Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024)

Fréttamynd

Sam­fylkingin með flest spil á hendi við stjórnar­myndun

Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Full­viss að Guð­rún standi með sér

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum.

Innlent
Fréttamynd

VG er týnd

Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurf­um að leita í ræt­urn­ar og ákveða hvar vilj­um við staðsetja okk­ur í næstu kosn­ing­um og í mín­um huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is

Skoðun
Fréttamynd

Vill skoða neðan­jarðar­lest í stað Borgarlínu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu.

Innlent
Fréttamynd

Sorg­legt að búið hafi verið að vara við sumarferðum

Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gott fyrir ríkis­stjórn að takast á í fjöl­miðlum

„Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnin sér­stök

Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Ruglað um verð­bólgu og ríkis­fjár­mál

Þegar viðtekinni visku er ögrað má vænta kröftugra viðbragða. Það virðist hafa gerst annars vegar í grein hér á Vísi og hins vegar á síðum Viðskiptablaðsins í kjölfar greinar minnar um ríkisfjármál og verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun að fá mann­afla í allar fram­kvæmdir sam­göngu­sátt­mála

Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans.

Innlent
Fréttamynd

Skilur Guð­laugur Þór orku­mál?

Í ræðustól á Alþingi í janúar síðastliðnum hélt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því fram að þjóðin væri í vanda því við hefðum „ekki gert neitt í 15 ár þegar kemur að raforkunni“. Þetta hefur hann endurtekið ítrekað í fjölmiðlum og greinum og aðrir apað upp eftir honum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta

Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að ráð­herra dragi fyrir­­­mæli sín til lög­reglu til baka

Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­lína í grunninn bara betri strætó

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó.

Innlent
Fréttamynd

Bjart­sýnt og betra sam­fé­lag

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma.

Skoðun
Fréttamynd

Kjara­samningar ekki enn skilað minni verð­bólgu

Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði.

Innlent