verið á flótta í viku. Millehaugen afplánaði fangelsisdóm fyrir tvö morð og honum er lýst sem „hættulegasta manni Noregs“. Erlent 8.6.2022 11:02 Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Erlent 1.6.2022 23:12 Shkreli látinn laus úr fangelsi Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi. Erlent 18.5.2022 22:14 Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Erlent 14.5.2022 17:01 Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Erlent 10.5.2022 13:47 Strokufanginn í gæsluvarðhald eftir eftirför Strokufanginn Casey White, sem slapp úr fangelsi með aðstoð fangavarðarins Vicky White, er nú kominn í gæsluvarðhald. Vicky var lögð inn á spítala eftir að þau náðust vegna skotsára. Erlent 9.5.2022 23:12 Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Erlent 7.5.2022 14:30 Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi. Erlent 4.5.2022 09:51 Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. Erlent 3.5.2022 08:02 Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. Erlent 26.4.2022 13:34 Sakfelldir vegna útlits og litarafts Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. Erlent 24.4.2022 15:21 Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. Erlent 22.4.2022 19:13 Feður sem myrða börn sín Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Erlent 18.4.2022 15:00 Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Innlent 4.4.2022 20:52 Neita að endurskoða lífstíðardóm framhaldsskólastarfsmanns Pamela Smart, sem situr inni fyrir að hafa látið framhaldsskólanema myrða eiginmann sinn, fær ekki endurskoðun á lífstíðardómnum er hún hlaut fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Erlent 23.3.2022 22:50 Loddaranum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum Bandarísk stjórnvöld hyggjast vísa Önnu Sorokin, einnig þekkt sem Anna Delvey, úr landi og senda hana aftur til Þýskalands. Anna gerði garðinn frægan þegar hún þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York sem féll kylliflatt fyrir blekkingum hennar. Erlent 15.3.2022 23:50 Bjóða fundarlaun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna. Erlent 8.3.2022 11:45 Risavaxinn svartbjörn eftirlýstur af lögreglu fyrir tugi innbrota Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur lýst eftir risavaxna svartbirninum „Hank the Tank“ fyrir tugi innbrota við Tahoe vatn síðasta sumar. Erlent 23.2.2022 07:01 Samstarfsmaður Epstein fannst látinn í fangaklefa Franski tískumógúllinn Jean-Luc Brunel fannst látinn í fangaklefa sínum í París í gær. Brunel var náinn vinur bandaríska auðkýfingins og kynferðsibrotamannsins Jeffrey Epstein. Hafði Brunel verið handtekinn í tengslum við rannsókn franskra yfirvalda á kynferðisbrotum Epstein. Erlent 20.2.2022 08:08 Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. Erlent 16.2.2022 08:05 Dæmd í sextán mánaða fangelsi eftir að kærastinn myrti son hennar Bandarísk kona hefur verið dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki verndað son sinn, sem var myrtur af kærasta konunnar. Erlent 12.2.2022 08:44 Annar mannanna í gæsluvarðhald en hinum sleppt Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins. Erlent 10.2.2022 14:57 Tekist á um horfna síma, ónýta tölvu og fræga afhjúpun í máli Vardy gegn Rooney Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt. Erlent 9.2.2022 13:45 Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Erlent 9.2.2022 13:06 Ákærðir fyrir að selja Wire-leikara banvæna blöndu fíkniefna Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát leikarans Michael K. Williams. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt Williams banvæna blöndu fentanýls og heróíns. Erlent 2.2.2022 22:02 Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands fær háar bætur Kona sem breski flugumaðurinn Mark Kennedy braut gróflega fær háar bætur eftir að dómstóll í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan í London hafi brotið á mannréttindum hennar. Erlent 25.1.2022 22:43 Játaði að hafa rænt fjögurra ára ástralskri stúlku Ástralskur karlmauður á fertugsaldri hefur játað að hafa rænt fjögurra ára gamalli stúlku og halda henni fanginni í átján daga síðasta haust. Erlent 24.1.2022 10:39 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 … 23 ›
Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Erlent 20.6.2022 08:27
Í lífstíðarfangelsi eftir að hún lét skáldsögu sína verða að veruleika Höfundur sögu sem titluð er Hvernig á að myrða eiginmann þinn var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn fyrir að drepa eiginmann sinn í Portland í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Erlent 14.6.2022 09:24
Fjöldamorðinginn í Toronto í lífstíðarfangelsi Karlmaður sem ók sendiferðabíl inn í mannþröng og drap ellefu manns í Toronto árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag. Hann getur þó óskað eftir reynslulausn eftir aldarfjórðung. Erlent 13.6.2022 22:04
„Hættulegasti maður Noregs“ tekinn höndum Norska lögreglan hafði hendur í hári Stigs Millehaugen sem hafði verið á flótta í viku. Millehaugen afplánaði fangelsisdóm fyrir tvö morð og honum er lýst sem „hættulegasta manni Noregs“. Erlent 8.6.2022 11:02
Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Erlent 1.6.2022 23:12
Shkreli látinn laus úr fangelsi Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi. Erlent 18.5.2022 22:14
Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Erlent 14.5.2022 17:01
Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Erlent 10.5.2022 13:47
Strokufanginn í gæsluvarðhald eftir eftirför Strokufanginn Casey White, sem slapp úr fangelsi með aðstoð fangavarðarins Vicky White, er nú kominn í gæsluvarðhald. Vicky var lögð inn á spítala eftir að þau náðust vegna skotsára. Erlent 9.5.2022 23:12
Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Erlent 7.5.2022 14:30
Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi. Erlent 4.5.2022 09:51
Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. Erlent 3.5.2022 08:02
Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. Erlent 26.4.2022 13:34
Sakfelldir vegna útlits og litarafts Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. Erlent 24.4.2022 15:21
Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. Erlent 22.4.2022 19:13
Feður sem myrða börn sín Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Erlent 18.4.2022 15:00
Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Innlent 4.4.2022 20:52
Neita að endurskoða lífstíðardóm framhaldsskólastarfsmanns Pamela Smart, sem situr inni fyrir að hafa látið framhaldsskólanema myrða eiginmann sinn, fær ekki endurskoðun á lífstíðardómnum er hún hlaut fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Erlent 23.3.2022 22:50
Loddaranum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum Bandarísk stjórnvöld hyggjast vísa Önnu Sorokin, einnig þekkt sem Anna Delvey, úr landi og senda hana aftur til Þýskalands. Anna gerði garðinn frægan þegar hún þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York sem féll kylliflatt fyrir blekkingum hennar. Erlent 15.3.2022 23:50
Bjóða fundarlaun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna. Erlent 8.3.2022 11:45
Risavaxinn svartbjörn eftirlýstur af lögreglu fyrir tugi innbrota Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur lýst eftir risavaxna svartbirninum „Hank the Tank“ fyrir tugi innbrota við Tahoe vatn síðasta sumar. Erlent 23.2.2022 07:01
Samstarfsmaður Epstein fannst látinn í fangaklefa Franski tískumógúllinn Jean-Luc Brunel fannst látinn í fangaklefa sínum í París í gær. Brunel var náinn vinur bandaríska auðkýfingins og kynferðsibrotamannsins Jeffrey Epstein. Hafði Brunel verið handtekinn í tengslum við rannsókn franskra yfirvalda á kynferðisbrotum Epstein. Erlent 20.2.2022 08:08
Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. Erlent 16.2.2022 08:05
Dæmd í sextán mánaða fangelsi eftir að kærastinn myrti son hennar Bandarísk kona hefur verið dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki verndað son sinn, sem var myrtur af kærasta konunnar. Erlent 12.2.2022 08:44
Annar mannanna í gæsluvarðhald en hinum sleppt Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins. Erlent 10.2.2022 14:57
Tekist á um horfna síma, ónýta tölvu og fræga afhjúpun í máli Vardy gegn Rooney Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt. Erlent 9.2.2022 13:45
Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Erlent 9.2.2022 13:06
Ákærðir fyrir að selja Wire-leikara banvæna blöndu fíkniefna Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát leikarans Michael K. Williams. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt Williams banvæna blöndu fentanýls og heróíns. Erlent 2.2.2022 22:02
Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands fær háar bætur Kona sem breski flugumaðurinn Mark Kennedy braut gróflega fær háar bætur eftir að dómstóll í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan í London hafi brotið á mannréttindum hennar. Erlent 25.1.2022 22:43
Játaði að hafa rænt fjögurra ára ástralskri stúlku Ástralskur karlmauður á fertugsaldri hefur játað að hafa rænt fjögurra ára gamalli stúlku og halda henni fanginni í átján daga síðasta haust. Erlent 24.1.2022 10:39