Handbolti

Fréttamynd

GOG lagði Holsterbro

Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið GOG vann 27-25 sigur á Holstebro þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur hjá GOG með 7 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 þrátt fyrir að geta lítið beitt skothöndinni vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Getur ekki skotið á markið

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Svendborg mæta Portland í kvöld í Meistaradeildinni í handbolta. Þetta er fyrsti leikur Snorra í Meistaradeildinni en það er ekki víst hversu mikið hann getur spilað vegna meiðsla á öxl.

Handbolti
Fréttamynd

FCK á toppnum

Arnór Atlason skoraði fimm mörk fyrir lið sitt FCK í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann öruggan útisigur á Viborg 35-28. FCK hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína deildinni. Þá skoraði Vignir Svavarsson 3 mörk fyrir Skjern sem lagði Skandeborg 32-25.

Handbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá FCK

Einn leikur var á dagskrá í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Arnór Atlason skoraði 5 mörk og var næstmarkahæstur í liði FCK sem vann góðan útisigur á AaB 27-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik 13-12. FCK er því með fullt hús stiga eftir tvo leiki líkt og Kolding og Arhus.

Handbolti
Fréttamynd

Sjö mörk Vignis dugðu skammt

Fyrsta umferðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta kláraðist í gær. Vignir Svavarsson og félagar í Skjern steinlágu heima fyrir Kolding 33-24 þar sem Vignir var markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

GOG í fjórðungsúrslit

Danska handknattleiksliðið GOG Svendborg varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum dönsku bikarkeppninnar þegar það vann auðveldan útisigur á Stoholm 35-23. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði GOG og skoraði 8 mörk, en hann gekk í raðir liðsins frá þýska liðinu Minden í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Fékk 34,8 prósent atkvæða

Ólafur Stefánsson var valinn í lið ársins í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta og er einn af fjórum leikmönnum meistaraliðs Ciudad Real sem eru í sjö manna liðinu. Kosningin fór fram á heimasíðu deildarinnar, www.asobal.es.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór ánægður með nýjan samning við FCK

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason hefur framlengt samning sinn við danska liðið FCK um þrjú ár. Arnór sagðist í samtali við Vísi vera mjög ánægður með samninginn því sér liði mjög vel í Kaupmannahöfn. Aldrei hefði komið til greina að fara annað.

Handbolti
Fréttamynd

Leikurinn við Íslendinga er algjör lykilleikur

Sænski landsliðsmaðurinn Ljubomir Vranjes hjá Flensburg í Þýskalandi segir að opnunarleikur Svía við Íslendinga á EM í Noregi í janúar verði algjör lykilleikur í keppninni. Hann segir leikinn ráða öllu um framhald liðsins í keppninni og segir Svía eiga helmingslíkur á að vinna Íslendinga.

Handbolti
Fréttamynd

Fjórar þjóðir áfram á EM

Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Slóvakía tryggðu sér í gær sæti á EM í Noregi. Pólverjar unnu Holland 41-27 og 72-47 samtals, Tékkar unnu Letta með 33 mörkum gegn 26, samtals 64-56. Þá unnu Ungverjar Litháa 31-30 og 59-53 samtals og loks burstuðu Slóvakar Úkraínu 35-19, 63-48 samtals.

Handbolti
Fréttamynd

Hannes Jón á leið til Danmerkur á ný

Landsliðsmaðurinn Hannes Jón Jónsson sem leikið hefur með handknattleiksliði Elverum í Noregi, er á leið til Danmerkur á nýjan leik skv heimildum Vísis. Hannes, sem sýnt hefur lipra takta með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum, mun á næstu leiktíð leika með Fredericia HK sem endaði í níunda sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Danmörk 30-30 Úkraína

Fyrri leik Danmerkur og Úkraínu í umspil um sæti á HM í handknattleik kvenna var að ljúka og var lokastaðan 30-30. Það er margt í húfi fyrir dönsku stelpurnar því að ef að þær vinna ekki þetta einvígi þá falla þær um styrkleikaflokk og komast ekki á ólympíuleikana í Peking.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad Real Spánarmeistari

Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk í dag þegar lið hans Ciudad Real tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með því að bursta Antequera 40-29 í næstsíðustu umferðinni í deildinni. Félagar Sigfúsar Sigurðssonar í Ademar Leon tryggðu Ciudad sigurinn með því að leggja keppinauta þeirra í Portland San Antonio 30-26. Ciudad hefur fjögurra stiga forystu á toppnum þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð velur hópinn fyrir Serbaleikina

Alfreð Gíslason, þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, valdi í dag 17 manna landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Serbum sem fram fara dagana 9. og 17. júní í sumar, en þessi hópur spilar einnig tvo æfingaleiki við Tékka í upphafi næsta mánaðar. Hópurinn er hér fyrir neðan.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland steinlá aftur fyrir Hollendingum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 30-21 fyrir því hollenska í kvöld í öðrum vinnáttuleik þjóðanna á tveimur dögum. Hollenska liðið hafði yfir 14-8 í hálfleik. Rut Jónsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk og þær Guðbjörg Guðmannsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu 3 hvor.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld 28-18 fyrir því hollenska í vináttuleik þjóðanna ytra. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk og Dagný Skúladóttir skoraði 3 mörk. Liðin mætast aftur á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

FCK deildarmeistari í Danmörku

Íslendingalið FCK í Danmörku tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar liðið lagði meistara Kolding í næst síðustu umferð deildarinnar 35-31. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FCK og Gísli Kristjánsson eitt. FCK mætir Viborg í úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna um meistaratitilinn, en hin undanúrslitarimman verður milli Kolding og GOG.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland hafnaði í fjórða sæti í Frakklandi

Íslendingar höfnuðu í fjórða og síðasta sæti á æfingamótinu í Frakklandi eftir að hafa gert jafntefli við Túnisa í lokaleik sínum í dag, 30-30. Túnisar skoruðu jöfnunarmarkið úr hraðaupphlapi þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka eftir. Túnisar höfðu betri markatölu en Íslendingar og hafna því í þriðja sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Átta marka tap gegn Frökkum

Frakkar sigruðu Íslendinga með átta marka mun, 35-27, á æfingamótinu í handbolta sem fram fer þar í landi yfir páskahelgina. Frakkar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik en í síðari hálfleik bætti liðið smám saman við forskotið og gáfu Íslendingum fá færi á sér.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland tveimur mörkum undir í hálfleik

Íslendingar eru undir, 16-14, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Frökkum á æfingamótinu sem fram fer þar í landi um páskana. Leikurinn hefur verið nokkuð sveiflukenndur en heilt yfir er íslenska liðið að spila ágætlega.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingaslagur í beinni á DR1

Stórleikur helgarinnar í danska handboltanum er án efa viðureign FCK og GOG en hann hefst nú klukkan 14 og er sýndur beint á DR1 sem er rás 70 á fjölvarpinu. Með FCK leika þeir Arnór Atlason og Gísli Kristjánsson, en landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson gengur til liðs við GOG á næsta keppnistímabili. Liðin eru í 1. og 3. sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Svekkjandi fyrir Skjern

Danska handboltafélagið Skjern, sem Aron Kristjánsson stýrir og Íslendingarnir Vignir Svavarsson, Vilhjálmur Ingi Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson leika með, féll úr leik á grátlegan hátt í undanúrslitum EHF-bikarsins í gær. Þá tapaði liðið gegn spænska liðinu Aragon, 29-24, og því samanlagt með einu marki, 55-54. Vignir skoraði þrjú mörk fyrir Skjern en hinir Íslendingarnir voru með eitt mark hvor.

Handbolti