Bandaríkin

Fréttamynd

800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum

Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti

Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu.

Erlent
Fréttamynd

Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka?

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Kalla bjórinn heim frá Afgan­istan

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Vél Har­ris snúið við vegna tækni­­­legs vanda­­máls

Flug­vél vara­for­seta Banda­ríkjanna, Kamölu Har­ris, var snúið við skömmu eftir flug­tak í dag vegna tækni­legra vanda­mála. Har­ris var á leið í sína fyrstu opin­beru em­bættis­ferð út fyrir land­steinana en vélin átti að fljúga til Gvate­mala.

Innlent
Fréttamynd

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Pútín espir Banda­ríkja­menn upp fyrir leið­toga­fund með Biden

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Face­book-að­gangur Trumps verður lokaður í tvö ár

Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið.

Erlent
Fréttamynd

Biden lengir bannlista Trumps

Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. 

Erlent
Fréttamynd

Eldræða dúx um þungunarrof í Texas vakti gífurlega athygli

Paxton Smith, dúx Lake Highlands skólans í Texas, hætti við að halda þá ræðu sem skólastjórnendur höfðu samþykkt og hélt þess í stað ræðu um lög um þungunarrof í ríkinu íhaldssama. Eldræða hennar, þar sem hún talaði um „stríð gegn líkömum og réttindum“ hennar og annarra stúlkna og kvenna, hefur náð gífurlegri dreifingu á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Einn lög­manna O.J. er dáinn

F. Lee Bailey einn þekktasti lögmaður bandarískrar réttarsögu er látinn, 87 ára að aldri. Bailey var verjandi margra þekktra einstaklinga, þar á meðal O.J. Simpson, Albert DeSalvo, sem er betur þekktur sem Boston Strangler, Patty Hearst og Sam Sheppard.

Lífið
Fréttamynd

Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina.

Erlent
Fréttamynd

Krefst þrjá­tíu ára fangelsis­dóms yfir Chau­vin

Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins.

Erlent
Fréttamynd

Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum

Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum.

Erlent