
Bandaríkin

Rannsókn á Deutsche Bank teygir anga sína til Trump
Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi.

Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins sakfelldur
Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun, var í kvöld sakfelldur í réttarhöldunum yfir honum. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm.

Stórmynd sem Baltasar átti að leikstýra í uppnámi vegna ásakana í garð handritshöfundar
Ásakanir í garð handritshöfundarins Max Landis hafa komist í sviðsljósið eftir að átta konur stigu fram og sögðu hann hafa misnotað sig.

FBI rannsakar andlát bandarískra ferðamanna í Dóminíska lýðveldinu
Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári.

Lagði á ráðin um að myrða bestu vinkonu sina eftir milljónaboð á internetinu
Sex táningar hafa verið ákærðir í Alaska-ríki Bandaríkjanna í tengslum við morðið á Cynthia Hoffman sem framið var 2. júní síðastliðinn. Besta vinkona Hoffman er sökuð um að hafa lagt á ráðin um morðið eftir að maður sem hún hafði kynnst á netinu bauð henni fúlgur fjár fyrir að senda honum myndbönd og ljósmyndir af morði.

Sársaukafull fortíð ástæða þess að varnarmálaráðherraefni Trump hættir við
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan.

Gerð nýjustu Men in Black-myndarinnar var þjökuð af innbyrðis deilum
Viðbrögð áhorfenda hafa valdið Sony vonbrigðum.

Hafþór ekki lengur sterkasti maður heims
Bandaríkjamaðurinn Martins Licis velti Hafþóri Júlíusi Björnssyni úr sessi sem sterkasti maður heims um helgina.

Icelandair fellir niður flug til Tampa
Flugfélagið flýgur þó áfram til Orlando.

Senda þúsund hermenn til Austurlanda nær
Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn.

Gloria Vanderbilt látin 95 ára gömul
Tískuhönnuðurinn, listamaðurinn og rithöfundurinn Gloria Vanderbilt lést á mánudagsmorgun 95 ára að aldri.

Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans
Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd.

Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana
Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga.

Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár
Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína.

Tískudrottningin Gloria Vanderbilt látin
Gloria Vanderbilt, bandaríska listakonan og tískudrottningin, er látin, 95 ára að aldri.

Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga
Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum.

Landnemabyggð á Golan hæðum nefnd „Trump hæðir“
Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum "Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Hótuðu að skjóta ólétta konu eftir að fjögurra ára dóttir hennar stal dúkku
Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Phoenix í Arizona hefur beðist afsökunar á framferði lögreglumanna í garð svartrar fjölskyldu.

Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim
Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær.

Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum
Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag.

Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip
Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.

Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.

Krefjast afsagnar lögreglumanns sem hótaði tíu ára dreng með skotvopni
Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum.

Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og áreiti á Ítalíu
Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu.

Frambjóðandi demókrata vill gera vændi löglegt í Queens
Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu.

Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa
Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu.

Dómsigur fyrir bann Trump við transfólki í hernum
Umdæmisdómstóll sem felldi bannið úr gildi þarf að taka málið aftur upp og taka frekara tillit til sjónarmiða hersins.

Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni
Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn.

Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi.