Kettir

Fréttamynd

„Sá síðasti dó á þessu ári“

„Við ætlum að vera með uppboð fyrir sjúkrasjóð villikatta á Ísland, við erum bara í vandræðum því að sjúkrasjóðurinn er uppurinn,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu og kattakona númer eitt en um helgina stendur til að halda uppboð.

Lífið
Fréttamynd

Fundu Diego heilan á húfi í heima­húsi

Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“

Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim.

Innlent
Fréttamynd

Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað

Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum.

Innlent
Fréttamynd

Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott

Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott.

Innlent
Fréttamynd

Frægasti köttur landsins týndur

Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Prestur fann köttinn sinn eftir sam­tal við miðil

Kötturinn Kola var búin að vera týnd í átta daga þegar Jóhanna Magnúsdóttir, eigandi hennar, ákvað í örvæntingu sinni að leita til miðils. Miðillinn sagði köttinn vera á lífi nálægt byggingarsvæði sem kom Jóhönnu á sporið og fannst Kola í kjölfarið.

Lífið
Fréttamynd

Eitrað fyrir ketti í Sand­gerði

Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum.

Innlent
Fréttamynd

Á­greiningur um kött og hótanir gegn börnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna ágreinings um kött, þar sem tveir deildu um það hvor væri réttmætur eigandi kattarins. Rannsókn lögreglu á vettvangi varð til þess að kötturinn endaði að lokum í höndunum á réttum eiganda.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­leg staða uppi í kattaheimum

Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

For­dæma notkun „ó­mann­úð­legra“ minka­gildra

Jacobina Joensen formaður dýraverndunarfélagsins Villikatta segir félagið fordæma einstaklinga, sveitarfélög og félagasamtök sem nota minkagildrur. Þær séu hannaðar til að meiða dýr og það sé óskiljanlegt að þær séu enn leyfðar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skóla­slit

Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. 

Lífið
Fréttamynd

Bæjar­stjórn Garða­bæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi

Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 

Lífið
Fréttamynd

Salvador á Djúpa­vogi reyndist heita Buszek og búa í Sand­gerði

Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi.

Lífið
Fréttamynd

Bíða eftir tölvu­pósti frá Heims­meta­bók Guinness

Eigandi brasilíska kattarins Xartrux reynir nú að fá nafn kattarins ritað í sögubækurnar en hann er einn og hálfur metri að lengd og rúmlega tíu kíló. Xartrux, eða eigandi hans öllu að heldur, leitast eftir heimsfrægð og vill að upplýsingar um holdafar kattarins rati í heimsmeistarbók Guinness þar sem hann verði skráður stærsti köttur heims.

Lífið
Fréttamynd

Málið sem skekið hefur Skeifuna

Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga.

Lífið
Fréttamynd

Undrun og reiði meðal vina Diego

Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4.

Lífið
Fréttamynd

Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum

Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Kötturinn Prins var týndur í tólf ár

Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi.

Innlent