Stj.mál

Fréttamynd

Jarðgöng óháð Símasölu

Ráðstöfun peninga sem fást fyrir sölu Símans hefur ekki áhrif á vegbætur sem ákveðið hefur verið að ráðast í, svo sem Héðinsfjarðargöng eða jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, að sögn Bergþórs Ólafssonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Geir á tvo fundi

Geir H. Harde, fjármálaráðherra hleypur í skarðið fyrir Davíð Oddsson á tveimur fundum erlendis í forföllum utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um Kárahnjúkamál

Boðað hefur verið til fundar í félagsmálanefnd Alþingis á föstudaginn kemur að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni þar sem ræða á starfsmannamál á Kárahnjúkasvæðinu og framkvæmd á samningum við Impregilo.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert fararsnið á Alfreð

Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ekkert fararsnið á sér úr borgarpólitík. Hann blæs á þau sjónarmið samflokksmanna sinna í Framsóknarflokknum að tími sé kominn til að hann snúi sér að öðrum verkefnum og segir gagnrýnina eiga rætur að rekja til vonbrigða þeirra með eigin framgöngu.

Innlent
Fréttamynd

Álagning lækkar

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var ákveðið að halda aukafund á mánudag til að ræða frekar lækkun álagningar fasteignaskatts. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að allir hafi verið sammála um að lækka álagningu, en fram á mánudag verði farið yfir tölur um hversu mikið eigi að lækka.

Innlent
Fréttamynd

Ígildi góðrar starfslokagreiðslu

Mikill munur er á greiðslu lífeyris til opinberra starfsmanna og launþega á almennum markaði. Munurinn getur verið ígildi 10-20 milljóna króna starfslokagreiðslu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tímasetning landsfundar enn óráðin

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar mun ákveða það í kringum næstu mánaðamót hvort landsfundur flokksins fari fram í vor eða haust. Málið var rætt á fundi framkvæmdastjórnarinnar í fyrradag en ákvörðun var frestað til næsta fundar.

Innlent
Fréttamynd

17 milljónir í íþróttaverkefni

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögur Íþróttanefndar um tæplega sautján milljóna króna styrkveitingar úr íþróttasjóði til sextíu og fjögurra verkefna fyrir árið 2005. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum vegna verkefna á árinu rann út í október síðastliðnum. Alls bárust 113 umsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Davíð í mánaðarfrí

Davíð Oddsson utanríkisráðherra er farinn í frí frá utanríkisráðuneytinu í tæpan mánuð. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst ráðherrann dvelja sér til hressingar í útlöndum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gegnir störfum ráðherrans á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri hættir

Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hefur sagt upp störfum. "Þetta hefur átt sér alllangan aðdraganda. Ég ætla að láta gamlan draum rætast" segir Karl.

Innlent
Fréttamynd

Sharon ræddi við Abbas

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hringdi fyrr í dag í Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseta Palestínu, til að óska honum til hamingju með sigurinn í kosningunum á sunnudag. Að sögn palestínsks ráðamanns ræddu þeir saman í um tíu mínútur en hann vildi ekki láta uppi hvert umræðuefnið var.

Erlent
Fréttamynd

Karl Th. hættur hjá Samfylkingunni

Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með nýliðnum áramótum. Karl hefur verið framkvæmdastjóri flokksins síðan sumarið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Fjárhagsáætlunin í uppnámi

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar er í uppnámi eftir að Skipulagsstofnun vísaði aðalskipulagstillögu meirihluta Sjálfstæðismanna heim í hérað á ný. Í fjárhagsáætlun 2005, sem samþykkt var 24. nóvember síðastliðinn með atkvæðum meirihluta sjálfstæðismanna, er ráðgert að selja land Hrólfskálamels og Suðurstrandar og er áætlað söluverð 350 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Álagning hækkar ekki

Á morgun mun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri leggja fyrir borgarráð tillögu um að álagningarprósenta fasteignaskatts muni ekki hækka, líkt og gert er ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar sem samþykkt var í desember.

Innlent
Fréttamynd

Klórinn ekki mál ráðuneytisins

Umhverfisráðuneytið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna vinnslu klórs í Kópavogi án starfsleyfis á þessu stigi málsins. Ráðuneytisstjóri segir að treysta verði Heilbrigðiseftirliti bæjarins til að tryggja öryggi íbúa svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Nýr heimavarnarráðherra BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag Michael Chertoff í embætti heimavarnarráðherra í stað Toms Ridge. Chertoff hefur starfað sem dómari við bandarískan áfrýjunardómstól og meðal annars tekið þátt í að móta stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart hryðjuverkum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York og Washington 11. september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Tillögur um framkvæmdastjóra

Starfshópur á vegum borgarstjóra hefur lagt til að Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ragnar S. Þorsteinsson, Hafdís Gísladóttir og Aðalbjörg Traustadóttir verði ráðin framkvæmdastjórar nýrra þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur rann út 28. nóvember og bárust 67 umsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Segir fjármálin í uppnámi

Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við tillögu bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi að aðalskipulagi er boðað frekara samráðs við íbúa um skipulagsmál.

Innlent
Fréttamynd

Páll ráðinn í forsætisráðuneytið

Páll Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember. Hann mun m.a. sinna ráðgjöf, skjalagerð og úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna á verksviði ráðuneytisins, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Heimsókn til Kína í boði þingsins

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun heimsækja Kína 11.- 18. janúar í boði forseta kínverska þingsins ásamt eiginkonu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur. Með þingforseta í för verða varaforsetarnir Guðmundur Árni Stefánsson og kona hans, Jónína Bjartmarz og eiginmaður hennar, og Sólveig Pétursdóttir ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Powell smeykur um framtíð Íraks

Colin Powell segist smeykur um framtíð Íraks að afloknum kosningum sem fara eiga fram í landinu þann þrítugasta þessa mánaðar. Utanríkisráðherrann fráfarandi segir þó nauðsynlegt að kosningarnar fari fram á tilsettum tíma, enda komi það ekki til álita að bráðabirgðastjórnin verði við völd áfram.

Erlent
Fréttamynd

Bíða viðbragða félagsmálaráðherra

ASÍ bíður eftir viðbrögðum félagsmálaráðuneytisins við greinargerð um gagnrýnina á Impregilo. Vonast er eftir viðbrögðum eða fundi í dag. Fjallað verður um málið á miðstjórnarfundi á morgun. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Nefnd heimsækir Kína

Opinber heimsókn Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, til Kína hefst í dag og stendur fram á þriðjudag í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Breskum hermönnum í Írak fjölgað

Bretar ætla að senda 400 hermenn í viðbót til Íraks vegna kosninganna þar þann 30. janúar næstkomandi. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Sömuleiðis hefur Leónid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, ákveðið að hætta við að kalla herlið landsins heim frá Írak eins og fyrirhugað var.

Erlent
Fréttamynd

Standa við könnun

Forsvarsmenn IMG Gallup höfnuðu í gær ávirðingum þriggja ráðherra um skoðanakönnun sem fyrirtækið framkæmdi um stuðning við hernaðaraðgerðir í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Hálkuvarnir auknar

Samgönguráðherra hefur ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á þjóðvegum landsins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Staða Abbas fallvölt

Staða Mahmouds Abbas, nýkjörins forseta Palestínu, þykir fallvölt en hans bíður afar erfitt verkefni að halda aftur af hryðjuverkahópum svo hægt verði að ganga til friðarsamninga við Ísraelsmenn. Abbas er raunsær hófsemdarmaður og telja margir að kosning hans marki þáttaskil í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erlent
Fréttamynd

Fagna yfirlýsingu Davíðs

Starfsmannaráð Landspítala - háskólasjúkrahúss fagnar yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðstöfun söluandvirðis Símans til uppbyggingar nýs hátæknisjúkrahúss. Ráðið segir yfirlýsinguna styðja við mikið undirbúningsstarf sem stjórnendur og starfsfólk sjúkrahússins hafi innt af hendi með heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir feril Alfreðs senn á enda

Það þarf hins vegar engan sérfræðing til að átta sig á því að eftir 35 ára starf að borgarmálum hlýtur að vera farið að styttast eitthvað í annan endann á stjórnmálaferli Alfreðs Þorsteinssonar," segir Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, á vef framsóknarmanna, hrifla.is.

Innlent