Deilur um Vatnsendaland

Fréttamynd

Ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja í Vatns­enda­máli

Kópa­vogs­bær hefur ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja á­kvörðun Héraðs­dóms Reykja­ness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjalte­sted, syni Þor­steins Hjalte­sted heitins, 1,4 milljarða króna á­samt vöxtum í deilum um Vatns­enda­land. Bærinn hefur undan­farin ár verið með var­úðar­færslur vegna málsins í bókum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland

Þorteinn Hjaltested krafðist þess að Kópavogsbær greiddi honum tæpa 7 króna milljarða króna fyrir vanefndir í Vatnsendamálinu. Héraðsdómur sagði málið vanreifað og vísaði því frá. Bæjarstjóri segir þetta góð tíðindi fyrir íbúa Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi

Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um dylgjur um Vatnsendaskuldabréf

Fjármálastjóri Kópavogs segir misskilning að umdeild uppgreiðsla skuldabréfa tengist eignarnámi á Vatnsenda. Meirihlutinn sakar Guðríði Arnardóttur um ærumeiðingar. Hún ráðleggur bæjarstjóranum að endurskoða starfshætti sína.

Innlent
Fréttamynd

Réttir eigendur taldir missa af Vatnsendafé

„Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í

Innlent
Fréttamynd

Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu

Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda

Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin.

Innlent
Fréttamynd

Deilan um Vatnsenda: „Þetta splundraði bara fjölskyldunni"

Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum.

Innlent
Fréttamynd

Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við?

Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag.

Innlent
Fréttamynd

44 ár að skipta upp dánarbúi

Hæstiréttur féllst á að skipa nýja skiptastjóra yfir búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, sem andaðist 13. nóvember 1966, en meðal erfingja voru faðir Þorsteins Hjaltesteds, sem var skattakóngur í ár. Búið hefur því legið óskipt í 44 ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þorsteinn Hjaltested er skattakóngurinn

Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er skattakóngur ársins 2010, en álagningaskrár Ríkisskattstjóra eru lagðar fram í dag. Þorsteinn greiðir samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld. Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuður er í öðru sæti. Hann greiðir tæpa 131 milljón króna í opinber gjöld. Í þriðja sæti kemur svo Skúli Mogensen, sem er einn af eigendum MP banka, en hann greiðir um 111 milljónir króna í opinber gjöld. Í fjórða sæti kemur svo Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, en hún greiðir um 98 milljónir í opinber gjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda

Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Krefst á annan tug milljarða

Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, ætlar að stefna Kópavogsbæ vegna vanefnda á eignarnámssamningi. Þorsteinn staðfestir að sú upphæð sem hann ætli að krefja bæinn um sé nærri 14 milljörðum króna.

Innlent