Bandaríkin

Fréttamynd

Kínverskur risi í klandri

Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Ég held áfram að byggja múrinn“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti fentanýlfundur sögunnar

Landamæraverðir á suðurlandamærum Bandaríkjanna greindu frá því í gærkvöldi að þeir hafi lagt hald á 114 kíló af lyfinu fentanýl en aldrei hefur verið lagt hald á meira magn lyfsins í einu lagi.

Erlent
Fréttamynd

Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska

Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast.

Erlent
Fréttamynd

Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli

Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt.

Erlent