Sýn

Fréttamynd

Rangt gefið á fjöl­miðla­markaði

Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd.

Skoðun
Fréttamynd

Hljóð og mynd í Efsta­leiti

„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin.

Skoðun
Fréttamynd

Her­dís Dröfn nýr for­stjóri Sýnar

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægi­lega skýrar

Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrar­einingar

Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­­festar með „augun á bak­­sýnis­­speglinum“ og sjá ekki tæki­­færi Kviku

Fjárfestar eru með „augun á baksýnisspeglinum“ gagnvart Kviku, þar sem þeir horfa framhjá tækifærum til sóknar á bankamarkaði eftir mikla fjárfestingu í fjártæknilausnum, og hratt lækkandi markaðsvirði bankans endurspeglar nú „engan veginn“ undirliggjandi virði í eignum félagsins, að mati vogunarsjóðsstjóra sem hefur byggt upp stöðu í bankanum. Þá segir hann Sýn vera „eitt undirverðlagðasta félagið“ á markaði um þessar mundir og metur mögulegt virði auglýsingamiðla fyrirtækisins á um eða yfir fimm milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Sýn og Ár­vakur hljóta mest

Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­lagning margra skráðra fé­laga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“

Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“

Innherji
Fréttamynd

Kaup Sýnar á Já frágengin

Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yngvi hættur hjá Sýn

Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karnival stemmning á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar fór fram með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld í Hafnarþorpinu. Salurinn í Kolaportinu var glæsilega skreyttur í karnival þema sem færði gesti inn í sannkallaðan töfraheim hátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festinga­fé­lag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst

Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alda kveður Sýn

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum.

Viðskipti innlent