Skoðun: Alþingiskosningar 2024

Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin
Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk.

Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?
Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best.

Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda
Í nýjustu könnun Maskínu kemur fram að Miðflokkurinn mælist með mest traust þegar kemur að málefnum hælisleitenda, eða 26%.

Börnin okkar á biðlistunum
Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega.

Atvinnubótastarfsemi framboða
Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum.

Stjórnsýsla eða pólitík?
Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar.

Réttlæti Hallgríms Helgasonar
Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu.

Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina
Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár.

Hið augljósa útlendingavandamál
Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki.

Þúsundir íbúða á glámbekk!
Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út.

Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi
Það sem einkennir kosningar á Íslandi er að ýmsir flokkar virðast skyndilega detta niður á mjög einfaldar lausnir á mjög flóknum vandamálum nokkrum vikum áður en þær fara fram. Þessum lausnum er svo oft pakkað í glansandi umbúðir af markaðssérfræðingum og reynt að selja þær í skiptum fyrir atkvæði.

Af hverju Píratar?
Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar.

Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis?
Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri.

Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn
Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar, sem þar með verður Nýja Samfylkingin, eða, eins nánast mætti segja, Framsókn Nr. 2, B2.

Kosningar og knattspyrna
Alþingispólitíkin dregur æ meira dám af knattspyrnu og kosningar eru stórmót þar sem keppt er í atkvæðasöfnun.

Útlendingur eða innflytjandi?
Þegar ég heyri orðið útlendingur fæ ég alltaf vonda tilfinningu. Fyrir mér vísar orðið „út-lendingur“ til einhvers sem tilheyrir ekki eða er ekki hluti af samfélaginu, en ekki til einstaklings af erlendu bergi brotinn sem er fullgildur meðlimur samfélagsins.

Mælum með
Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga.

Heilbrigðiskerfi okkar allra
Öll höfum við persónulega reynslu af heilbrigðiskerfinu og við viljum að það virki vel þegar við þurfum á að halda, það veitir okkur öryggi.

Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar
Hvernig í veröldinni hefur Bjarni alltaf tíma til að baka kökur og Simmi að sitja með hrátt hakk í heiðinni, líkt og orðinn sjálfum sér nógur? Því þyrftu þeir að sækja í þann bragðbætta raunveruleika, að sjá þá fjórðu vakt foreldra fatlaðra barna, vaktina sem enginn fær greitt fyrir, en allir eru kallaðir til.

Rammíslenskt
Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum.

Við þurfum breytingar
Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við.

Hvers virði erum við?
Eftir að hafa greint hvernig við, sem samfélag, erum föst í ofbeldissambandi við kerfið sem átti að þjóna okkur, verðum við að staldra við og spyrja:Hvers virði erum við í raun? Hvert sem við lítum, sjáum við birtingarmyndir þessa kerfis – ótímabær dauðsföll, morð, ofbeldi innan fjölskyldna.

Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð
Kæri lesandi!? Í rauninni skiptir mér engu máli hvert þitt X endar inn í kjörklefa, en vinsamlegast hafðu í huga að velja ekki fáfræðinga sem þykjast vita hitt og þetta um alheiminn, en svo þegar þeir lenda upp við vegg, að þá er aðeins mjálmað út í loftið og kennt hinum og þessum um slysin með gamla góða vísifingrinum.

Takk fyrir peninginn Inga Sæland
Mig langar að þakka þér Inga Sæland fyrir þitt framlag, þinn mikla kraft og sterku réttlætiskennd að ná fram Jólabónus fyrir öryrkja og aldraða enn eitt árið. Og mér skilst að við fáum hann ekki seinna en 1. desember ef heimildir mínar eru réttar og verður hann í kringum 70 þúsund.

Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti
Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”.

Sjálfbærni er þjóðaröryggismál
Við hjá Framsókn stöndum fyrir því að nýta okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt og byggja undir sjáldbæra framtíð fyrir land og þjóð. Sjálfbærni snýst um að vera sjálfum okkur nóg, hvort sem það er í matvælaframleiðslu, orkumálum eða annarri verðmætasköpun.

Illmælgi sem kosningamál
Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð.

Hvernig líður þér?
Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri.

Baráttan sem ætti að sameina okkur
Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni.

Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra?
Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál.