Bandaríkin

Fréttamynd

Ó­víst að upp­lýsingar um þyngd og hæð séu réttar

Ó­víst er að upp­lýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í At­lanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í um­fjöllun Was­hington Post.

Erlent
Fréttamynd

Trump handtekinn í tugthúsinu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Flestir fram­bjóð­endur myndu styðja Trump þrátt fyrir sak­­fellingu

Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnar­lambið

Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans.

Erlent
Fréttamynd

Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést

Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar.

Erlent
Fréttamynd

Hilary lék Kaliforníu grátt

Óveðrið Hilary sem skall á Kaliforníu og Mexíkó í morgun lék svæðið grátt. Gífurleg rigning fylgdi óveðrinu sem leiddi til flóða og aurskriða. Hilary stefnir nú til norðurs en þrátt fyrir að óveðið hafi misst mikinn kraft er enn óttast að því geti fylgt hættuleg og mannskæð flóð.

Erlent
Fréttamynd

Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður.

Erlent
Fréttamynd

Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ís­­nál

Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi.

Erlent
Fréttamynd

Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu

Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum.

Erlent
Fréttamynd

Tekur ekki þátt í kapp­ræðum: „Al­menningur veit hver ég er“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire

Ir­vin Carta­gena, dóp­sali í New York borg í Banda­ríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa út­vegað leikaranum Michael K Willi­ams, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026

Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót.

Erlent
Fréttamynd

Brit­n­ey hafi haldið fram­hjá með starfs­manni

Sam Ashgari, eiginmaður Britney Spears, hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að hann sótti um skilnað. Ástæðan fyrir skilnaðinum ku vera framhjáhald Britney en slúðurmiðlar vestanhafs herma að hún hafi haldið við starfsmann sinn.

Lífið
Fréttamynd

Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér

Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump

Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi.

Erlent
Fréttamynd

Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði?

Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu.

Lífið