Bandaríkin

Fréttamynd

Minnst 13 særðir eftir skot­á­rás í Texas

Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir.

Erlent
Fréttamynd

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

Erlent
Fréttamynd

„Guð minn góður, ég er í gini hvals“

Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið.

Erlent
Fréttamynd

Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn.

Erlent
Fréttamynd

Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag.

Erlent
Fréttamynd

Lýsa Or­tega sem ein­ræðis­herra eftir hand­tökur á and­stæðingum

Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar.

Erlent
Fréttamynd

800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum

Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti

Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu.

Erlent
Fréttamynd

Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka?

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Kalla bjórinn heim frá Afgan­istan

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Vél Har­ris snúið við vegna tækni­­­legs vanda­­máls

Flug­vél vara­for­seta Banda­ríkjanna, Kamölu Har­ris, var snúið við skömmu eftir flug­tak í dag vegna tækni­legra vanda­mála. Har­ris var á leið í sína fyrstu opin­beru em­bættis­ferð út fyrir land­steinana en vélin átti að fljúga til Gvate­mala.

Innlent
Fréttamynd

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Pútín espir Banda­ríkja­menn upp fyrir leið­toga­fund með Biden

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Face­book-að­gangur Trumps verður lokaður í tvö ár

Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið.

Erlent
Fréttamynd

Biden lengir bannlista Trumps

Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. 

Erlent