Bandaríkin Minnst 13 særðir eftir skotárás í Texas Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir. Erlent 12.6.2021 13:43 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. Erlent 12.6.2021 13:03 „Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Erlent 12.6.2021 08:39 Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. Erlent 12.6.2021 07:38 Boðar uppbyggingu múrs á landamærum Texas Ríkisstjóri Texas hefur heitið því að reisa múr við landamæri Texas að Mexíkó. Hann hefur sett milljarð Bandaríkjadala, eða um 122 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið. Erlent 11.6.2021 15:50 Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn. Erlent 11.6.2021 11:04 Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna. Erlent 11.6.2021 09:56 Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. Erlent 11.6.2021 06:54 Ekki haldið utan um tilkynningar um „fljúgandi fyrirbæri“ Engin skrá er til á Íslandi yfir fljúgandi fyrirbæri en öll óþekkt fyrirbæri sem koma inn á borð Landhelgisgæslunnar eru tilkynnt stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins (NATO). Innlent 11.6.2021 06:49 Er hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu? Væri hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu eða sporbraut jarðar um sólu? Að þessu spurði Louie Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins, á nefndarfundi á þriðjudag. Erlent 10.6.2021 07:35 Stærsti kjötframleiðandi heims greiðir lausnargjald í kjölfar netárásar Stærsti kjötframleiðandi í heimi, brasilíska stórfyrirtækið JBS, hefur neyðst til að greiða tölvuþrjótum lausnargjald upp á um 11 milljónir dollara. Erlent 10.6.2021 06:53 Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag. Erlent 10.6.2021 06:43 Bandarískir strandgæsluliðar í þjálfun við höfn í Reykjavík Tæplega tvö hundruð ungmenni eru í þjálfun til starfa hjá bandarísku strandgæslunni um borð í tæplega hundrað metra löngu seglskipi sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Innlent 9.6.2021 22:28 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. Erlent 9.6.2021 14:21 Gagnaleki sýnir að ofurríkir borga lítinn sem engan skatt Ríkustu menn Bandaríkjanna borga flestir hverjir lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Þetta kemur fram í gögnum um skattgreiðslur þeirra sem hefur verið lekið til fréttamiðilsins ProPublica. Viðskipti erlent 9.6.2021 07:34 Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar. Erlent 8.6.2021 16:58 Chris Harrison hættur í The Bachelor Chris Harrison er hættur sem stjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor en hann hefur stýrt þáttunum allt frá fyrsta þætti sem kom út árið 2002. Bíó og sjónvarp 8.6.2021 15:32 Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. Erlent 8.6.2021 15:20 800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra. Erlent 8.6.2021 09:57 Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Erlent 8.6.2021 08:39 Upptaka af símtali Giuliani og ráðgjafa Úkraínuforseta komin í leitirnar CNN hefur upptökur undir höndum þar sem Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump Bandaríkjarforseta, þrýstir á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka tilhæfulausar ásakanir á hendur Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Erlent 8.6.2021 08:00 Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka? Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna. Erlent 8.6.2021 06:43 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Erlent 7.6.2021 23:18 Samþykkja fyrsta nýja Alzheimers-lyfið í 20 ár Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt notkun Alzheimers-lyfsins Aducanumab. Lyfið er það fyrsta sem fær samþykki sem meðferð við Alzheimers í 20 ár. Erlent 7.6.2021 16:48 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. Viðskipti erlent 7.6.2021 11:40 Vél Harris snúið við vegna tæknilegs vandamáls Flugvél varaforseta Bandaríkjanna, Kamölu Harris, var snúið við skömmu eftir flugtak í dag vegna tæknilegra vandamála. Harris var á leið í sína fyrstu opinberu embættisferð út fyrir landsteinana en vélin átti að fljúga til Gvatemala. Innlent 6.6.2021 21:34 Komu sér saman um að skattleggja alþjóðafyrirtæki Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi. Erlent 5.6.2021 13:19 Pútín espir Bandaríkjamenn upp fyrir leiðtogafund með Biden Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi. Erlent 5.6.2021 12:51 Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. Erlent 4.6.2021 19:16 Biden lengir bannlista Trumps Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. Erlent 4.6.2021 17:03 « ‹ 180 181 182 183 184 185 186 187 188 … 334 ›
Minnst 13 særðir eftir skotárás í Texas Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir. Erlent 12.6.2021 13:43
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. Erlent 12.6.2021 13:03
„Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Erlent 12.6.2021 08:39
Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. Erlent 12.6.2021 07:38
Boðar uppbyggingu múrs á landamærum Texas Ríkisstjóri Texas hefur heitið því að reisa múr við landamæri Texas að Mexíkó. Hann hefur sett milljarð Bandaríkjadala, eða um 122 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið. Erlent 11.6.2021 15:50
Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn. Erlent 11.6.2021 11:04
Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna. Erlent 11.6.2021 09:56
Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. Erlent 11.6.2021 06:54
Ekki haldið utan um tilkynningar um „fljúgandi fyrirbæri“ Engin skrá er til á Íslandi yfir fljúgandi fyrirbæri en öll óþekkt fyrirbæri sem koma inn á borð Landhelgisgæslunnar eru tilkynnt stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins (NATO). Innlent 11.6.2021 06:49
Er hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu? Væri hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu eða sporbraut jarðar um sólu? Að þessu spurði Louie Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins, á nefndarfundi á þriðjudag. Erlent 10.6.2021 07:35
Stærsti kjötframleiðandi heims greiðir lausnargjald í kjölfar netárásar Stærsti kjötframleiðandi í heimi, brasilíska stórfyrirtækið JBS, hefur neyðst til að greiða tölvuþrjótum lausnargjald upp á um 11 milljónir dollara. Erlent 10.6.2021 06:53
Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag. Erlent 10.6.2021 06:43
Bandarískir strandgæsluliðar í þjálfun við höfn í Reykjavík Tæplega tvö hundruð ungmenni eru í þjálfun til starfa hjá bandarísku strandgæslunni um borð í tæplega hundrað metra löngu seglskipi sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Innlent 9.6.2021 22:28
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. Erlent 9.6.2021 14:21
Gagnaleki sýnir að ofurríkir borga lítinn sem engan skatt Ríkustu menn Bandaríkjanna borga flestir hverjir lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Þetta kemur fram í gögnum um skattgreiðslur þeirra sem hefur verið lekið til fréttamiðilsins ProPublica. Viðskipti erlent 9.6.2021 07:34
Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar. Erlent 8.6.2021 16:58
Chris Harrison hættur í The Bachelor Chris Harrison er hættur sem stjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor en hann hefur stýrt þáttunum allt frá fyrsta þætti sem kom út árið 2002. Bíó og sjónvarp 8.6.2021 15:32
Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. Erlent 8.6.2021 15:20
800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra. Erlent 8.6.2021 09:57
Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Erlent 8.6.2021 08:39
Upptaka af símtali Giuliani og ráðgjafa Úkraínuforseta komin í leitirnar CNN hefur upptökur undir höndum þar sem Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump Bandaríkjarforseta, þrýstir á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka tilhæfulausar ásakanir á hendur Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Erlent 8.6.2021 08:00
Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka? Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna. Erlent 8.6.2021 06:43
Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Erlent 7.6.2021 23:18
Samþykkja fyrsta nýja Alzheimers-lyfið í 20 ár Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt notkun Alzheimers-lyfsins Aducanumab. Lyfið er það fyrsta sem fær samþykki sem meðferð við Alzheimers í 20 ár. Erlent 7.6.2021 16:48
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. Viðskipti erlent 7.6.2021 11:40
Vél Harris snúið við vegna tæknilegs vandamáls Flugvél varaforseta Bandaríkjanna, Kamölu Harris, var snúið við skömmu eftir flugtak í dag vegna tæknilegra vandamála. Harris var á leið í sína fyrstu opinberu embættisferð út fyrir landsteinana en vélin átti að fljúga til Gvatemala. Innlent 6.6.2021 21:34
Komu sér saman um að skattleggja alþjóðafyrirtæki Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi. Erlent 5.6.2021 13:19
Pútín espir Bandaríkjamenn upp fyrir leiðtogafund með Biden Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi. Erlent 5.6.2021 12:51
Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. Erlent 4.6.2021 19:16
Biden lengir bannlista Trumps Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. Erlent 4.6.2021 17:03