Bandaríkin

Fréttamynd

„Ég held áfram að byggja múrinn“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti fentanýlfundur sögunnar

Landamæraverðir á suðurlandamærum Bandaríkjanna greindu frá því í gærkvöldi að þeir hafi lagt hald á 114 kíló af lyfinu fentanýl en aldrei hefur verið lagt hald á meira magn lyfsins í einu lagi.

Erlent
Fréttamynd

Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska

Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast.

Erlent
Fréttamynd

Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli

Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt.

Erlent
Fréttamynd

Manndrápsveður vestanhafs

Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist.

Erlent
Fréttamynd

Láku gögnum úr rannsókn Muellers

Meira en eitt þúsund skjölum og gögnum úr rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 var lekið á netið frá Rússlandi. Gögnunum hafði áður verið deilt með lögmönnum rússneskra hakkara.

Erlent
Fréttamynd

Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa

Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu

Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ráðgjafi Trump neitar sök um lygar

Roger Stone kom fyrir dómara í Washington-borg í dag. Hann er sakaður um að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti við Wikileaks og framboðs Donalds Trump.

Erlent