Orkumál

Fréttamynd

Teppa­leggjum ekki ís­lenska náttúru með vindorku

Ímyndaðu þér íslenska náttúru, óspillta og einstaka, teppalagða með hundruðum háreistra vindmylla. Þær gnæfa yfir dali og fjallshlíðar en skila þjóðinni takmörkuðum arði og valda miklum deilum. Þetta er ekki framtíðarsýn sem við viljum – og stjórnmálamenn þurfa að gera betur.

Skoðun
Fréttamynd

Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar

Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Góður granni, gulli betri!

Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki ró­legur með hraunið ofan á“

Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi.

Innlent
Fréttamynd

Svarts­engi keyrt á vara­afli

Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. 

Innlent
Fréttamynd

Hraun náð Njarðvíkuræð

„Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Orka flækt í þungu regluverki

Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn.

Skoðun
Fréttamynd

Missum ekki af orku­skipta­lestinni

Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ekki að talað sé um ís­lenska garð­yrkju í þá­tíð

Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir garðyrkjubændur standa frammi fyrir hátt í 25 prósenta hækkun í verði á raforku sem fæstir bændur geti staðið undir. Hann segist ekki vilja að talað sé um íslenskan garðyrkju í þátíð og segi öryggisleysi almennings í orkumálum óboðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum

Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta hið minnsta. Ástæðan er sögð batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hafi til þess að niðurdráttur hafi stöðvast tímabundið í öllum lónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð

Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orku­verð á heildsölu­markaði gæti hækkað um 25 prósent um­fram verð­lag

Útlit er fyrir að sölufyrirtæki með raforku þurfi að óbreyttu að kaupa mánaðarblokkir í auknum mæli á mun hærra verði en áður samhliða því að eftirspurnin eykst meira en framboð og spurningin er aðeins hversu mikið af því muni skila sér í verðhækkunum til heimilanna, að mati sérfræðinga EFLU. Þeir telja „litlar sem engar horfur“ á að það muni rýmkast um á raforkumarkaði á allra næstu árum og áætla að verðhækkanir á heildsölumarkaði á árinu 2025 verði á bilinu um 10 til 25 prósent umfram verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

Burt með bar­áttu­söngva úr virkjunar­kafla stóriðju­stefnunnar

Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir.

Skoðun
Fréttamynd

For­maður Mið­flokksins er opinn fyrir sér­lögum um virkjanir

Almenn samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokkanna um mikilvægi þess að afla frekari grænnar orku, sé tekið mið af svörum oddvita þeirra í könnun sem Samtök atvinnulífsins lögðu fyrir þá í aðdraganda kosningafundar. Formenn Miðflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Samfylkingar eru áfram um að einfalda leyfisveitingarferlið til orkuöflunar, en á ólíkum forsendum þó.

Innherji
Fréttamynd

Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Græn­lands fram­undan

Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Allt mannanna verk - orkuöryggi á Ís­landi

Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­þjónusta og orku­vinnsla fara vel saman

Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Skipti máli fyrir rekstur iðn­fyrir­tækja að lækka vexti og verð­bólgu

Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun

Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli.

Innlent
Fréttamynd

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr.

Skoðun