Fuglar Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. Innlent 22.6.2023 16:04 Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð. Innlent 21.6.2023 20:00 Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa. Lífið 11.6.2023 20:31 Fólk beðið um að láta af brauðgjöf til andanna Dýravinir á öllum aldri eru beðnir um að standast þá freistingu að gefa öndunum brauð við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Ástæðan eru sílamávar sem eru líklegir til að vaða í nýklakta andarungana. Innlent 8.6.2023 14:09 Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum. Innlent 7.6.2023 16:23 Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04 Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar. Lífið 4.6.2023 15:29 Fuglaflensa ekki talin ástæða fjöldadauðans Fuglaflensa er ekki talin ástæða fjöldadauða fugla sem hefur valdið vísindamönnum áhyggjum upp á síðkastið. Hundruð fugla hafa fundist dauð víða um land. Innlent 1.6.2023 16:32 Bólusetja endur í haust Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust. Erlent 30.5.2023 16:12 „Ég man ekki eftir svona miklum dauða“ Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings. Innlent 28.5.2023 19:32 Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. Innlent 28.5.2023 12:21 „Þær litu hvorki til hægri né vinstri“ „Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrrverandi héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg hlæjandi í samtali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsafjölskyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni. Lífið 25.5.2023 16:27 Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. Innlent 21.5.2023 23:40 Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita. Innlent 19.5.2023 10:16 Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana. Innlent 11.5.2023 21:06 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. Innlent 10.5.2023 16:06 Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. Innlent 10.5.2023 07:51 Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. Erlent 7.5.2023 13:01 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Innlent 4.5.2023 23:57 Gæsirnar mun færri en í venjulegu ári Mun færri gæsir virðast hafa lagt leið sína hingað til lands í vor en í venjulegu ári, í það minnsta á Suðausturlandi Innlent 4.5.2023 09:07 Sjö egg í laup krummapars á Selfossi Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi. Lífið 16.4.2023 21:04 Svört gæs vekur athygli Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra. Innlent 8.4.2023 11:25 Lóan er komin Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. Innlent 26.3.2023 13:06 Einstaklega gæf ugla heilsaði upp á leikskólabörn í Ólafsfirði „Hún var ekkert hrædd við börnin“ segir leikskólastjóri í Fjallabyggð um uglu sem heimsótti leikskólabörn í gær. Uglan sat í dágóðan tíma nær upp við glugga skólans og virti börnin fyrir sér. Lífið 25.3.2023 14:18 Halda íbúafund vegna ágangs máva: „Maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki“ Íbúafundur er á döfinni í Garðabæ vegna ágangs máva, sem búist er við að aukist mikið á þegar varptíminn gengur í garð á næstunni. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að málið sé alvarlegra en marga grunar. Innlent 19.3.2023 11:00 Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. Innlent 7.3.2023 23:09 Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. Erlent 4.3.2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. Innlent 23.2.2023 17:29 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. Innlent 11.2.2023 23:34 Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Erlent 31.1.2023 23:50 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. Innlent 22.6.2023 16:04
Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð. Innlent 21.6.2023 20:00
Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa. Lífið 11.6.2023 20:31
Fólk beðið um að láta af brauðgjöf til andanna Dýravinir á öllum aldri eru beðnir um að standast þá freistingu að gefa öndunum brauð við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Ástæðan eru sílamávar sem eru líklegir til að vaða í nýklakta andarungana. Innlent 8.6.2023 14:09
Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum. Innlent 7.6.2023 16:23
Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04
Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar. Lífið 4.6.2023 15:29
Fuglaflensa ekki talin ástæða fjöldadauðans Fuglaflensa er ekki talin ástæða fjöldadauða fugla sem hefur valdið vísindamönnum áhyggjum upp á síðkastið. Hundruð fugla hafa fundist dauð víða um land. Innlent 1.6.2023 16:32
Bólusetja endur í haust Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust. Erlent 30.5.2023 16:12
„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“ Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings. Innlent 28.5.2023 19:32
Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. Innlent 28.5.2023 12:21
„Þær litu hvorki til hægri né vinstri“ „Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrrverandi héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg hlæjandi í samtali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsafjölskyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni. Lífið 25.5.2023 16:27
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. Innlent 21.5.2023 23:40
Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita. Innlent 19.5.2023 10:16
Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana. Innlent 11.5.2023 21:06
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. Innlent 10.5.2023 16:06
Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. Innlent 10.5.2023 07:51
Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. Erlent 7.5.2023 13:01
Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Innlent 4.5.2023 23:57
Gæsirnar mun færri en í venjulegu ári Mun færri gæsir virðast hafa lagt leið sína hingað til lands í vor en í venjulegu ári, í það minnsta á Suðausturlandi Innlent 4.5.2023 09:07
Sjö egg í laup krummapars á Selfossi Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi. Lífið 16.4.2023 21:04
Svört gæs vekur athygli Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra. Innlent 8.4.2023 11:25
Einstaklega gæf ugla heilsaði upp á leikskólabörn í Ólafsfirði „Hún var ekkert hrædd við börnin“ segir leikskólastjóri í Fjallabyggð um uglu sem heimsótti leikskólabörn í gær. Uglan sat í dágóðan tíma nær upp við glugga skólans og virti börnin fyrir sér. Lífið 25.3.2023 14:18
Halda íbúafund vegna ágangs máva: „Maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki“ Íbúafundur er á döfinni í Garðabæ vegna ágangs máva, sem búist er við að aukist mikið á þegar varptíminn gengur í garð á næstunni. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að málið sé alvarlegra en marga grunar. Innlent 19.3.2023 11:00
Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. Innlent 7.3.2023 23:09
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. Erlent 4.3.2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. Innlent 23.2.2023 17:29
Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. Innlent 11.2.2023 23:34
Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Erlent 31.1.2023 23:50