Bandaríkin Íslendingur áberandi í bandarískri raunveruleikaseríu Ingi Hilmar Thorarensen fór eins langt út fyrir þægindarammann og hann gat hugsað sér þegar hann ákvað að kýla á það að verða hluti af risastórri bandarískri raunveruleikaseríu ásamt kærustu sinni Coronu. Lífið 27.6.2024 07:00 Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Viðskipti erlent 25.6.2024 18:14 Söngvari Crazy Town látinn Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Lífið 25.6.2024 13:55 Haldin Cher-legri aðdáun á Jökli og félögum Íslenska hljómsveitin Kaleo hitti bandarísku stórstjörnuna Cher á dögunum á tónleikaferðalagi þeirra um Norður Ameríku. Hljómsveitin birti mynd af þeim með tónlistarkonunni á Instgram. Lífið 25.6.2024 09:54 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. Innlent 25.6.2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. Erlent 25.6.2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Erlent 25.6.2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. Erlent 24.6.2024 23:50 Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40 Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Erlent 20.6.2024 18:43 Travis Scott handtekinn í Miami Rapparinn Travis Scott var handtekinn í Miami í nótt vegna drykkjuláta og rifrildis sem virðist hafa orðið til þess að rapparinn fór óleyfilega um borð í snekkju sem hann átti ekki. Rapparinn var handtekinn um klukkan 01:45 í nótt að staðartíma. Lífið 20.6.2024 15:02 Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56 Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Erlent 19.6.2024 17:35 Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. Lífið 19.6.2024 07:20 Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Erlent 18.6.2024 23:00 Meðlimir viðriðnir hatursglæpi og jafnvel grunaðir um morð Lektor í lögreglufræðum segir ástæðu til að ætla að samtökin Norðurvígi geti falið í sér ógn við samfélagið hérlendis. Þekkt sé að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. Innlent 18.6.2024 20:31 Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. Lífið 18.6.2024 13:51 Skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18.6.2024 11:47 Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Tónlist 17.6.2024 21:01 Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. Lífið 16.6.2024 07:49 Festust á hvolfi í hálftíma Björgunarsveitir í Oregon-ríki í Bandaríkjunum björguðu 28 manns úr tívolítæki í skemmtigarði í gær eftir að tækið fraus á miðri leið og farþegar festust á hvolfi. Erlent 15.6.2024 08:37 Íslensk lopapeysa flutt milli heimsálfa vegna mestu eftirsjár ævinnar Stærsta eftirsjá hinnar bandarísku Celiu Robbins var að kaupa ekki lopapeysu með lundamyndum þegar hún var á Íslandi árið 2021. Það var að minnsta kosti það sem hún svaraði fjórtán ára gamalli dóttur hennar þegar hún spurði hana út í hvað það væri sem hún iðraðist mest í lífi sínu. Lífið 14.6.2024 10:47 Stefna á að lækna Parkinson með ígræðslu stofnfruma Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 14.6.2024 09:17 Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. Erlent 14.6.2024 08:15 Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Erlent 13.6.2024 23:06 Skotinn með rafbyssu þegar hann hljóp inn á völlinn Cincinnati Reds tók á móti Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hafnabolta á miðvikudag og fór það svo að gestirnir unnu 5-3 sigur. Sport 13.6.2024 07:30 Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. Erlent 12.6.2024 12:43 Lætur mál gegn OpenAI niður falla Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins. Viðskipti erlent 12.6.2024 11:14 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 334 ›
Íslendingur áberandi í bandarískri raunveruleikaseríu Ingi Hilmar Thorarensen fór eins langt út fyrir þægindarammann og hann gat hugsað sér þegar hann ákvað að kýla á það að verða hluti af risastórri bandarískri raunveruleikaseríu ásamt kærustu sinni Coronu. Lífið 27.6.2024 07:00
Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Viðskipti erlent 25.6.2024 18:14
Söngvari Crazy Town látinn Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Lífið 25.6.2024 13:55
Haldin Cher-legri aðdáun á Jökli og félögum Íslenska hljómsveitin Kaleo hitti bandarísku stórstjörnuna Cher á dögunum á tónleikaferðalagi þeirra um Norður Ameríku. Hljómsveitin birti mynd af þeim með tónlistarkonunni á Instgram. Lífið 25.6.2024 09:54
Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. Innlent 25.6.2024 09:26
Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. Erlent 25.6.2024 08:47
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Erlent 25.6.2024 06:35
Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. Erlent 24.6.2024 23:50
Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40
Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Erlent 20.6.2024 18:43
Travis Scott handtekinn í Miami Rapparinn Travis Scott var handtekinn í Miami í nótt vegna drykkjuláta og rifrildis sem virðist hafa orðið til þess að rapparinn fór óleyfilega um borð í snekkju sem hann átti ekki. Rapparinn var handtekinn um klukkan 01:45 í nótt að staðartíma. Lífið 20.6.2024 15:02
Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56
Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Erlent 19.6.2024 17:35
Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. Lífið 19.6.2024 07:20
Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Erlent 18.6.2024 23:00
Meðlimir viðriðnir hatursglæpi og jafnvel grunaðir um morð Lektor í lögreglufræðum segir ástæðu til að ætla að samtökin Norðurvígi geti falið í sér ógn við samfélagið hérlendis. Þekkt sé að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. Innlent 18.6.2024 20:31
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. Lífið 18.6.2024 13:51
Skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18.6.2024 11:47
Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Tónlist 17.6.2024 21:01
Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. Lífið 16.6.2024 07:49
Festust á hvolfi í hálftíma Björgunarsveitir í Oregon-ríki í Bandaríkjunum björguðu 28 manns úr tívolítæki í skemmtigarði í gær eftir að tækið fraus á miðri leið og farþegar festust á hvolfi. Erlent 15.6.2024 08:37
Íslensk lopapeysa flutt milli heimsálfa vegna mestu eftirsjár ævinnar Stærsta eftirsjá hinnar bandarísku Celiu Robbins var að kaupa ekki lopapeysu með lundamyndum þegar hún var á Íslandi árið 2021. Það var að minnsta kosti það sem hún svaraði fjórtán ára gamalli dóttur hennar þegar hún spurði hana út í hvað það væri sem hún iðraðist mest í lífi sínu. Lífið 14.6.2024 10:47
Stefna á að lækna Parkinson með ígræðslu stofnfruma Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 14.6.2024 09:17
Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. Erlent 14.6.2024 08:15
Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Erlent 13.6.2024 23:06
Skotinn með rafbyssu þegar hann hljóp inn á völlinn Cincinnati Reds tók á móti Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hafnabolta á miðvikudag og fór það svo að gestirnir unnu 5-3 sigur. Sport 13.6.2024 07:30
Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. Erlent 12.6.2024 12:43
Lætur mál gegn OpenAI niður falla Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins. Viðskipti erlent 12.6.2024 11:14