Stj.mál

Fréttamynd

Formennirnir viðurkenni mistök

Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð.

Innlent
Fréttamynd

Ekki heppilegt að rugga skipinu

Össur Skarphéðinsson segir Samfylkinguna á góðri siglingu og því ekki heppilegt að rugga skipinu með því að skipta um skipstjóra. Hann segir kosningabaráttuna mælikvarða á flokkinn en að sín barátta verði einungis háð á málefnalegum grunni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Lög um hringamyndun lögð fram

Lög um hringamyndun verða lögð fram á Alþingi á næstu dögum að því er fram kemur í opnuviðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag. Halldór segir að í lögunum felist endurskipulagning á Samkeppnisstofnun þannig að eftirlit með hringamyndun verði hert en jafnframt verði kveðið á um refsingar vegna brota á lögunum.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um túlkun Halldórs á 1441

Stjórnarandstæðingar telja Halldór Ásgrímsson rangtúlka lykilályktun öryggisráðsins með því að segja að hún snúist um að velta Saddam. Aðstoðarmaður Halldórs segir orð hans mistúlkuð. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Eins og minkar í hænsnabúi

Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Minnihluti Íraka mun kjósa

Forseti Íraks, Ghazi al-Yawar, segir að minnihluti þjóðarinnar muni greiða atkvæði í kosningunum á morgun. Hann kveðst vona að sem flestir Írakar kjósi en vegna óaldarinnar í landinu og tíðra árása uppreisnarmanna á kjörstaði muni fáir Írakar þora að nýta atkvæðisrétt sinn.

Erlent
Fréttamynd

Stríðsandstæðingar bæta í

Mikið andstaða er enn í Danmörku við stríðið í Írak líkt og hér á landi. Í <em>Politiken</em> í dag birtist auglýsing þar sem hundruð þekktra Dana krefjast þess að þeir fimm hundruð hermenn danska hersins sem eru í Írak verði kallaðir heim hið fyrsta. Greinilegt er að andstæðingar stríðsins ætla að láta vel í sér heyra nú í aðdraganda kosninganna sem munu fara fram í Danmörku eftir tíu daga.

Erlent
Fréttamynd

Víglína þvert yfir eldhúsborðið

Svilfólkið Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir háir sitt fyrsta einvígi í formannskosningu Samfylkingarinnar í kvöld á Akureyri. Mikill ótti er við átök í flokknum enda ekki aðeins fjölskyldur formannsefnanna sem er klofin. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarkonur á rökstólum

Konur í Landssambandi framsóknarkvenna, með Siv Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, fremsta í flokki, sitja nú á fundi til að ræða meðal annars nýjustu hræringar innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Lykketoft valtur í sessi

Níu af hverjum tíu sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni eru konur og formaðurinn, Mogens Lykketoft, er valtur í sessi. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, skýrir stöðu mála og fer yfir kosningaloforð dönsku flokkanna.

Erlent
Fréttamynd

Össur lét klappa fyrir Ingibjörgu

Ekkert varð af sameiginlegum fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar á Akureyri í gær eins og auglýst hafði verið. Í tilkynningu frá Ingibjörgu, sem lesin var upp á fundinum, sagðist hún vera veðurteppt í Reykjavík en ekki var flogið á milli Akureyrar og Reykjavíkur í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Af flísum og bjálkum

Á gamlársdag birtist í Fréttablaðinu annáll Hallgríms Helgasonar fyrir 2004 þar sem Davíð Oddsson, fjölmiðlamálið og Íraksstríðið komu mjög við sögu. Kára Stefánssyni fannst ekki sómi af þessari grein Hallgríms og rekur hér af hverju hann er á þeirri skoðun. </font /></b />

Skoðun
Fréttamynd

Konur yfirgefa Jafnaðarmenn

Konur eru yfir níutíu prósent þeirra kjósenda sem danski Jafnaðarmannnaflokkurinn hefur misst frá því að kosningabaráttan hófst fyrir tæpum hálfum mánuði. Innan flokksins eru uppi raddir um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, hætti ef spár rætast um sögulega útreið flokksins í þingkosningum eftir tíu daga. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku.

Erlent
Fréttamynd

Framsóknarmenn ræna kvenfélögum

Framsóknarkonur saka hver aðra um baktjaldamakk og karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sínu. Það vantar upp á að flokksforystan styðji við bakið á konum, segir jafnréttisfulltrúi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Össur og Ingibjörg takast á

Formannsframbjóðendur Samfylkingarinnar takast á á opnum fundi í dag í fyrsta sinn síðan formannsslagur flokksins hófst. Össur Skarphéðinssonm, formaður Samfylkingarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður munu mætast á almennum, opnum stjórnmálafundi sem hefst á Akureyri klukkan hálffjögur.

Innlent
Fréttamynd

Varaformannsslagur í uppsiglingu?

Varaformannsslagur gæti verið í uppsiglingu í Samfylkingunni. Til stóð að formannsframbjóðendur Samfylkingarinnar mættust á opnum fundi Samfylkingarinnar á Akureyri í dag í fyrsta sinn síðan formannsslagurinn hófst. Ekkert varð úr því þar sem Ingibjörg Sólrún varð verðurteppt í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Rangt hjá Siv

Fulltrúar meirihluta í stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, segja rangt sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að fundarkonur á fundi félagsins í gær hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið í Danmörku fegrað

Mogens Lykketoft, formaður Sósíaldemókrata, segir kosningabaráttuna í Danmörku vera erfiðari en oft áður og sakar stjórnvöld í landinu um að mála glansmynd af ástandinu í landinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku og hitti Lykketoft að máli í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hættir dreifingu fundargerða

Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda.

Innlent
Fréttamynd

Átök framsóknarkvenna

Una María Óskarsdóttir fyrrum aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur var felld úr stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi á aðalfundi á fimmtudagskvöld. Una var varaformaður félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Lekinn fordæmdur

Utanríkismálanefnd fordæmir harðlega að trúnaðarupplýsingar frá fundum nefndarinnar um Íraksmálið hafi komist í hendur Fréttablaðsins. Hætt verður að dreifa fundargerðum. Stjórnarandstaðan fer fram á að trúnaði verði aflétt af ummælum Halldórs Ásgrímssonar tengdum Írak.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn yfirgefa Írak?

George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær reiðubúinn til þess að kalla herlið Bandaríkjanna út úr Írak, færi svo að nýkjörin stjórnvöld í landinu myndu fara þess á leit. Í viðtali við <em>New York Times</em> í gær sagði Bush að Írakar stæðu á eigin fótum og væri það vilji þeirra að losna við herlið Bandaríkjamanna eftir kosningarnar yrði gengið að því.

Erlent
Fréttamynd

Hörð valdabarátta innan Framsóknar

Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Óverjandi notkun skattfés

Frjálshyggjufélagið segir að það sé óverjandi að stjórnvöld skuli taka fé af einstaklingum með skattheimtu og nota í fjárfestingar af ýmsu tagi. Félagið segir þetta í kjölfar þeirra upplýsinga sem nýverið komu fram á Alþingi þess efnis að ríkið ætti hlut í yfir 300 fyrirtækjum.

Innlent
Fréttamynd

Efling vegagerðar með veggjöldum

Gerð verður úttekt á kostum til að auka fjárfestingar í vegagerð með veggjöldum ef þingsályktunartillaga Einars K. Guðfinnssonar og Halldórs Blöndal, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, verður samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Sakar stjórnvöld um sofandahátt

Sofandaháttur stjórnvalda hefur skapað gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur sem grefur undan samfélagsgerðinni, sagði formaður Samfylkingarinnar í umræðu á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Stjórnarliðar lýstu einnig áhyggjum af þróun mála.

Innlent
Fréttamynd

Mikið rætt en lítið gert

Allar líkur eru á því að frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að auka valdheimildir lögreglu til að fjarlæga ofbeldismenn af heimilum sínum dagi upp í allsherjarnefnd í annað sinn, þrátt fyrir að um þennan málaflokk virðist ríkja þverpólitísk sátt.

Innlent