Stéttarfélög

„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“
Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum.

Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks
Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna.

Helga Rósa nýr formaður Fíh
Helga Rósa Másdóttir hefur verið kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 28. febrúar og lauk í hádeginu í dag.

Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR
Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru.

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar.

Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur
Arnþór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR hefur lýst því yfir að hann sé farinn í verkfall frá störfum stjórnar. Hann segir vargöld ríkja í stjórninni og telur að Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, eigi að taka sér leyfi frá störfum á meðan stjórnarkjör gengur yfir.

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga.

Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um.

Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí.

Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum
Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí.

Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins
Jakob Tryggvason er nýr formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hlaut tæp 73 prósent greiddra atkvæða á aukaþingi RSÍ en Ágúst Hilmarsson hlaut rúm 25 prósent atkvæða.

Glötuðu tækifærin
Við að fylgjast með nýjustu uppákomunni í kringum Ragnar Þór Ingólfsson þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formann VR. Kemur upp í huga manns hvort það sé ekki vegna svona óheiðarlegra og ómerkilegra einstaklinga sem staða samfélagsins er eins og hún er.

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Í gærkvöld var birt yfirlýsing um biðlaunamál Ragnars Þórs á mbl. Þar undirrita stjórnarmenn yfirlýsinguna og ef ég skil yfirlýsinguna rétt að þá er einhverskonar birting á því hvaða stjórnarmenn í VR eru góðir og þá restin líklega vondir.

Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“
Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun.

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins.

Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“
Þorsteinn Skúli Sveinsson, frambjóðandi til formanns VR segir skýringar Ragnars Þórs Ingólfssonar, um hvers vegna hann þáði sex mánaða biðlaun frá félaginu eftir að hann tók sæti á Alþingi, hjákátlegar. Allir fjórir frambjóðendur til formanns VR eru sammála um að ekki sé við hæfi að fráfarandi formaður þiggi biðlaun þegar viðkomandi hefur þegar gengið í önnur störf. Stjórn VR hefur þegar tekið ákvörðun um breytingar á skilyrðum fyrir greiðslu biðlauna.

Wybory/Election/Kosningar
Nazywam się Mateusz Gabríeli i zgłosiłem swoją kandydaturę do zarządu związków zawodowych VR. Jeśli zostanę wybrany, będę pierwszym Polakiem w zarządzie, a moim priorytetem będzie poprawa warunków pracy dla wszystkich pracowników, zwłaszcza osób, które przeprowadziły się na Islandię zza granicy.

Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara
Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta.

Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda.

Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní
Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið.

Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann
Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi.

Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar
Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin.

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast.

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi.

VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin
Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember.

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna.

VR og við sem erum miðaldra
Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri!

Djarfar áherslur – sterkara VR
Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn.

Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag.

Ekki láta aðra kjósa fyrir þig
Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá.